Luis Suárez hetjan í mögulega síðasta landsleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 09:30 Luis Suarez var tolleraður af liðsfélögum sínum í leikslok. Getty/Grant Halverson Luis Suárez tryggði Úrúgvæ vítakeppni og skoraði síðan úr sínu víti í henni þegar Úrúgvæ vann bronsið í Suðurameríkukeppni landsliða í nótt. Úrúgvæ og Kanada gerðu 2-2 jafntefli í leiknum um þriðja sætið en Úrúgvæ vann vítakeppnina 4-3. Kanadamenn voru 2-1 yfir í uppbótatíma leiksins þegar Suárez jafnaði með sínu 69. landsliðsmarki. Hann er orðinn 37 ára og þetta gæti mögulega verið hans síðasti landsleikur. Með markinu varð hann sá elsti til að skora í keppninni. With a stoppage time goal that sent the game to penalties, Luis Suárez became the oldest player to ever score in Copa América history 👏🇺🇾 pic.twitter.com/6J7YTFIND3— FOX Soccer (@FOXSoccer) July 14, 2024 Rodrigo Bentancur kom Úrúgvæ í 1-0 á 8. mínútu en Ismaël Koné jafnaði fjórtán mínútum síðar. Jonathan David fylgdi eftir skoti Koné og kom Kanada yfir á 80. mínútu og það leit út fyrir að ætla að verða sigurmarkið. Suárez bjargaði hins vegar málunum á annarri mínútu í uppbótatíma og því réðust úrslitin í vítakeppni. Úrúgvæmenn skoruðu úr öllum fjórum vítaspyrnum sínum en Sergio Rochet varði víti frá Ismaël Koné og Alphonso Davies tryggði Úrúgvæ síðan bronsið með því að skjóta í slá úr fjórðu spyrnu Kanada. Federico Valverde, Rodrigo Bentancur, Giorgian de Arrascaeta og Luis Suárez skoruðu úr vítunum en Kanadamennirnir Jonathan David, Moïse Bombito og Mathieu Choinière nýttu sínar spyrnur. Þetta er í tíunda skiptið sem Úrúgvæ vinnur bronsið í Copa America og í 31. skiptið sem Úrúgvæjar vinna til verðlauna í keppninni. Úrúgvæ hafði samt ekki komust á verðlaunapall í þrettán ár eða síðan þeir unnu keppnina 2011. Úrúgvæ hefur alls unnið Suðurameríkukeppnina fimmtán sinnum eða jafnoft og Argentína. Argentína mætir Kólumbíu í úrslitaleiknum seint í kvöld og bætir því metið með sigri. Luis Suárez, leyenda viva de nuestro fútbol 🥹 pic.twitter.com/qqz9pJBxy2— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) July 14, 2024 Copa América Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Úrúgvæ og Kanada gerðu 2-2 jafntefli í leiknum um þriðja sætið en Úrúgvæ vann vítakeppnina 4-3. Kanadamenn voru 2-1 yfir í uppbótatíma leiksins þegar Suárez jafnaði með sínu 69. landsliðsmarki. Hann er orðinn 37 ára og þetta gæti mögulega verið hans síðasti landsleikur. Með markinu varð hann sá elsti til að skora í keppninni. With a stoppage time goal that sent the game to penalties, Luis Suárez became the oldest player to ever score in Copa América history 👏🇺🇾 pic.twitter.com/6J7YTFIND3— FOX Soccer (@FOXSoccer) July 14, 2024 Rodrigo Bentancur kom Úrúgvæ í 1-0 á 8. mínútu en Ismaël Koné jafnaði fjórtán mínútum síðar. Jonathan David fylgdi eftir skoti Koné og kom Kanada yfir á 80. mínútu og það leit út fyrir að ætla að verða sigurmarkið. Suárez bjargaði hins vegar málunum á annarri mínútu í uppbótatíma og því réðust úrslitin í vítakeppni. Úrúgvæmenn skoruðu úr öllum fjórum vítaspyrnum sínum en Sergio Rochet varði víti frá Ismaël Koné og Alphonso Davies tryggði Úrúgvæ síðan bronsið með því að skjóta í slá úr fjórðu spyrnu Kanada. Federico Valverde, Rodrigo Bentancur, Giorgian de Arrascaeta og Luis Suárez skoruðu úr vítunum en Kanadamennirnir Jonathan David, Moïse Bombito og Mathieu Choinière nýttu sínar spyrnur. Þetta er í tíunda skiptið sem Úrúgvæ vinnur bronsið í Copa America og í 31. skiptið sem Úrúgvæjar vinna til verðlauna í keppninni. Úrúgvæ hafði samt ekki komust á verðlaunapall í þrettán ár eða síðan þeir unnu keppnina 2011. Úrúgvæ hefur alls unnið Suðurameríkukeppnina fimmtán sinnum eða jafnoft og Argentína. Argentína mætir Kólumbíu í úrslitaleiknum seint í kvöld og bætir því metið með sigri. Luis Suárez, leyenda viva de nuestro fútbol 🥹 pic.twitter.com/qqz9pJBxy2— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) July 14, 2024
Copa América Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki