Fótbolti

Elías Rafn verður aðalmarkvörður dönsku meistaranna

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elías Ólafsson hefur verið leikmaður Midtjylland síðan 2021 en var sendur á láni á síðasta tímabili.
Elías Ólafsson hefur verið leikmaður Midtjylland síðan 2021 en var sendur á láni á síðasta tímabili. fcm.dk

Elías Rafn Ólafsson er snúinn aftur til dönsku meistaranna Midtjylland og verður aðalmarkvörður liðsins á næsta tímabili.

Elías var á láni hjá CD Mafra í Portúgal á síðasta tímabili. Hann er nú kominn aftur til Danmerkur og verður fyrsta val í markið hjá dönsku meisturunum.

Hinn 35 ára gamli Jonas Lössl varði markið á síðasta tímabili og framlengdi samning sinn við félagið í gær en skilningur var fyrir því að hann yrði ekki æðstur í goggunarröðinni, samkvæmt Bold.

Ovie Ejeheri mun veita þeim samkeppni sem þriðji markvörður Midtyjlland. Hann er enskur og kemur til félagsins frá Arsenal þar sem hann er uppalinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×