Íslensk stökkbreyting þrefaldar áhættu á skjaldkirtilssjúkdómi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 18:48 Kári Stefánsson forstjóri ÍE, og síðasti höfundur á greininni, með Sædísi Sævarsdóttur, fyrsta höfundi á greininni. Íslensk Erfðagreining Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra hafa fundið erfðabreytileika í LAG-3 geninu sem meira en þrefaldar áhættuna á því að fá sjálfsónæmissjúkdóm í skjaldkirtil. Tveir erfðabreytileikar fundust sem auka áhættuna mest, og finnast þeir bara á Íslandi og í Finnlandi. Sjálfsónæmi í skjaldkirtli er algengasti sjálfsónæmissjúkdómurinn, en fimm prósent fólks fær hann einhvern tímann á lífsleiðinni. Sjúkdómurinn lýsir sér oftast í vanvirkum skjaldkirtli en stundum í ofvirkum skjaldkirtli, og leiðir gjarnan til ævilangrar meðferðar með skjaldkirtilshormóni. Skoðuðu gögn frá Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Finnlandi Í rannsókninni voru afgerðargögn skoðuð frá ÍE, Bandaríkjunum, Finnlandi og Bretlandi. Rúmlega 110 þúsund einstaklingar með skjaldkirtilssjúkdóm voru bornir saman við 1,1 milljón einstaklinga án hans. Alls fundust 290 erfðabreytileikar sem tengjast sjúkdómnum, þar af 115 sem ekki var vitað af áður. Tveir þessara erfðabreytileika auka áhættuna mest, en þeir finnast bara í Finnlandi og á Íslandi. Í frétt ÍE segir að fundurinn sýni styrk þess að rannsaka þjóðir sem hafa áður verið einangraðar, til að finna sjaldgæfa erfðabreytileika sem tengjast mikilli sjúkdómshættu. Erfðabreytileikarnir tveir eru í geninu sem tjáir LAG-3 viðtakann sem er lífmark eins af þeim lyfjum sem ræsa ónæmiskerfið gegn krabbameini, svokölluðum varðstöðvahemlum. Íslenski erfðabreytileikinn meira en þrefaldar áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli Þeir sem eru með þennan íslenska erfðabreytileika eru með helmingi lægri styrk af LAG-3 próteininu í blóði samanborið við þá sem ekki hafa hann. Þannig þrefaldar hann áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli, en hann býr til nýjan startkóða fyrir próteintjáningu, og leiðir til minni getu til að tjá LAG-3 genið í ónæmisfrumum. Erfðabreytileikinn hefur þannig sambærileg áhrif og aukaverkanir ýmissa lyfja eins og krabbameinslyfja, sem hemja LAG-3 viðtakann. Skjaldkirtill er lítill kirtill sem er staðsettur neðarlega í framanverðum hálsi. Hann er innkirtill og seytir hormónum beint í blóðrásina.Getty Þrír einstaklingar fundust sem reyndust vera arfhreinir fyrir erfðabreytileikann, og allir voru þeir með sjálfsónæmi í skjaldkirtli. Einn þeirra var einnig með tvo aðra sjálfónæmissjúkdóma, vitiligo og týpu 1 sykursýki. Erfðabreytileikinn reyndist einnig fimmfalda áhættuna á vitiligo. Vanvirkur skjaldkirtill og Vitiligo eru þekktar aukaverkanir ýmissa lyfja, sem hemja LAG-3 genið. Um 500 Íslendingar með erfðabreytileikann Sædís Sævarsdóttir, fyrsti höfundur greinarinnar, segir að tíðni erfðabreytileikans sé um 0,13 prósent, og því beri hann um 500 Íslendingar. Hún segir að fundurinn gæti hjálpað til við að þróa lyfjameðferð. „Þessi stökkbreyting er í raun að hafa svipuð áhrif og aukaverkanir af krabbameinslyfjum sem kallast checkpoint inhibitors. Þessi fundur er kannski frekar að benda okkur á meðferðarleiðir frekar en eitthvað til að skima fyrir eða svoleiðis,“ segir Sædís. Dæmi séu um aðra varðstöðvarhemla þar sem lyf í gigtarlækningum virkja þá, en lyf í krabbameinslækningum hemja þá. Nú séu lyfjarannsóknir í gangi sem að í raun og veru virkja þetta LAG-3 prótín sem stökkbreytingin er í, og virkja þannig öfugt við krabbameinslyfin sem hemja það. Sjá nánar í tilkynningu ÍE. Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Sjálfsónæmi í skjaldkirtli er algengasti sjálfsónæmissjúkdómurinn, en fimm prósent fólks fær hann einhvern tímann á lífsleiðinni. Sjúkdómurinn lýsir sér oftast í vanvirkum skjaldkirtli en stundum í ofvirkum skjaldkirtli, og leiðir gjarnan til ævilangrar meðferðar með skjaldkirtilshormóni. Skoðuðu gögn frá Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Finnlandi Í rannsókninni voru afgerðargögn skoðuð frá ÍE, Bandaríkjunum, Finnlandi og Bretlandi. Rúmlega 110 þúsund einstaklingar með skjaldkirtilssjúkdóm voru bornir saman við 1,1 milljón einstaklinga án hans. Alls fundust 290 erfðabreytileikar sem tengjast sjúkdómnum, þar af 115 sem ekki var vitað af áður. Tveir þessara erfðabreytileika auka áhættuna mest, en þeir finnast bara í Finnlandi og á Íslandi. Í frétt ÍE segir að fundurinn sýni styrk þess að rannsaka þjóðir sem hafa áður verið einangraðar, til að finna sjaldgæfa erfðabreytileika sem tengjast mikilli sjúkdómshættu. Erfðabreytileikarnir tveir eru í geninu sem tjáir LAG-3 viðtakann sem er lífmark eins af þeim lyfjum sem ræsa ónæmiskerfið gegn krabbameini, svokölluðum varðstöðvahemlum. Íslenski erfðabreytileikinn meira en þrefaldar áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli Þeir sem eru með þennan íslenska erfðabreytileika eru með helmingi lægri styrk af LAG-3 próteininu í blóði samanborið við þá sem ekki hafa hann. Þannig þrefaldar hann áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli, en hann býr til nýjan startkóða fyrir próteintjáningu, og leiðir til minni getu til að tjá LAG-3 genið í ónæmisfrumum. Erfðabreytileikinn hefur þannig sambærileg áhrif og aukaverkanir ýmissa lyfja eins og krabbameinslyfja, sem hemja LAG-3 viðtakann. Skjaldkirtill er lítill kirtill sem er staðsettur neðarlega í framanverðum hálsi. Hann er innkirtill og seytir hormónum beint í blóðrásina.Getty Þrír einstaklingar fundust sem reyndust vera arfhreinir fyrir erfðabreytileikann, og allir voru þeir með sjálfsónæmi í skjaldkirtli. Einn þeirra var einnig með tvo aðra sjálfónæmissjúkdóma, vitiligo og týpu 1 sykursýki. Erfðabreytileikinn reyndist einnig fimmfalda áhættuna á vitiligo. Vanvirkur skjaldkirtill og Vitiligo eru þekktar aukaverkanir ýmissa lyfja, sem hemja LAG-3 genið. Um 500 Íslendingar með erfðabreytileikann Sædís Sævarsdóttir, fyrsti höfundur greinarinnar, segir að tíðni erfðabreytileikans sé um 0,13 prósent, og því beri hann um 500 Íslendingar. Hún segir að fundurinn gæti hjálpað til við að þróa lyfjameðferð. „Þessi stökkbreyting er í raun að hafa svipuð áhrif og aukaverkanir af krabbameinslyfjum sem kallast checkpoint inhibitors. Þessi fundur er kannski frekar að benda okkur á meðferðarleiðir frekar en eitthvað til að skima fyrir eða svoleiðis,“ segir Sædís. Dæmi séu um aðra varðstöðvarhemla þar sem lyf í gigtarlækningum virkja þá, en lyf í krabbameinslækningum hemja þá. Nú séu lyfjarannsóknir í gangi sem að í raun og veru virkja þetta LAG-3 prótín sem stökkbreytingin er í, og virkja þannig öfugt við krabbameinslyfin sem hemja það. Sjá nánar í tilkynningu ÍE.
Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent