Guehi er 24 ára gamall miðvörður sem spilaði stórt hlutverk í enska landsliðinu sem fór alla leið í úrslit Evrópumótsins í fótbolta. Mótinu lauk í gær, sunnudag, með sigri Spánverja þar sem Guehi lék allan leikinn fyrir enska liðið.
Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá því að Liverpool hafi áhuga á því að fá varnarmanninn í sínar raðir og að félagið hafi nú þegar hafið viðræður við Crystal Palace um kaup á leikmanninum.
🚨🚨| Marc Guehi is wanted by Liverpool, who have begun negotiations to sign the 24-year-old Crystal Palace defender.
— CentreGoals. (@centregoals) July 15, 2024
[@FabrizioRomano via @GiveMeSport] pic.twitter.com/nUIJPYO4lG
Guehi lék með unglingaliðum Chelsea, en náði aldrei að spila deildarleik fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni. Hann var á láni hjá Swansea tímabilið 2020-2021, en hefur leikið með Crystal Palace síðan.
Alls hefur Guehi leikið 98 deildarleiki fyrir Crystal Palace og 17 leiki fyrir enska landsliðið.