Man United staðfestir komu Yoro og söluna á Greenwood Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2024 19:25 Erik Ten Hag, þjálfari Man United, og nýjasti leikmaður liðsins. Manchester United/Getty Images Manchester United hefur staðfest kaupin á franska varnarmanninum Leny Yoro. Sá var liðsfélagi Hákons Arnars Haraldssonar hjá Lille á síðustu leiktíð en hefur nú fært sig yfir Ermasundið til Man United. Í sömu andrá hefur Man United staðfest brottför Mason Greenwood. Hann hefur verið seldur til franska félagsins Marseille. Hinn 18 ára gamli Yoro hefur vakið mikla athygli undanfarið tímabil og var gríðarlega eftirsóttur í sumar. Talið var að hann myndi ganga í raðir Real Madríd en Evrópu- og Spánarmeistararnir vildu fá hann frítt næsta sumar svo forráðamenn Man United ákváðu að ganga í það að kaupa miðvörðinn. „Að skrifa undir hjá liði af þessari stærðargráðu og með þennan metnað svo snemma á ferli mínum er mikill heiður,“ sagði Yoro við undirskriftina. Hann skrifar undir samning til ársins 2029 með möguleika á árs framlengingu. 🔴 This is home. Bienvenue a Manchester United, @Leny_Yoro! 🙌 #MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2024 Yoro er annar leikmaðurinn sem Man United kaupir í sumar en áður hafði Joshua Zirkzee, framherji frá Hollandi, gengið í raðir félagsins. Framherjinn Greenwood hefur ekki spilað fyrir Man United síðan kærasta ásakaði hann um líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Birti hún myndir og hljóðbrot því til sönnunar. Fallið var frá ákæru eftir að hún dró vitnisburð sinn til baka. Leikmaðurinn var lánaður til Getafe á Spáni á síðustu leiktíð og hefur nú verið seldur til Marseille. Mason Greenwood has completed a permanent transfer to Marseille.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2024 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Í sömu andrá hefur Man United staðfest brottför Mason Greenwood. Hann hefur verið seldur til franska félagsins Marseille. Hinn 18 ára gamli Yoro hefur vakið mikla athygli undanfarið tímabil og var gríðarlega eftirsóttur í sumar. Talið var að hann myndi ganga í raðir Real Madríd en Evrópu- og Spánarmeistararnir vildu fá hann frítt næsta sumar svo forráðamenn Man United ákváðu að ganga í það að kaupa miðvörðinn. „Að skrifa undir hjá liði af þessari stærðargráðu og með þennan metnað svo snemma á ferli mínum er mikill heiður,“ sagði Yoro við undirskriftina. Hann skrifar undir samning til ársins 2029 með möguleika á árs framlengingu. 🔴 This is home. Bienvenue a Manchester United, @Leny_Yoro! 🙌 #MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2024 Yoro er annar leikmaðurinn sem Man United kaupir í sumar en áður hafði Joshua Zirkzee, framherji frá Hollandi, gengið í raðir félagsins. Framherjinn Greenwood hefur ekki spilað fyrir Man United síðan kærasta ásakaði hann um líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Birti hún myndir og hljóðbrot því til sönnunar. Fallið var frá ákæru eftir að hún dró vitnisburð sinn til baka. Leikmaðurinn var lánaður til Getafe á Spáni á síðustu leiktíð og hefur nú verið seldur til Marseille. Mason Greenwood has completed a permanent transfer to Marseille.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2024
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira