Sullivan kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri Philadelphia Union á New England Revolution í MLS-deildinni í fótbolta í nótt.
Sullivan er aðeins fjórtán ára og 293 daga gamall og sló þar með met Freddys Adu sem var fjórtán ára og 306 daga gamall þegar hann spilaði fyrir DC United fyrir tuttugu árum.
Adu óskaði Sullivan til hamingju með að hafa slegið metið sitt á samfélagsmiðlum.
„Það er erfitt að slá þetta met en strákurinn gerði það. Vel gert og gangi þér vel minn maður,“ skrifaði Adu.
Sullivan samdi við Philadelphia Union í maí en hann fer til Manchester City þegar hann verður átján ára.