Þeir sem gera eitthvað eru þó líklegastir til að færa úr óverðtryggðu í verðtryggt.
Þá heyrum við ávarp utanríkisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú fer fram í Washington í Bandaríkjunum en þar tilkynnti hún um sérstakt framlag Íslands til kvenna á víglínunni í Úkraínu.
Einnig verður rætt við leigubílstjóra sem segir aukið svindl í stéttinni og við hitum upp fyrir Kótelettuna sem haldin verður á Selfossi um helgina.
Í íþróttapakka dagsins er það svo leikur Víkinga gegn Shamrock Rovers sem fram fór í gær í Víkinni og frækilega frammistaða Spánverja á EM sem verður til umræðu.