„Hefðum átt að fá allavega eitt víti í viðbót“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júlí 2024 23:00 Chris Shields klúðraði einu víti og vildi fá annað. vísir / pawel Chris Shields fyrirliði Linfield var að vonum svekktur eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Emil Atlason skoraði fyrra mark Stjörnunnar og seinna var sjálfsmark eftir undirbúning Emils. Shields ræddi við blaðamenn eftir leik og sagði liðið vel geta snúið blaðinu við í seinni hálfleik. Aðspurður um hvað skildi liðin að í kvöld sagði hann: „Það eru bara þessi litlu atriði sem við höfum séð oft áður í Evrópuleikjum. Þetta var jafn leikur í upphafi en svo skorar framherjinn þeirra beint úr aukaspyrnu og það setur okkur vonda stöðu. Síðan klikkum við á vítalínunni og það tekur dálítið orkuna úr okkur. Síðan fer boltinn af okkar manni í öðru markinu. Þannig þetta eru bara þessi litlu atriði sem ráða úrslitum. Hefur fulla trú fyrir seinni leikinn Fyrirliðinn virtist ekki í vafa um það að liðið gæti snúið einvíginu sér í vil í seinni leiknum. „Við verðum að hafa trú á því. Við höfum spilað mikið af leikjum í Evrópukeppnum og vitum að eitt mark breytir viðureignunum mikið og það hlýtur að vera okkar plan í næsta leik að skora fyrsta markið.“ sagði Shields og sagði svo Stjörnuna ekki hafa komið þeim á óvart. „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel. Stjarnan er gott lið og ég hef áður spilað Evrópuleik á Íslandi. Því þekki ég vel hvernig deildin er og skipulagið á íslenskum fótbolta. Það kom okkur því ekkert á óvart. Þeir voru rólegir, yfirvegaðir og spila góðan fótbolta. Það var bara undir okkur komið að mæta þeim en við gerðum það ekki.“ Eitt víti ekki nóg Linfield fékk víti eftir 27 mínútna leik og var það umtalaður Shields sem skot boltanum bylmingsfast í slánna. Þeir gerðu tilkall til tveggja víta í viðbót og höfðu líklega eitthvað fyrir sér miðað við endursýningar. „Mér fannst allavega annað atvikið vera víti. Ég skil að það er erfitt fyrir dómarann að gefa víti sérstaklega þegar hann er búinn að gefa eitt slíkt. Það er ekkert VAR þannig ég hef skilning á því að þetta er erfitt fyrir dómarann. Hefðum líklega átt að fá allavega eitt víti í viðbót en fengum ekki og verðum bara að halda áfram.“ sagði fyrirliðinn. Engar afsakanir Linfield eru á sínu undirbúningstímabili þar sem norður-írska deildin er ekki hafin á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Shields vildi ekki vera að nota það sem afsökun fyrir frammistöðunni í dag. „Við fengum mikinn tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Hefur verið svona síðustu ár líka og við viljum ekkert vera að nota það sem afsökun. Það sást í lokin að við gátum alveg hlaupið með þeim þannig við getum ekki talað um að við séum í verra formi en þeir.“ sagði Shields og bætti við að lokum: „Við þekkjum þetta frá okkar heimalandi, vind, rigningu og gervigras. Viljum ekki nota þetta sem afsökun.“ Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Shields ræddi við blaðamenn eftir leik og sagði liðið vel geta snúið blaðinu við í seinni hálfleik. Aðspurður um hvað skildi liðin að í kvöld sagði hann: „Það eru bara þessi litlu atriði sem við höfum séð oft áður í Evrópuleikjum. Þetta var jafn leikur í upphafi en svo skorar framherjinn þeirra beint úr aukaspyrnu og það setur okkur vonda stöðu. Síðan klikkum við á vítalínunni og það tekur dálítið orkuna úr okkur. Síðan fer boltinn af okkar manni í öðru markinu. Þannig þetta eru bara þessi litlu atriði sem ráða úrslitum. Hefur fulla trú fyrir seinni leikinn Fyrirliðinn virtist ekki í vafa um það að liðið gæti snúið einvíginu sér í vil í seinni leiknum. „Við verðum að hafa trú á því. Við höfum spilað mikið af leikjum í Evrópukeppnum og vitum að eitt mark breytir viðureignunum mikið og það hlýtur að vera okkar plan í næsta leik að skora fyrsta markið.“ sagði Shields og sagði svo Stjörnuna ekki hafa komið þeim á óvart. „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel. Stjarnan er gott lið og ég hef áður spilað Evrópuleik á Íslandi. Því þekki ég vel hvernig deildin er og skipulagið á íslenskum fótbolta. Það kom okkur því ekkert á óvart. Þeir voru rólegir, yfirvegaðir og spila góðan fótbolta. Það var bara undir okkur komið að mæta þeim en við gerðum það ekki.“ Eitt víti ekki nóg Linfield fékk víti eftir 27 mínútna leik og var það umtalaður Shields sem skot boltanum bylmingsfast í slánna. Þeir gerðu tilkall til tveggja víta í viðbót og höfðu líklega eitthvað fyrir sér miðað við endursýningar. „Mér fannst allavega annað atvikið vera víti. Ég skil að það er erfitt fyrir dómarann að gefa víti sérstaklega þegar hann er búinn að gefa eitt slíkt. Það er ekkert VAR þannig ég hef skilning á því að þetta er erfitt fyrir dómarann. Hefðum líklega átt að fá allavega eitt víti í viðbót en fengum ekki og verðum bara að halda áfram.“ sagði fyrirliðinn. Engar afsakanir Linfield eru á sínu undirbúningstímabili þar sem norður-írska deildin er ekki hafin á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Shields vildi ekki vera að nota það sem afsökun fyrir frammistöðunni í dag. „Við fengum mikinn tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Hefur verið svona síðustu ár líka og við viljum ekkert vera að nota það sem afsökun. Það sást í lokin að við gátum alveg hlaupið með þeim þannig við getum ekki talað um að við séum í verra formi en þeir.“ sagði Shields og bætti við að lokum: „Við þekkjum þetta frá okkar heimalandi, vind, rigningu og gervigras. Viljum ekki nota þetta sem afsökun.“
Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira