50+ : Algengustu mistök hjóna Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. júlí 2024 07:01 Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir hafa komið sér vel fyrir og telja lífið í nokkuð föstum og góðum skorðum. Staðreyndin er þó sú, að mörg hjón/pör festast í gryfjum og algengum mistökum, sem því miður draga úr þeirri hamingju sem þó allir þrá innst inni að upplifa. Vísir/Getty Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. Meira að segja hjónabandið eða parsambandið er í nokkuð föstum og góðum skörðum og almennt er lífið bara ljúft. Eða hvað? Því eins og gengur og gerist, eru þær þó nokkuð algengar gryfjurnar sem hjón og pör eiga það til í að festast í eftir fimmtugt. Hér eru nokkur dæmi. 1. Verða of upptekin í lífi barna og barnabarna Nú þegar börnin eru flutt að heiman og byrjuð að byggja upp sín eigin heimili og fjölskyldur, mætti ætla að fólk eftir fimmtugt væri uppfullt af nýjum áhugamálum eða upptekið í því að gera alls kyns hluti sem það eitt sinn hafði aldrei tíma til. En nei, það er öðru nær því ein af mistökunum sem sögð eru algeng hjá hjónum og pörum eftir fimmtugt er að þau verða of upptekin af lífi barna sinna. 2. Gera ráð fyrir að kynlífið sé ekki spennandi Önnur gryfja er mýtan um að kynlífið hætti að vera spennandi, fari minnkandi eða sé nánast stundað eins og af gömlum vana. Þetta er sorglegur misskilningur, enda engin ástæða til annars en að lifa frábæru kynlífi eftir fimmtugt. Jafnvel betra kynlífi en nokkru sinni fyrr. 3. Samskiptin í raun bara la, la... Heiðarleg og hreinskiptin samskipti skipta öllu máli í langtímasambandi. Þegar hjón og pör hafa verið lengi saman, eru samskipti oft komin í eitthvað ákveðið mynstur, sem væri kannski allt í lagi ef það mynstur væri fyrst og fremst opið og hreinskiptið. Því er öðru nær því oft kemur í ljós á þessum aldri, að fólk er ekki nógu opið við hvort annað í samskiptum. Fyrir vikið hefur myndast ákveðin fjarlægð á milli hjóna/para, þótt sú fjarlægð virðist ósýnileg því á yfirborðinu virðist jafnvel allt í lagi með allt. En hvað ef makinn er kannski ekkert svo ánægður, eða hamingjusamur? Myndir þú ekki vilja vita það? 4. Gæðasamvera sem par mjög lítil Þá er það samveran. Sem oft er sögð af of skornum skammti hjá hjónum/pörum eftir fimmtugt, nema þá í formi þess að vera með börnum og barnabörnum, vera innan um annað fólk eða tengdum einhverjum viðburðum eða veislum. Samvera para/hjóna skiptir samt líka miklu máli í formi þess að vera saman sem hjón/par. Það hvernig þið veljið að nýta þennan samverutíma, getur hvert par ákveðið fyrir sig. Aðalmálið er að hjón/pör rækti samveruna sín á milli og njóti hennar. 5. Of lítið talað um framtíðina Þegar við erum ung og uppfull af hugmyndum og væntingum um heimili, börn og buru ræðum við kannski meira um það, hvað við sjáum fyrir okkur í framtíðinni. Þótt hjón/pör séu búin að vera lengi saman, er ekkert sem segir að það að ræða framtíðina sé ekki jafn mikilvægt eftir fimmtugt. Hvernig sjáið þið til dæmis fyrir ykkur starfslokin? En heilsuna? Eru einhverjir draumar sem ykkur langar til að rætist? 6. Þöggun Enn önnur gryfjan er að mál sem þyrfti að leysa á milli hjóna/para, eru ekkert endilega leyst. Þetta gæti hljómað undarlega í eyru sumra, enda margir sem segjast passa upp á það að fara alltaf sátt að sofa og almennt eru rifrildi fyrir bí nema þá svona smá kít. Virk hlustun er lykilatriði því til þess að mál sé fyrir alvöru fullleyst, þurfum við að rækta góð samskipti og virka hlustun, þannig að engir lausir endar séu til staðar í huganum hjá okkur sjálfum né makanum. 7. Lífið er vani Mjög algeng gryfja er síðan að hætta að takast á við fjölbreytnina eða nýjar áskoranir. Lífið einfaldlega þróast upp í einhvern vana og rútínu og áður en þið vitið af líða ekki bara árin, heldur áratugirnir. Þetta getur leitt til þess að eftir 20, 30, 40 ár fer fólk að upplifa ákveðna eftirsjá yfir því að hafa ekki gert meira í lífinu. Sleppt hlutum sem það langaði til. Því hækkandi lífaldur þýðir einfaldlega að hjá flestum eru nokkrir áratugir eftir í lífinu og því engin ástæða til að allir dagar, vikur, mánuðir eða árstíðir renni saman í sams konar rútínu, þar sem ekkert breytist á milli ára lengur. 8. Sambandið er ekki lengur forgangsverkefni Næst er þá að tala um hversu mikilvægt það er að rækta sambandið og rækta ástina. Að vera með sambandið í forgangi er ekki fyrirbæri sem á að hætta. Vissulega geta komið tímabil þegar börnin eru ung, sem hjón/pör gleyma sér aðeins og gefa sér ekki nægilegan tíma í að rækta ástina eins og þau eitt sinn gerðu. En frá degi eitt, þarf sambandið eiginlega að vera meðvitað í forgangi hjá báðum aðilum. Og alls ekki að gleymast sem forgangsverkefni eftir fimmtugt. 9. Óttinn við einmanaleikann Enn ein gryfjan er síðan að halda áfram í hjónabandi/parsambandi, sem þó er ekki að skila neinni hamingju. Óttinn við einmanaleikann eða óttinn við að skilja og finna engan annan maka er samt svo mikill, að fólk einfaldlega veigrar sér við því að svara spurningum eins og: Er þetta sambandið sem ég vill vera í næstu áratugina? Er ég hamingjusöm/samur? Fjárhagur hefur líka oft áhrif en hér skal svo sem bent á, að oft er skilnaður ekkert endilega eina leiðin út úr óhamingjusömu eða ástlausu sambandi. Parameðferð hjá fagaðila getur líka gert kraftaverk. Góðu ráðin Tengdar fréttir Framhjáhöld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann „Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 30. júní 2024 08:58 „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01 Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur boðað framhaldsnámskeið fyrir Sterkari í seinni hálfleik; Blásið í glæður nýrra drauma heitir það en námskeiðið verður haldið þann 20.janúar næstkomandi. 17. desember 2023 08:01 Skömm: „Í guðs bænum láttu ekki sjá hvað þú ert mikill aumingi“ Hvernig ert þú í stakk búin/n til að takast á við áföll? Hver er bakgrunnurinn þinn? 3. desember 2023 08:01 „Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. 24. september 2023 08:00 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Meira að segja hjónabandið eða parsambandið er í nokkuð föstum og góðum skörðum og almennt er lífið bara ljúft. Eða hvað? Því eins og gengur og gerist, eru þær þó nokkuð algengar gryfjurnar sem hjón og pör eiga það til í að festast í eftir fimmtugt. Hér eru nokkur dæmi. 1. Verða of upptekin í lífi barna og barnabarna Nú þegar börnin eru flutt að heiman og byrjuð að byggja upp sín eigin heimili og fjölskyldur, mætti ætla að fólk eftir fimmtugt væri uppfullt af nýjum áhugamálum eða upptekið í því að gera alls kyns hluti sem það eitt sinn hafði aldrei tíma til. En nei, það er öðru nær því ein af mistökunum sem sögð eru algeng hjá hjónum og pörum eftir fimmtugt er að þau verða of upptekin af lífi barna sinna. 2. Gera ráð fyrir að kynlífið sé ekki spennandi Önnur gryfja er mýtan um að kynlífið hætti að vera spennandi, fari minnkandi eða sé nánast stundað eins og af gömlum vana. Þetta er sorglegur misskilningur, enda engin ástæða til annars en að lifa frábæru kynlífi eftir fimmtugt. Jafnvel betra kynlífi en nokkru sinni fyrr. 3. Samskiptin í raun bara la, la... Heiðarleg og hreinskiptin samskipti skipta öllu máli í langtímasambandi. Þegar hjón og pör hafa verið lengi saman, eru samskipti oft komin í eitthvað ákveðið mynstur, sem væri kannski allt í lagi ef það mynstur væri fyrst og fremst opið og hreinskiptið. Því er öðru nær því oft kemur í ljós á þessum aldri, að fólk er ekki nógu opið við hvort annað í samskiptum. Fyrir vikið hefur myndast ákveðin fjarlægð á milli hjóna/para, þótt sú fjarlægð virðist ósýnileg því á yfirborðinu virðist jafnvel allt í lagi með allt. En hvað ef makinn er kannski ekkert svo ánægður, eða hamingjusamur? Myndir þú ekki vilja vita það? 4. Gæðasamvera sem par mjög lítil Þá er það samveran. Sem oft er sögð af of skornum skammti hjá hjónum/pörum eftir fimmtugt, nema þá í formi þess að vera með börnum og barnabörnum, vera innan um annað fólk eða tengdum einhverjum viðburðum eða veislum. Samvera para/hjóna skiptir samt líka miklu máli í formi þess að vera saman sem hjón/par. Það hvernig þið veljið að nýta þennan samverutíma, getur hvert par ákveðið fyrir sig. Aðalmálið er að hjón/pör rækti samveruna sín á milli og njóti hennar. 5. Of lítið talað um framtíðina Þegar við erum ung og uppfull af hugmyndum og væntingum um heimili, börn og buru ræðum við kannski meira um það, hvað við sjáum fyrir okkur í framtíðinni. Þótt hjón/pör séu búin að vera lengi saman, er ekkert sem segir að það að ræða framtíðina sé ekki jafn mikilvægt eftir fimmtugt. Hvernig sjáið þið til dæmis fyrir ykkur starfslokin? En heilsuna? Eru einhverjir draumar sem ykkur langar til að rætist? 6. Þöggun Enn önnur gryfjan er að mál sem þyrfti að leysa á milli hjóna/para, eru ekkert endilega leyst. Þetta gæti hljómað undarlega í eyru sumra, enda margir sem segjast passa upp á það að fara alltaf sátt að sofa og almennt eru rifrildi fyrir bí nema þá svona smá kít. Virk hlustun er lykilatriði því til þess að mál sé fyrir alvöru fullleyst, þurfum við að rækta góð samskipti og virka hlustun, þannig að engir lausir endar séu til staðar í huganum hjá okkur sjálfum né makanum. 7. Lífið er vani Mjög algeng gryfja er síðan að hætta að takast á við fjölbreytnina eða nýjar áskoranir. Lífið einfaldlega þróast upp í einhvern vana og rútínu og áður en þið vitið af líða ekki bara árin, heldur áratugirnir. Þetta getur leitt til þess að eftir 20, 30, 40 ár fer fólk að upplifa ákveðna eftirsjá yfir því að hafa ekki gert meira í lífinu. Sleppt hlutum sem það langaði til. Því hækkandi lífaldur þýðir einfaldlega að hjá flestum eru nokkrir áratugir eftir í lífinu og því engin ástæða til að allir dagar, vikur, mánuðir eða árstíðir renni saman í sams konar rútínu, þar sem ekkert breytist á milli ára lengur. 8. Sambandið er ekki lengur forgangsverkefni Næst er þá að tala um hversu mikilvægt það er að rækta sambandið og rækta ástina. Að vera með sambandið í forgangi er ekki fyrirbæri sem á að hætta. Vissulega geta komið tímabil þegar börnin eru ung, sem hjón/pör gleyma sér aðeins og gefa sér ekki nægilegan tíma í að rækta ástina eins og þau eitt sinn gerðu. En frá degi eitt, þarf sambandið eiginlega að vera meðvitað í forgangi hjá báðum aðilum. Og alls ekki að gleymast sem forgangsverkefni eftir fimmtugt. 9. Óttinn við einmanaleikann Enn ein gryfjan er síðan að halda áfram í hjónabandi/parsambandi, sem þó er ekki að skila neinni hamingju. Óttinn við einmanaleikann eða óttinn við að skilja og finna engan annan maka er samt svo mikill, að fólk einfaldlega veigrar sér við því að svara spurningum eins og: Er þetta sambandið sem ég vill vera í næstu áratugina? Er ég hamingjusöm/samur? Fjárhagur hefur líka oft áhrif en hér skal svo sem bent á, að oft er skilnaður ekkert endilega eina leiðin út úr óhamingjusömu eða ástlausu sambandi. Parameðferð hjá fagaðila getur líka gert kraftaverk.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Framhjáhöld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann „Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 30. júní 2024 08:58 „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01 Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur boðað framhaldsnámskeið fyrir Sterkari í seinni hálfleik; Blásið í glæður nýrra drauma heitir það en námskeiðið verður haldið þann 20.janúar næstkomandi. 17. desember 2023 08:01 Skömm: „Í guðs bænum láttu ekki sjá hvað þú ert mikill aumingi“ Hvernig ert þú í stakk búin/n til að takast á við áföll? Hver er bakgrunnurinn þinn? 3. desember 2023 08:01 „Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. 24. september 2023 08:00 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Framhjáhöld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann „Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 30. júní 2024 08:58
„Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01
Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur boðað framhaldsnámskeið fyrir Sterkari í seinni hálfleik; Blásið í glæður nýrra drauma heitir það en námskeiðið verður haldið þann 20.janúar næstkomandi. 17. desember 2023 08:01
Skömm: „Í guðs bænum láttu ekki sjá hvað þú ert mikill aumingi“ Hvernig ert þú í stakk búin/n til að takast á við áföll? Hver er bakgrunnurinn þinn? 3. desember 2023 08:01
„Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. 24. september 2023 08:00