Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 22:39 Margrét Gísladóttir segir Kaup KS á Kjarnafæði jákvætt skref í rétta átt. Stærri og burðugri rekstrareiningar bæti samkeppnishæfni innlends landbúnaðar. Vísir/Vilhelm Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt. Nokkrar deilur hafa verið um ágæti nýrra búvörulaga sem samþykkt voru í mars, sem veittu kjötafurðastöðum undanþágu frá samkeppnislögum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og helstu aðilar landbúnaðarins segja markmið og tilgang laganna að greiða fyrir hagræðingu í rekstri. Samkeppniseftirlitið hefur lýst yfir áhyggjum og segja alvarlegt að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hf. hafa samþykkt tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að 100 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Hluthafar Búsældar ehf., félags bænda sem er eigandi rúmlega 43 prósent hlutafjár, munu ákveða hver fyrir sig hvort þeir selji sína hluti en Eiður Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, og Hreinn Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, munu selja allt sitt hlutafé. Stærsta áskorunin að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda Margrét segir kaupin vera jákvætt skref í rétta átt. „Við sjáum að í landbúnaðinum í kringum okkur, í Noregi og Evrópusambandinu, að þar er lögð áhersla á stærri og burðugri rekstrareiningar í landbúnaði. Það er gert með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni innlends landbúnaðar,“ segir Margrét. Það sama séum við þá vonandi að fara sjá hér. Margrét segir ljóst að ein stærsta áskorunin framundan sé að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda. Þar skipti afurðaverðið miklu máli. Hún er bjartsýn á að hagræðingin muni skila sér í hærra afurðaverði til bænda, en það hafi einmitt verið tilgangur nýju búvörulaganna. Hagræðing losi um fjármagn „Breytingarnar á búvörulögunum ganga út á það að geta greitt hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda,“ segir Margrét. Aukin hagræðing losi um fjármagn og veiti fyrirtækjum aukið svigrúm til að greiða hærra verð fyrir vörur til frumframleiðenda. „Þetta sást á sínum tíma þegar breytingar voru gerðar í mjólkuriðnaðinum, en þá leiddi aukið hagræði til hærra afurðaverðs til bænda, og lægra verðs til neytenda,“ segir Margrét. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Neytendur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 25. mars 2024 08:41 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Nokkrar deilur hafa verið um ágæti nýrra búvörulaga sem samþykkt voru í mars, sem veittu kjötafurðastöðum undanþágu frá samkeppnislögum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og helstu aðilar landbúnaðarins segja markmið og tilgang laganna að greiða fyrir hagræðingu í rekstri. Samkeppniseftirlitið hefur lýst yfir áhyggjum og segja alvarlegt að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hf. hafa samþykkt tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að 100 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Hluthafar Búsældar ehf., félags bænda sem er eigandi rúmlega 43 prósent hlutafjár, munu ákveða hver fyrir sig hvort þeir selji sína hluti en Eiður Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, og Hreinn Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, munu selja allt sitt hlutafé. Stærsta áskorunin að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda Margrét segir kaupin vera jákvætt skref í rétta átt. „Við sjáum að í landbúnaðinum í kringum okkur, í Noregi og Evrópusambandinu, að þar er lögð áhersla á stærri og burðugri rekstrareiningar í landbúnaði. Það er gert með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni innlends landbúnaðar,“ segir Margrét. Það sama séum við þá vonandi að fara sjá hér. Margrét segir ljóst að ein stærsta áskorunin framundan sé að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda. Þar skipti afurðaverðið miklu máli. Hún er bjartsýn á að hagræðingin muni skila sér í hærra afurðaverði til bænda, en það hafi einmitt verið tilgangur nýju búvörulaganna. Hagræðing losi um fjármagn „Breytingarnar á búvörulögunum ganga út á það að geta greitt hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda,“ segir Margrét. Aukin hagræðing losi um fjármagn og veiti fyrirtækjum aukið svigrúm til að greiða hærra verð fyrir vörur til frumframleiðenda. „Þetta sást á sínum tíma þegar breytingar voru gerðar í mjólkuriðnaðinum, en þá leiddi aukið hagræði til hærra afurðaverðs til bænda, og lægra verðs til neytenda,“ segir Margrét.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Neytendur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 25. mars 2024 08:41 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00
„Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01
Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 25. mars 2024 08:41