Bustarfellsdagurinn í glæsilegum torfbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júlí 2024 12:23 Eyþór Bragi Bragason, umsjónarmaður á Bustarfelli hér með hest og ungan knapa á baki við torfbæinn fallega. Aðsend Það er ótrúlegt en dagsatt en sama ættin hefur búið á bænum Bustarfelli í Vopnafirði frá 1532 eða í 492 ár en í dag er einmitt Bustarfellsdagurinn í einum besta varðveitta torfbæ landsins, sem er fullur af munum fortíðar. Hinn árlegi Bustarfellsdagur er í dag en þá verður fjölbreytt dagskrá í anda gamla tímans í boði fyrir gesti og gangandi. Fyrir þá sem ekki vita þá er Bustarfell fornt höfuból og ein stærsta jörð í Vopnafirði en jörðin hefur verið í sjálfsbúð sömu ættar frá 1532. Á bænum er stór og glæsilegur torfbær, sem hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1943. Eyþór Bragi Bragason, sem er af Bustarfellsættinni er umsjónarmaður staðarins og veit allt um Bustarfellsdaginn. „Hér kemur fólk og sýnir gömul handverk og vinnubrögð og fólk fær að skoða og ganga um og prófa ýmislegt og prófa að taka í verkfærin jafnvel. Þetta er svona fjölskylduskemmtun, sem er svona öðruvísi og þetta er hugsað mikið fyrir ungu kynslóðina að sjá gömlu handverkin,” segir Eyþór Bragi. Hvaða handverk ertu þú aðallega að tala um? „Allskonar, slá með orf og ljá, raka, prjóna og vefstóll og eldusmiður verður á svæðinu. Þetta er hitt og þetta, alveg frá því að þvo með þvottabretti.” Vel verður tekið á móti gestum á Bustarfelli í dag en dagskráin hefst klukkan 14:00 og stendur til klukkan 17:00.Aðsend Eyþór Bragi segir að mjög mikið sé um ferðamenn á Bustarfelli yfir sumartímann og þeir verði alltaf jafn heillaðir af torfbænum og umhverfi hans, svo ekki sé minnst á öllu gömlu flottu munina inn í bænum. Og Eyþór Bragi segist vera stoltur af því að tilheyra sömu ættinni frá 1532, sem hefur búið á Bustarfelli en hann tilheyrir fimmtánda ættliðunum. „Já það er ég en það er búin að vera búskapur hérna stöðugur og það sem gerir þetta svona sérstakt að það er óslitin búskapur frá 1532 og alltaf einhver, sem hefur tekið við og ég er sem sagt fimmtándi ættliðurinn,” segir Eyþór Bragi. Og eru ekki allir náttúrulega velkomnir í dag á Bustarfellsdaginn eða hvað? „Jú að sjálfsögðu, því fleiri því betra. Svo eru líka allskonar dýr líka til að sjá og það er hægt að fara á hestbak og skoða kettlinga, geit og lömb, kálf og fleira, þannig að það er ýmislegt að sjá.” Bustarfell er mjög vinsæll staður hjá ferðamönnum enda margt að sjá þar og gaman að koma.Aðsend Vopnafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Hinn árlegi Bustarfellsdagur er í dag en þá verður fjölbreytt dagskrá í anda gamla tímans í boði fyrir gesti og gangandi. Fyrir þá sem ekki vita þá er Bustarfell fornt höfuból og ein stærsta jörð í Vopnafirði en jörðin hefur verið í sjálfsbúð sömu ættar frá 1532. Á bænum er stór og glæsilegur torfbær, sem hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1943. Eyþór Bragi Bragason, sem er af Bustarfellsættinni er umsjónarmaður staðarins og veit allt um Bustarfellsdaginn. „Hér kemur fólk og sýnir gömul handverk og vinnubrögð og fólk fær að skoða og ganga um og prófa ýmislegt og prófa að taka í verkfærin jafnvel. Þetta er svona fjölskylduskemmtun, sem er svona öðruvísi og þetta er hugsað mikið fyrir ungu kynslóðina að sjá gömlu handverkin,” segir Eyþór Bragi. Hvaða handverk ertu þú aðallega að tala um? „Allskonar, slá með orf og ljá, raka, prjóna og vefstóll og eldusmiður verður á svæðinu. Þetta er hitt og þetta, alveg frá því að þvo með þvottabretti.” Vel verður tekið á móti gestum á Bustarfelli í dag en dagskráin hefst klukkan 14:00 og stendur til klukkan 17:00.Aðsend Eyþór Bragi segir að mjög mikið sé um ferðamenn á Bustarfelli yfir sumartímann og þeir verði alltaf jafn heillaðir af torfbænum og umhverfi hans, svo ekki sé minnst á öllu gömlu flottu munina inn í bænum. Og Eyþór Bragi segist vera stoltur af því að tilheyra sömu ættinni frá 1532, sem hefur búið á Bustarfelli en hann tilheyrir fimmtánda ættliðunum. „Já það er ég en það er búin að vera búskapur hérna stöðugur og það sem gerir þetta svona sérstakt að það er óslitin búskapur frá 1532 og alltaf einhver, sem hefur tekið við og ég er sem sagt fimmtándi ættliðurinn,” segir Eyþór Bragi. Og eru ekki allir náttúrulega velkomnir í dag á Bustarfellsdaginn eða hvað? „Jú að sjálfsögðu, því fleiri því betra. Svo eru líka allskonar dýr líka til að sjá og það er hægt að fara á hestbak og skoða kettlinga, geit og lömb, kálf og fleira, þannig að það er ýmislegt að sjá.” Bustarfell er mjög vinsæll staður hjá ferðamönnum enda margt að sjá þar og gaman að koma.Aðsend
Vopnafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira