Þjóðfylking Le Pen gengur til liðs við jaðarhægri fylkingu Orbán Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 19:05 Leiðtogar flokkanna tveggja á ráðstefnu jaðarhægri leiðtoga álfunnar um árið. EPA/Marcin Obara Þjóðfylking Marine Le Pen hefur gengið til liðs við flokk Viktors Orbán, forsætisráðherrans ungverska, og hafa þau myndað nýtt bandalag jaðarhægri flokka á Evrópuþinginu. Þessi tilkynning kemur í kjölfar óvænta sigurs Nýju lýðfylkingarinnar, bandalags vinstri flokka, í nýafstöðnum þingkosningum á Frakklandi þar sem flokkur Le Pen hlaut talsvert lakara fylgi en skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir. Guardian greinir frá þessu. Þetta nýja bandalag kallar sig Föðurlandsvini fyrir Evrópu og er strax þriðja stærsta fylkingin á Evrópuþinginu og stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins. Jordan Bardella, hægri hönd Le Pen, tekur við stjórnartaumum fylkingarinnar. Hann var af mörgum talinn líklegasti arftaki Gabriel Attal í embætti forsætisráðherra hefði Þjóðfylkingin unnið þann stórsigur sem margir áttu von á. „Sem föðurlandsvinir ætlum við okkur að vinna saman til að ná aftur tökum á innviðum okkar og breyta um stefnu til að þjóna þjóðum okkar,“ segir Bardella í tilkynningu til fjölmiðla. Fylkingin samanstendur af 84 þingmönnum frá tólf aðildarþjóðum. Hinn ungverski Fidesz-flokkur Orbáns leiðir fylkinguna sem stofnuð var fyrsta þessa mánaðar af Fidesz-liðum ásamt hliðstæðum þeirra í Tékklandi og Austurríki, nefnilega ANO-flokki forsætisráðherrans fyrrverandi Andrej Babiš, og Frelsisflokki Herberts Kickl. Með inngöngu þingmanna Þjóðfylkingar Le Pen skjótast Föðurlandsvinir í þriðja sæti yfir fylkinga Evrópuþingsins, fram fyrir hægri fylkingu Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Fylkingin er eins og komið hefur fram stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins en það gæti þó reynst erfitt fyrir hana að seilast til áhrifa innan þingsins vegna óformlegs samvinnubanns sem komið hefur verið á af hálfu annarra fylkinga á þinginu. Evrópusambandið Frakkland Ungverjaland Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Þessi tilkynning kemur í kjölfar óvænta sigurs Nýju lýðfylkingarinnar, bandalags vinstri flokka, í nýafstöðnum þingkosningum á Frakklandi þar sem flokkur Le Pen hlaut talsvert lakara fylgi en skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir. Guardian greinir frá þessu. Þetta nýja bandalag kallar sig Föðurlandsvini fyrir Evrópu og er strax þriðja stærsta fylkingin á Evrópuþinginu og stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins. Jordan Bardella, hægri hönd Le Pen, tekur við stjórnartaumum fylkingarinnar. Hann var af mörgum talinn líklegasti arftaki Gabriel Attal í embætti forsætisráðherra hefði Þjóðfylkingin unnið þann stórsigur sem margir áttu von á. „Sem föðurlandsvinir ætlum við okkur að vinna saman til að ná aftur tökum á innviðum okkar og breyta um stefnu til að þjóna þjóðum okkar,“ segir Bardella í tilkynningu til fjölmiðla. Fylkingin samanstendur af 84 þingmönnum frá tólf aðildarþjóðum. Hinn ungverski Fidesz-flokkur Orbáns leiðir fylkinguna sem stofnuð var fyrsta þessa mánaðar af Fidesz-liðum ásamt hliðstæðum þeirra í Tékklandi og Austurríki, nefnilega ANO-flokki forsætisráðherrans fyrrverandi Andrej Babiš, og Frelsisflokki Herberts Kickl. Með inngöngu þingmanna Þjóðfylkingar Le Pen skjótast Föðurlandsvinir í þriðja sæti yfir fylkinga Evrópuþingsins, fram fyrir hægri fylkingu Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Fylkingin er eins og komið hefur fram stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins en það gæti þó reynst erfitt fyrir hana að seilast til áhrifa innan þingsins vegna óformlegs samvinnubanns sem komið hefur verið á af hálfu annarra fylkinga á þinginu.
Evrópusambandið Frakkland Ungverjaland Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira