Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. júlí 2024 15:51 Sigurður G. Guðjónsson við störf. Hann minnir á að samningurinn um hið evrópska efnahagssvæði hafi tryggt lögaðilum innan sambandsins frelsi til að eiga í viðskiptum við Íslendinga. Vísir/Vilhelm Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér. Þetta segir Sigurður í nýlegri færslu á Facebook. Þar gagnrýnir hann málflutning Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hann viðhafði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Lárus telur það ólögmætt þegar Íslendingar kjósa að spila og veðja hjá erlendum veðmálafyrirtækjum á netinu, og kallar eftir banni við slíku athæfi. Áfengisbannið hafi ekki skilað árangri „Forsetinn, sem stýrir hluta æskulýðs- og íþróttastarfsemi landsins virðist því, eins og æskulýðsforingjar í upphafi síðustu aldar, telja að bann leysi allan vanda,“ segir Sigurður. Hann rifjar upp áfengisbannið sem lagt var á landið árið 1909. „Bannlögin frá 1909 náðu ekki tilætluðum árangri því hluti þjóðarinnar vildi sína áfengisvímu og átti örugglega við vímuefnavanda að etja,“ segir Sigurður. „Forsetinn ætti að vita verandi lögfræðingur að samningurinn um hið evrópska efnahagssvæði, færði einstaklingum og lögaðilum frelsi í viðskiptum innan Evrópusambandsins og einstaklingum og lögaðilum innan þess var tryggt frelsi til að eiga viðskipti við Íslendinga,“ segir Sigurður. Ríkið gæti haft af þessu fé Fyrirtæki sem hafi leyfi til veðmálastarfsemi innan Evrópusambandsins megi eiga í viðskiptum við einstakling á Íslandi án sérstaks leyfis stjórnvalda hér á landi. Þau geti hins vegar ekki opnað útibú hér eða auglýst starfsemina í íslenskum fjölmiðlum. Staðan sé svipuð og hefur verið með áfengisverslun á netinu og áfengisauglýsingar. Erlend netverslun með áfengi verði ekki bönnuð, og áfengisauglýsingar séu bannaðar í innlendum fjölmiðlum, en berist hingað í erlendum blöðum og fjölmiðlum. Í samtali við mbl segir Sigurður að miklu nær væri að hafa þessa starfsemi bara ofanjarðar. Ríkið geti eflaust fundið einhverjar leiðir til að ná af þessu fé. Fjárhættuspil Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Þetta segir Sigurður í nýlegri færslu á Facebook. Þar gagnrýnir hann málflutning Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hann viðhafði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Lárus telur það ólögmætt þegar Íslendingar kjósa að spila og veðja hjá erlendum veðmálafyrirtækjum á netinu, og kallar eftir banni við slíku athæfi. Áfengisbannið hafi ekki skilað árangri „Forsetinn, sem stýrir hluta æskulýðs- og íþróttastarfsemi landsins virðist því, eins og æskulýðsforingjar í upphafi síðustu aldar, telja að bann leysi allan vanda,“ segir Sigurður. Hann rifjar upp áfengisbannið sem lagt var á landið árið 1909. „Bannlögin frá 1909 náðu ekki tilætluðum árangri því hluti þjóðarinnar vildi sína áfengisvímu og átti örugglega við vímuefnavanda að etja,“ segir Sigurður. „Forsetinn ætti að vita verandi lögfræðingur að samningurinn um hið evrópska efnahagssvæði, færði einstaklingum og lögaðilum frelsi í viðskiptum innan Evrópusambandsins og einstaklingum og lögaðilum innan þess var tryggt frelsi til að eiga viðskipti við Íslendinga,“ segir Sigurður. Ríkið gæti haft af þessu fé Fyrirtæki sem hafi leyfi til veðmálastarfsemi innan Evrópusambandsins megi eiga í viðskiptum við einstakling á Íslandi án sérstaks leyfis stjórnvalda hér á landi. Þau geti hins vegar ekki opnað útibú hér eða auglýst starfsemina í íslenskum fjölmiðlum. Staðan sé svipuð og hefur verið með áfengisverslun á netinu og áfengisauglýsingar. Erlend netverslun með áfengi verði ekki bönnuð, og áfengisauglýsingar séu bannaðar í innlendum fjölmiðlum, en berist hingað í erlendum blöðum og fjölmiðlum. Í samtali við mbl segir Sigurður að miklu nær væri að hafa þessa starfsemi bara ofanjarðar. Ríkið geti eflaust fundið einhverjar leiðir til að ná af þessu fé.
Fjárhættuspil Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira