Golf

Ís­lenska karlalandsliðið í golfi í deild þeirra bestu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið í golfi talið frá vinstri: Þorsteinn Hallgrímsson (þjálfari), Dagbjartur Sigurbrandsson, Gunnlaugur Árni Sveinsson, Tómas Eiríksson Hjaltested, Daníel Ísak Steinarsson, Aron Emil Gunnarsson, Logi Sigurðsson og Bjarni Már Ólafsson (sjúkraþjálfari).
Íslenska karlalandsliðið í golfi talið frá vinstri: Þorsteinn Hallgrímsson (þjálfari), Dagbjartur Sigurbrandsson, Gunnlaugur Árni Sveinsson, Tómas Eiríksson Hjaltested, Daníel Ísak Steinarsson, Aron Emil Gunnarsson, Logi Sigurðsson og Bjarni Már Ólafsson (sjúkraþjálfari).

Karlalið Íslands tryggði sér sæti í efstu deild Evrópumótsins í golfi með glæsilegum sigri gegn Belgíu.

Belgía, Króatía, Tékkland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Litháen, Pólland, Slóvakía og Slóvenía léku í 2. deild, alls tíu þjóðir.

Fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur, þar sem að Ísland endaði í fjórða sæti.

Ísland sigraði lið Ungverja 3-2 í fyrstu umferð og svo Belgíu 4.5,-2,5 í undanúrslitum.

Ísland mætir Tékkum í úrslitaleiknum í dag en bæði lið eru komin upp í efstu deild.

Þeir sem náðu í stig í Belgíuleiknum voru þeir Tómas Eiríksson Hjaltested og Logi Sigurðsson (1), Daníel Ísak Steinarsson (1), Gunnlaugur Árni Sveinsson (1) og Dagbjartur Sigurbrandsson (1) og Tómas Eiríksson Hjaltested (0,5). Aron Emil Gunnarsson tapaði sínum leik og það gerðu líka Dagbjartur og Gunnlaugur Árni þegar þeir léku saman.

Þorsteinn Hallgrímsson er þjálfari íslenska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×