Einhver lágský verða vestast á landinu fram eftir mrgni, og við austurströndina verða þokubakkar á sveimi og verður mun svalara þar sem þeir láta á sér kræla.
Áfram tiltölulega hægur vindur á morgun og skýjað með köflum, en lengst af bjart á Norðurlandi. Dregur úr hitanum víðast hvar, en þó fer hann líklega yfir 20 stig bæði í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu.