„Nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júlí 2024 11:55 Daníel segir ferðamenn veigra sér við því að koma til landsins vegna þjónustu leigubílstjóra sem fari versnandi. Vísir/Vilhelm Formaður bifreiðarstjórafélagsins segir að leigubílstjórar svindli á erlendum ferðamönnum í auknu mæli eftir að ný leigubifreiðalög tóku gildi í apríl á síðasta ári. Þetta hafi slæm áhrif á ásýnd landsins í augum ferðamanna sem veigra sér við að koma til landsins. Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, varar við því að slæmt orðspor leigubílstjóra hér á landi sé farið að spyrjast út út fyrir landsteinanna og segir að erlendir ferðamenn hugsi sig nú tvisvar um áður en þeir koma til landsins vegna fjölda skrifaðra umsagna um þjónustuna á vinsælum ferðamannavefsíðum. Morgunblaðið greindi fyrst frá. „Við skynjum það. Vegna þess að ferðamenn eru fjalla um það að þeim hafi verið sagt að vara sig, vara sig á því hvernig þeir velja leigubíl. Þannig berst þetta til okkar en þetta skaðar alveg örugglega ferðaþjónustuna, það er vitað mál.“ Líklegri til að svindla á ferðamönnum en Íslendingum Fréttastofa kannaði málið og las tugi umsagna frá erlendum ferðamönnum um leigubifreiðar hér á landi. Flestar þeirra voru jákvæðar en þó fundust einnig þó nokkrar umsagnir þar sem leigubifreiðaþjónusta á Íslandi var gagnrýnd fyrir seinagang, skort á öryggi og þó nokkru sinnum sökuðu farþegar bílstjóra um að rukka sig tvöfalt fyrir ferð frá flugvellinum til Reykjavíkur. Daníel segir leigubílstjóra líklegri til að svindla á erlendum ferðamönnum en Íslendingum. „Íslendingar segja okkur líka frá því sem er misjafnt en það kemur mest frá Íslendingum að þeir segja frá því og séu óánægðir.“ Öryggi fórnað á altari atvinnufrelsis Að hans mati hefur ástandið versnað til muna hér á landi eftir að ný lög um leigubifreiðar tóku gildi á síðasta ári. „Það koma inn aðilar sem hafa ekki neitt starfsnám að baki og við þekkjum ekki bakgrunn einstaklinganna sem byrja að keyra leigubílanna sem við þurfum að gera til að geta tryggt öryggi almennings og nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis.“ Of mikil áhersla á „djammið“ í lagasetningu Segir Daníel og hvetur stjórnvöld til að breyta lögunum aftur í fyrra horf. „Það þarf að bæta lagaumhverfi leigubíla og endurskoða þetta út frá lögunum sem voru áður. Við höfðum mjög góða þjónustu, eins og maður segir enginn veit hvað hefur fyrr en misst hefur. Leigubílaþjónustan á Íslandi var bara mjög góð. Athyglin beindist að djamminu og að það vantaði leigubíla á djammið. Fólk safnast í óeðlilega miklum fjölda í miðbæ Reykjavíkur og það á ekki að stýra atvinnugrein.“ Leigubílar Vinnumarkaður Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, varar við því að slæmt orðspor leigubílstjóra hér á landi sé farið að spyrjast út út fyrir landsteinanna og segir að erlendir ferðamenn hugsi sig nú tvisvar um áður en þeir koma til landsins vegna fjölda skrifaðra umsagna um þjónustuna á vinsælum ferðamannavefsíðum. Morgunblaðið greindi fyrst frá. „Við skynjum það. Vegna þess að ferðamenn eru fjalla um það að þeim hafi verið sagt að vara sig, vara sig á því hvernig þeir velja leigubíl. Þannig berst þetta til okkar en þetta skaðar alveg örugglega ferðaþjónustuna, það er vitað mál.“ Líklegri til að svindla á ferðamönnum en Íslendingum Fréttastofa kannaði málið og las tugi umsagna frá erlendum ferðamönnum um leigubifreiðar hér á landi. Flestar þeirra voru jákvæðar en þó fundust einnig þó nokkrar umsagnir þar sem leigubifreiðaþjónusta á Íslandi var gagnrýnd fyrir seinagang, skort á öryggi og þó nokkru sinnum sökuðu farþegar bílstjóra um að rukka sig tvöfalt fyrir ferð frá flugvellinum til Reykjavíkur. Daníel segir leigubílstjóra líklegri til að svindla á erlendum ferðamönnum en Íslendingum. „Íslendingar segja okkur líka frá því sem er misjafnt en það kemur mest frá Íslendingum að þeir segja frá því og séu óánægðir.“ Öryggi fórnað á altari atvinnufrelsis Að hans mati hefur ástandið versnað til muna hér á landi eftir að ný lög um leigubifreiðar tóku gildi á síðasta ári. „Það koma inn aðilar sem hafa ekki neitt starfsnám að baki og við þekkjum ekki bakgrunn einstaklinganna sem byrja að keyra leigubílanna sem við þurfum að gera til að geta tryggt öryggi almennings og nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis.“ Of mikil áhersla á „djammið“ í lagasetningu Segir Daníel og hvetur stjórnvöld til að breyta lögunum aftur í fyrra horf. „Það þarf að bæta lagaumhverfi leigubíla og endurskoða þetta út frá lögunum sem voru áður. Við höfðum mjög góða þjónustu, eins og maður segir enginn veit hvað hefur fyrr en misst hefur. Leigubílaþjónustan á Íslandi var bara mjög góð. Athyglin beindist að djamminu og að það vantaði leigubíla á djammið. Fólk safnast í óeðlilega miklum fjölda í miðbæ Reykjavíkur og það á ekki að stýra atvinnugrein.“
Leigubílar Vinnumarkaður Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira