Kaupverðið er ekki gefið upp en í tilkynningu frá Silkeborg um helgina kom fram að félagið væri í viðræðum vegna Stefáns, og gerði nú ráð fyrir að hagnaður ársins yrði 140 milljónum íslenskra króna meiri en áður var talið.
Welcome to PNE, Stefán Teitur Thórdarson. 🇮🇸
— Preston North End FC (@pnefc) July 9, 2024
The Iceland international joins us on a three-year deal from Silkeborg IF for an undisclosed fee. ✍️#pnefc
Stefán Teitur er miðjumaður sem á að baki 20 A-landsleiki fyrir Ísland, þar af einn gegn Englandi á Wembley í júní.
„Ég er í skýjunum. Ég er mjög stoltur af mér og minni fjölskyldu nú þegar ég geng í raðir svona stórs félags. Þetta er draumur að rætast hjá mér,“ segir Stefán Teitur á heimasíðu Preston.
Preston leikur í næstefstu deild Englands og endaði þar í tíunda sæti á síðustu leiktíð. Fleiri félög í sömu deild munu hafa barist um starfskrafta Stefáns Teits því Tipsbladet í Danmörku greindi frá miklum áhuga bæði Derby og QPR.
Ný stjórinn hans, Ryan Lowe, sagði mikið fagnaðarefni að hafa landað Stefáni, sérstaklega vegna áhuga annarra félaga í deildinni.
Stefán Teitur er 25 ára og kom til Silkeborg fyrir fjórum árum, frá uppeldisfélagi sínu ÍA. Hann lék yfir hundrað leiki fyrir Silkeborg og skoraði á síðustu leiktíð 11 mörk, og varð danskur bikarmeistari.