Bielsa bauð upp á rosalegan reiðilestur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 09:31 Marcelo Bielsa, þjálfari Úrúgvæ, mætti á blaðamannafund fyrir leikinn um þriðja sæti í Copa America og aus úr skálum reiði sinnar. Getty/Omar Vega Marcelo Bielsa, þjálfari Úrúgvæ, kom leikmönnum sínum til varnar á skrautlegum blaðamannafundi í gær. Bielsa ræddi þarna hegðun leikmanna landsliðs Úrúgvæ sem tóku þátt í stúkuslagsmálunum við stuðningsmenn Kólumbíu eftir tapið á móti Kólumbíu í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar. Auk þessa aus Bielsa úr skálum reiði sinnar þegar kom að Knattspyrnusambandi Suður Ameríku, CONMEBOL, og skipulagi keppninnar í ár en hún var spiluð í Bandaríkjunum. Öryggismál og grasvellirnir fengu vænan skammt af gagnrýni frá fyrrum stjóra Leeds United. Blaðamannafundurinn var haldinn fyrir leik Úrúgvæ og Kanada um þriðja sætið á mótinu. Komu fjölskyldum sínum til bjargar Liverpool leikmaðurinn Darwin Núnez var sá sem gekk lengst í stúkuslagsmálunum en fleiri leikmenn ruku líka upp í stúku. José María Giménez, fyrirliði liðsins, talaði um það að leikmennirnir hefðu í raun verið að koma fjölskyldum sínum til bjargar. Honum var mikið niðri fyrir í viðtalinu eftir leikinn og augljóslega brugðið. Knattspyrnusamband Suður Ameríku hefur þegar hafið rannsókn á atvikinu. Við það bætist að leikmönnum Úrúgvæ og Kólumbíu lenti saman eftir lokaflautið. Það er hætta á því að leikmenn verði dæmdir í bann og knattspyrnusamböndin fái stórar sektir. Bielsa's reaction to the question about possible sanctions for players for the bawl at the end of the game ¨Sanctions should be imposed on those who did not prevent this from happening. The players had no choice¨ 🤬Follow me for more football videos with english subtitles! 🥰 pic.twitter.com/H3k8qnKDEq— Juani Jimena (@JimenaJuani) July 12, 2024 „Þegar ég fer að tala um þetta þá verð ég líka að hugsa um þær hótanir sem ég mun fá. Það eina sem ég get í raun sagt er að allir hefðu gert það sama í sömu aðstæðum,“ sagði Bielsa. Hvað hefðu þið gert? „Þið verðið að horfa á hvað var að gerast. Þeir voru að ráðast á kærustur þeirra, mæður þeirra, á lítið barn, eiginkonur þeirra. Hvað hefðu þið gert?“ spurði Bielsa. Marcelo Bielsa fór hamförum á fundinum og það fengu margir stóran skammt af harðri gagnrýni.Getty/Omar Vega Bielsa var líka ósáttur með einhliða umfjöllun um þátt sinna leikmanna í atvikinu. Hann sagði að leikmennirnir ættu í raun skilið að fá afsökunarbeiðni og skaut um leið á öryggisgæsluna. „Við eigum að vera í Bandaríkjunum, þjóð öryggisins. Ef það er einhver sem ætti að fá sekt þá væru það þeir sem áttu að tryggja öryggi fólks inn á vellinum,“ sagði Bielsa. Fólk frá Úrúgvæ í miklum minnihluta „Þessi leikur fór fram á leikvangi þar sem fólk frá Úrúgvæ var í miklum minnihluta. Flest þeirra voru fjölskyldur og það er ljóst að það var ófullnægjandi öryggisgæsla á staðnum. Ef við horfum á þessar staðreyndir þá var hegðun leikmanna minna óhjákvæmileg og náttúruleg,“ sagði Bielsa sem sagðist þó vera alltaf á móti öllu ofbeldi. Bielsa gekk líka mjög langt í því að gagnrýna CONMEBOL og bandaríska knattspyrnusambandið fyrir umgjörð keppninnar ekki síst vegna lélegrar öryggisgæslu og slæms ástand leikvallanna sem eru vanalega notaðir af NFL-liðum. Grasvellirnir voru oft á tíðum lagðir nokkrum dögum fyrir leikina og vellirnir því mjög lausir í sér. Landsliðsþjálfari Argentínu gagnrýndi það einu sinni en Bielsa vildi meina að það væri þaggað niðri í alla gagnrýni á allt slíkt. Bielsa kallaði skipuleggjendurna lygara og fór mikinn eins og sjá má brot af hér fyrir neðan. Marcelo Bielsa angry against Conmebol: They are a plague of liars!!! 🤬😡I will always be on the Marcelo Bielsa side of the world 💪💪💪Follow me for more football videos with English Subtitles!! pic.twitter.com/2Tp0shVPLr— Juani Jimena (@JimenaJuani) July 12, 2024 Copa América Úrúgvæ Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Bielsa ræddi þarna hegðun leikmanna landsliðs Úrúgvæ sem tóku þátt í stúkuslagsmálunum við stuðningsmenn Kólumbíu eftir tapið á móti Kólumbíu í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar. Auk þessa aus Bielsa úr skálum reiði sinnar þegar kom að Knattspyrnusambandi Suður Ameríku, CONMEBOL, og skipulagi keppninnar í ár en hún var spiluð í Bandaríkjunum. Öryggismál og grasvellirnir fengu vænan skammt af gagnrýni frá fyrrum stjóra Leeds United. Blaðamannafundurinn var haldinn fyrir leik Úrúgvæ og Kanada um þriðja sætið á mótinu. Komu fjölskyldum sínum til bjargar Liverpool leikmaðurinn Darwin Núnez var sá sem gekk lengst í stúkuslagsmálunum en fleiri leikmenn ruku líka upp í stúku. José María Giménez, fyrirliði liðsins, talaði um það að leikmennirnir hefðu í raun verið að koma fjölskyldum sínum til bjargar. Honum var mikið niðri fyrir í viðtalinu eftir leikinn og augljóslega brugðið. Knattspyrnusamband Suður Ameríku hefur þegar hafið rannsókn á atvikinu. Við það bætist að leikmönnum Úrúgvæ og Kólumbíu lenti saman eftir lokaflautið. Það er hætta á því að leikmenn verði dæmdir í bann og knattspyrnusamböndin fái stórar sektir. Bielsa's reaction to the question about possible sanctions for players for the bawl at the end of the game ¨Sanctions should be imposed on those who did not prevent this from happening. The players had no choice¨ 🤬Follow me for more football videos with english subtitles! 🥰 pic.twitter.com/H3k8qnKDEq— Juani Jimena (@JimenaJuani) July 12, 2024 „Þegar ég fer að tala um þetta þá verð ég líka að hugsa um þær hótanir sem ég mun fá. Það eina sem ég get í raun sagt er að allir hefðu gert það sama í sömu aðstæðum,“ sagði Bielsa. Hvað hefðu þið gert? „Þið verðið að horfa á hvað var að gerast. Þeir voru að ráðast á kærustur þeirra, mæður þeirra, á lítið barn, eiginkonur þeirra. Hvað hefðu þið gert?“ spurði Bielsa. Marcelo Bielsa fór hamförum á fundinum og það fengu margir stóran skammt af harðri gagnrýni.Getty/Omar Vega Bielsa var líka ósáttur með einhliða umfjöllun um þátt sinna leikmanna í atvikinu. Hann sagði að leikmennirnir ættu í raun skilið að fá afsökunarbeiðni og skaut um leið á öryggisgæsluna. „Við eigum að vera í Bandaríkjunum, þjóð öryggisins. Ef það er einhver sem ætti að fá sekt þá væru það þeir sem áttu að tryggja öryggi fólks inn á vellinum,“ sagði Bielsa. Fólk frá Úrúgvæ í miklum minnihluta „Þessi leikur fór fram á leikvangi þar sem fólk frá Úrúgvæ var í miklum minnihluta. Flest þeirra voru fjölskyldur og það er ljóst að það var ófullnægjandi öryggisgæsla á staðnum. Ef við horfum á þessar staðreyndir þá var hegðun leikmanna minna óhjákvæmileg og náttúruleg,“ sagði Bielsa sem sagðist þó vera alltaf á móti öllu ofbeldi. Bielsa gekk líka mjög langt í því að gagnrýna CONMEBOL og bandaríska knattspyrnusambandið fyrir umgjörð keppninnar ekki síst vegna lélegrar öryggisgæslu og slæms ástand leikvallanna sem eru vanalega notaðir af NFL-liðum. Grasvellirnir voru oft á tíðum lagðir nokkrum dögum fyrir leikina og vellirnir því mjög lausir í sér. Landsliðsþjálfari Argentínu gagnrýndi það einu sinni en Bielsa vildi meina að það væri þaggað niðri í alla gagnrýni á allt slíkt. Bielsa kallaði skipuleggjendurna lygara og fór mikinn eins og sjá má brot af hér fyrir neðan. Marcelo Bielsa angry against Conmebol: They are a plague of liars!!! 🤬😡I will always be on the Marcelo Bielsa side of the world 💪💪💪Follow me for more football videos with English Subtitles!! pic.twitter.com/2Tp0shVPLr— Juani Jimena (@JimenaJuani) July 12, 2024
Copa América Úrúgvæ Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira