Tiger sagður hafa afþakkað fyrirliðastöðuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 07:21 Tiger Woods hefur átt erfitt uppdráttar inn á golfvellinum á þessu ári en er þó enn að reyna að spila. Getty/Sean M. Haffey Tiger Woods vildi ekki vera fyrirliði bandaríska Ryder liðsins í golfi á næsta ári en hann hafði lengi verið orðaður við stöðuna. The Telegraph segir frá því Tiger hafi sagt nei takk þegar honum var boðið að vera fyrirliði liðsins á árinu 2025. Bandaríkjamenn voru að leita að eftirmanni Zach Johnson sem lét af störfum eftir síðasta Ryder bikar sem bandaríska liðið tapaði. Tiger hafnaði þessu tilboði af því að hann taldi sig ekki hafa tíma til að sinna því. The Telegraph segir hins vegar að Woods sé tilbúinn að taka að sér starfið ef að skyldur fyrirliðans yrðu minnkaðar. Það er því ekki útilokað að Tiger verði fyrirliði liðsins árið 2027 en mikið á auðvitað eftir að gerast þangað til. Hin 38 ára gamli Keegan Bradley verður kynntur sem fyrirliði bandaríska liðsins í dag en hann er yngsti fyrirliðinn síðan að Arnold Palmer var spilandi fyrirliði árið 1963. Tiger Woods hefur sjálfur spilað átta sinnum í Ryder bikarnum og hann var síðast með árið 2018. Hann fagnaði bara einu sinni sigri í þessum átta skiptum og það var árið 1999. Ryder bikarinn fór síðast fram í fyrra og þá vann Evrópa. Keppnin fer fram í New York fylki í Bandaríkjunum á næsta ári. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
The Telegraph segir frá því Tiger hafi sagt nei takk þegar honum var boðið að vera fyrirliði liðsins á árinu 2025. Bandaríkjamenn voru að leita að eftirmanni Zach Johnson sem lét af störfum eftir síðasta Ryder bikar sem bandaríska liðið tapaði. Tiger hafnaði þessu tilboði af því að hann taldi sig ekki hafa tíma til að sinna því. The Telegraph segir hins vegar að Woods sé tilbúinn að taka að sér starfið ef að skyldur fyrirliðans yrðu minnkaðar. Það er því ekki útilokað að Tiger verði fyrirliði liðsins árið 2027 en mikið á auðvitað eftir að gerast þangað til. Hin 38 ára gamli Keegan Bradley verður kynntur sem fyrirliði bandaríska liðsins í dag en hann er yngsti fyrirliðinn síðan að Arnold Palmer var spilandi fyrirliði árið 1963. Tiger Woods hefur sjálfur spilað átta sinnum í Ryder bikarnum og hann var síðast með árið 2018. Hann fagnaði bara einu sinni sigri í þessum átta skiptum og það var árið 1999. Ryder bikarinn fór síðast fram í fyrra og þá vann Evrópa. Keppnin fer fram í New York fylki í Bandaríkjunum á næsta ári.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira