Tilgangur atvinnurekstrarbanns Lárus Sigurður Lárusson skrifar 17. júlí 2024 15:00 Árið 2022 var samþykkt á Alþingi að breyta lögum um gjaldþrotaskipti á þá leið að lögfesta nýjar relgur um svokallað atvinnurekstrarbann. Í stuttu máli felur það í sér að einstaklingur, sem ekki telst hæfur til að stýra félagi með takmarkaðri ábyrgð vegna skaðlegra og óverjandi viðskiptahátta við stjórnun félags, er með dómi meinað að stjórna félagið með takmarkaðri ábyrgð. Tilgangur þessara nýju lagareglna er fyrst og fremst að sporna við kennitöluflakki eins og skýrt kemur fram í almennum athugasemdum í greinargerð þeirri sem fylgdi lagafrumvarpinu og undirheiti lagafrumvarpsins ber með sér. Í almennum athugasemdum í greinargerð segir að atvinnurekstrarbann sé íþyngjandi úrræði og mikilvægt að því verði ekki beitt nema ástæða sé til, ennfremur að ákvörðun um beitingu úrræðisins verði að byggjast á heildarmati á öllum aðstæðum og þá kemur aukinheldur fram að einungis sé ráðgert að úrræðinu verði beitt í alvarlegri tilvikum. Af þessu er ljóst að lögin beinlínis gera ráð fyrir að atvinnurekstrarbann sé ekki sett á alla þótt skilyrði þess kunni að einhverju leyti að vera til staðar heldur eigi eingöngu að beita því vegna alvarlegri tilvika. Skilyrði laganna eru tiltölulega matskennd og fela í sér vísireglu sem þarf alltaf að túlka og skoða í ljósi þess tilgangs sem bjó að baki lagabreytingunum, sem er jú að sporna við kennitöluflakki. Skilyrðum atvinnurekstrarbanns er þar af leiðandi ekki mætt með því að eitt eða tvö atvik eru til staðar sem nefnd eru í greinargerðinni, það þarf fleira til. Í ljós tilgangs reglanna þá þurfa málsatvik hverju sinni að sýna fram á misnotkun félagaformsins eða kennitöluflakk. Þannig er ekki nóg að viðkomandi hafi áður stýrt félagið sem hefur farið í þrot né heldur það eitt að viðkomandi skuldi skatta. Heildarmatið þarf að sýna ákveðna kerfisbundna hegðun viðkomandi í því að misnota félagaformið. Eitt af því sem líta þarf til, í þessu heildarmati og ætti skipta miklu máli, er afstaða stjórnenda til rekstrarins. Þ.e.a.s. hvort það hafi verið einhver ásetningur til staðar til þess að stunda kennitöluflakk. Um þetta fjölluðu Ása Ólafsdóttir Hæstaréttardómari og Gunnar Atli Gunnarsson lögmaður, nýlega í grein undir heitinu Skilyrði og viðmið atvinnurekstrarbanns, Tímarit Lögfræðinga 1. h. 2024. Þar er jafnframt vísað til þess hvort viðkomandi hafi haft trú á því að hægt væri að koma rekstrinum aftur á réttan kjöl. Ég tek undir með þeim Ásu og Gunnari og tel afar brýnt að dómstólar líti til þessara atriða við túlkun og beitingu reglnanna um atvinnurekstrarbann. Úrræðinu er ætlað ákveðið hlutverk og mikilvægt að reglunum verði ekki beitt án þess samhengis. Langflestir sem stunda atvinnurekstur gera það í góðri trú og reyna sitt best til þess að láta reksturinn ganga upp. Það verður að gæta þess að leggja ekki óþarfa bagga á herðar þeirra sem missa rekstur sinn í þrot, s.s. vegna aðstæðan á mörkuðum eða annara atvika sem hafa ekkert með kennitöluflakk að gera. Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að rekstur gengur ekki upp og þegar halla fara undan fæti þá gefur auga leið að stjórnendur ráða ekki alltaf við allar skuldbindingar. Reglunum um atvinnurekstrarabann var ekki ætlað að bitna á þeim einstaklingum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2022 var samþykkt á Alþingi að breyta lögum um gjaldþrotaskipti á þá leið að lögfesta nýjar relgur um svokallað atvinnurekstrarbann. Í stuttu máli felur það í sér að einstaklingur, sem ekki telst hæfur til að stýra félagi með takmarkaðri ábyrgð vegna skaðlegra og óverjandi viðskiptahátta við stjórnun félags, er með dómi meinað að stjórna félagið með takmarkaðri ábyrgð. Tilgangur þessara nýju lagareglna er fyrst og fremst að sporna við kennitöluflakki eins og skýrt kemur fram í almennum athugasemdum í greinargerð þeirri sem fylgdi lagafrumvarpinu og undirheiti lagafrumvarpsins ber með sér. Í almennum athugasemdum í greinargerð segir að atvinnurekstrarbann sé íþyngjandi úrræði og mikilvægt að því verði ekki beitt nema ástæða sé til, ennfremur að ákvörðun um beitingu úrræðisins verði að byggjast á heildarmati á öllum aðstæðum og þá kemur aukinheldur fram að einungis sé ráðgert að úrræðinu verði beitt í alvarlegri tilvikum. Af þessu er ljóst að lögin beinlínis gera ráð fyrir að atvinnurekstrarbann sé ekki sett á alla þótt skilyrði þess kunni að einhverju leyti að vera til staðar heldur eigi eingöngu að beita því vegna alvarlegri tilvika. Skilyrði laganna eru tiltölulega matskennd og fela í sér vísireglu sem þarf alltaf að túlka og skoða í ljósi þess tilgangs sem bjó að baki lagabreytingunum, sem er jú að sporna við kennitöluflakki. Skilyrðum atvinnurekstrarbanns er þar af leiðandi ekki mætt með því að eitt eða tvö atvik eru til staðar sem nefnd eru í greinargerðinni, það þarf fleira til. Í ljós tilgangs reglanna þá þurfa málsatvik hverju sinni að sýna fram á misnotkun félagaformsins eða kennitöluflakk. Þannig er ekki nóg að viðkomandi hafi áður stýrt félagið sem hefur farið í þrot né heldur það eitt að viðkomandi skuldi skatta. Heildarmatið þarf að sýna ákveðna kerfisbundna hegðun viðkomandi í því að misnota félagaformið. Eitt af því sem líta þarf til, í þessu heildarmati og ætti skipta miklu máli, er afstaða stjórnenda til rekstrarins. Þ.e.a.s. hvort það hafi verið einhver ásetningur til staðar til þess að stunda kennitöluflakk. Um þetta fjölluðu Ása Ólafsdóttir Hæstaréttardómari og Gunnar Atli Gunnarsson lögmaður, nýlega í grein undir heitinu Skilyrði og viðmið atvinnurekstrarbanns, Tímarit Lögfræðinga 1. h. 2024. Þar er jafnframt vísað til þess hvort viðkomandi hafi haft trú á því að hægt væri að koma rekstrinum aftur á réttan kjöl. Ég tek undir með þeim Ásu og Gunnari og tel afar brýnt að dómstólar líti til þessara atriða við túlkun og beitingu reglnanna um atvinnurekstrarbann. Úrræðinu er ætlað ákveðið hlutverk og mikilvægt að reglunum verði ekki beitt án þess samhengis. Langflestir sem stunda atvinnurekstur gera það í góðri trú og reyna sitt best til þess að láta reksturinn ganga upp. Það verður að gæta þess að leggja ekki óþarfa bagga á herðar þeirra sem missa rekstur sinn í þrot, s.s. vegna aðstæðan á mörkuðum eða annara atvika sem hafa ekkert með kennitöluflakk að gera. Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að rekstur gengur ekki upp og þegar halla fara undan fæti þá gefur auga leið að stjórnendur ráða ekki alltaf við allar skuldbindingar. Reglunum um atvinnurekstrarabann var ekki ætlað að bitna á þeim einstaklingum. Höfundur er lögmaður.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun