Alvarleg staða uppi í kattaheimum Jón Ísak Ragnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. júlí 2024 22:08 Hanna segir að Kattholt sé yfirfullt, köttur sé í hverju rými og rúmlega það. Vísir/Sigurjón Kattaathvörf landsins eru óðum að fyllast og staðan er víðast hvar sögð þyngjast dag frá degi. Samtökin villikettir sendu frá sér neyðarkall í vikunni þar sem óskað var eftir heimili fyrir um 200 ketti. Rekstrarstjóri Kattholts segir stöðuna mjög slæma, Kattholt sé yfirfullt. Kristín Ólafsdóttir heimsótti Kattholt í kvöldfréttum í kvöld. „Við erum yfirfull, það eru kettir í hverju rými. Við erum með kött inni á starfsmannasalerni, inni í bílskúr, á matarganginum, bara í hverju einasta rými hjá okkur. Þetta er svolítið svart ástand,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hún segir að tölurnar séu sláandi, hún heyri endalaust af köttum sem þurfi ný heimili. Á hverjum degi dúndrist inn Facebook færslur af köttum í leit að nýjum heimilum, og einnig séu margir kettir og hundar á skrá Dýrahjálpar. Þetta virðist gerast svolítið á sumrin síðustu ár, af hverju? „Já fólk er að fara í sumarfrí, eða flytja eða komið upp ofnæmi á heimilinu eða eitthvað slíkt. Á meðan fólk er í sumarfríum er enginn að ætleiða, þannig er bara venjan,“ segir Hanna. Fólk hringi inn á hverjum degi, og vilji losa sig við kettina sína. „Ég verð bara því miður að vísa þeim frá sem eru ekki neyðartilvik,“ segir Hanna. Guðbrandur er þrífættur gosflóttaköttur frá Grindavík. Hann býr úti á gangi.Vísir/Sigurjón Í augnablikinu vísi Kattholt á Dýrahjálp, og bendir fólki á að auglýsa sjálft á Facebook. Hverju beinir þú til fólks sem er í þessum hugleiðingum? „Í guðs bænum, örmerkið dýrin ykkar, geldið dýrin ykkar, hættið að styðja kettlingamyllur. Reynum að sýna smá ábyrgð í verki,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Köttur er í hverju búri.Vísir/Sigurjón Dýr Kettir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
„Við erum yfirfull, það eru kettir í hverju rými. Við erum með kött inni á starfsmannasalerni, inni í bílskúr, á matarganginum, bara í hverju einasta rými hjá okkur. Þetta er svolítið svart ástand,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hún segir að tölurnar séu sláandi, hún heyri endalaust af köttum sem þurfi ný heimili. Á hverjum degi dúndrist inn Facebook færslur af köttum í leit að nýjum heimilum, og einnig séu margir kettir og hundar á skrá Dýrahjálpar. Þetta virðist gerast svolítið á sumrin síðustu ár, af hverju? „Já fólk er að fara í sumarfrí, eða flytja eða komið upp ofnæmi á heimilinu eða eitthvað slíkt. Á meðan fólk er í sumarfríum er enginn að ætleiða, þannig er bara venjan,“ segir Hanna. Fólk hringi inn á hverjum degi, og vilji losa sig við kettina sína. „Ég verð bara því miður að vísa þeim frá sem eru ekki neyðartilvik,“ segir Hanna. Guðbrandur er þrífættur gosflóttaköttur frá Grindavík. Hann býr úti á gangi.Vísir/Sigurjón Í augnablikinu vísi Kattholt á Dýrahjálp, og bendir fólki á að auglýsa sjálft á Facebook. Hverju beinir þú til fólks sem er í þessum hugleiðingum? „Í guðs bænum, örmerkið dýrin ykkar, geldið dýrin ykkar, hættið að styðja kettlingamyllur. Reynum að sýna smá ábyrgð í verki,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Köttur er í hverju búri.Vísir/Sigurjón
Dýr Kettir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira