Kólumbíski þjálfarinn ósáttur við Shakiru tónleika í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 11:31 Nestor Lorenzo, þjálfari Kólumbíu og stærsta tónlistarstjarn þjóðarinnar, Shakira. Getty/Gilbert Flores&EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Nestor Lorenzo, þjálfari Kólumbíu, bættist í hóp þeirra þjálfara sem hafa gagnrýnt skipulag og umgjörð Suðurameríkukeppninnar sem fer fram í Bandaríkjunum og klárast með úrslitaleik seint í kvöld. Lærisveinar Lorenzo mæta þá Argentínu í úrslitaleiknum á Hard Rock Stadium í Miami. Keppnin fer fram í Bandaríkjunum og eins og við þekkjum vel úr Super Bowl og NFL deildinni þá eru Bandaríkjamenn mjög hrifnir að vera með tónleika í hálfleik á úrslitaleikjum. Svo er einnig nú. Colombia coach Lorenzo upset over extended half-time break for Shakira show https://t.co/Ud0oYIFu8g pic.twitter.com/y4dvhqC4Qd— Reuters (@Reuters) July 14, 2024 Lorenzo er þó allt annað en sáttur með það að hálfleikurinn lengist úr hefðbundnum fimmtán mínútum upp í 25 mínútur vegna tónleikanna. Hann er þó ekki að kvarta yfir skemmtikraftinum sem er kólumbíska söngkonan Shakira. „Ég vona að þið njótið tónleikanna því Shakira er frábær,“ sagði Nestor Lorenzo á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn. „Ég skil þetta samt ekki. Ég vildi óska þess að þetta væri bara eins og í öllum hinum leikjunum á mótinu. Þegar við komum út eftir sextán mínútur þá fáum við refsingu en núna eru tónleikar í gangi og þá er allt í lagi að við komum út eftir tuttugu mínútur,“ sagði Lorenzo. „Leikmenn kólna niður en það verður þannig hjá báðum liðum. Ég var bara að frétta það í dag að þetta yrði svona,“ sagði Lorenzo. Knattspyrnusamband Suður-Ameríku hefur verið duglegt að refsa þjálfurum fyrir of langar hálfleiksræður. 😒 Néstor Lorenzo, DT de Colombia 🇨🇴, se mostró desconcertado ante la noticia de que el entretiempo de la FINAL durará más de lo habitual producto del show de mediotiempo de Shakira🗣️ "Ahora resulta que hay un espectáculo y podemos salir al minuto 20 o 25, con la incidencia que… pic.twitter.com/zv7UiWu6lK— Diario Olé (@DiarioOle) July 14, 2024 Lionel Scaloni (Argentína), Ricardo Gareca (Síle), Marcelo Bielsa (Úrúgvæ) og Fernando Batista (Venesúela) fengu allir eins leiks bann fyrir að skila sínum leikmönnum of seint út á völl eftir hálfleik. Auk þess fengu öll sérsamböndin fimmtán þúsund dollara sekt sem eru um tvær milljónir íslenskra króna. Ein önnur breyting er í úrslitaleiknum. Hingað til í keppninni hefur verið farið beint í vítakeppni ef leikirnir í útsláttarkeppninni enda með jafntefli en í úrslitaleiknum verður framlenging eins og við þekkjum úr Evrópukeppninni. Copa América Kólumbía Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Lærisveinar Lorenzo mæta þá Argentínu í úrslitaleiknum á Hard Rock Stadium í Miami. Keppnin fer fram í Bandaríkjunum og eins og við þekkjum vel úr Super Bowl og NFL deildinni þá eru Bandaríkjamenn mjög hrifnir að vera með tónleika í hálfleik á úrslitaleikjum. Svo er einnig nú. Colombia coach Lorenzo upset over extended half-time break for Shakira show https://t.co/Ud0oYIFu8g pic.twitter.com/y4dvhqC4Qd— Reuters (@Reuters) July 14, 2024 Lorenzo er þó allt annað en sáttur með það að hálfleikurinn lengist úr hefðbundnum fimmtán mínútum upp í 25 mínútur vegna tónleikanna. Hann er þó ekki að kvarta yfir skemmtikraftinum sem er kólumbíska söngkonan Shakira. „Ég vona að þið njótið tónleikanna því Shakira er frábær,“ sagði Nestor Lorenzo á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn. „Ég skil þetta samt ekki. Ég vildi óska þess að þetta væri bara eins og í öllum hinum leikjunum á mótinu. Þegar við komum út eftir sextán mínútur þá fáum við refsingu en núna eru tónleikar í gangi og þá er allt í lagi að við komum út eftir tuttugu mínútur,“ sagði Lorenzo. „Leikmenn kólna niður en það verður þannig hjá báðum liðum. Ég var bara að frétta það í dag að þetta yrði svona,“ sagði Lorenzo. Knattspyrnusamband Suður-Ameríku hefur verið duglegt að refsa þjálfurum fyrir of langar hálfleiksræður. 😒 Néstor Lorenzo, DT de Colombia 🇨🇴, se mostró desconcertado ante la noticia de que el entretiempo de la FINAL durará más de lo habitual producto del show de mediotiempo de Shakira🗣️ "Ahora resulta que hay un espectáculo y podemos salir al minuto 20 o 25, con la incidencia que… pic.twitter.com/zv7UiWu6lK— Diario Olé (@DiarioOle) July 14, 2024 Lionel Scaloni (Argentína), Ricardo Gareca (Síle), Marcelo Bielsa (Úrúgvæ) og Fernando Batista (Venesúela) fengu allir eins leiks bann fyrir að skila sínum leikmönnum of seint út á völl eftir hálfleik. Auk þess fengu öll sérsamböndin fimmtán þúsund dollara sekt sem eru um tvær milljónir íslenskra króna. Ein önnur breyting er í úrslitaleiknum. Hingað til í keppninni hefur verið farið beint í vítakeppni ef leikirnir í útsláttarkeppninni enda með jafntefli en í úrslitaleiknum verður framlenging eins og við þekkjum úr Evrópukeppninni.
Copa América Kólumbía Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira