Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 09:01 Það leikur enginn vafi á því að leikmönnum franska landsliðsins hafi tekist að hafa áhrif á kosningarinnar í heimalandinu. Getty/Dan Mullan Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum á morgun og leikmenn franska liðsins fengu góðar fréttir í aðdraganda leiksins. Frönsku leikmennirnir höfðu nefnilega blandað sér í þingkosningarnar í Frakklandi með því að tala um að þeir vildu alls ekki að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin myndi vinna þar sigur. Aukin kosningarþátttaka bendir til þess að frönsku landsliðsmönnunum hafi tekist að virkja unga fólkið því kjörsókn hefur ekki verið meira frá árinu 1981. Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið mjög hátt í skoðanakönnunum og það var hætta á því að hægri öfgamenn tækju völdin í Frakklandi. Le soulagement est à la hauteur de l’inquiétude de ces dernières semaines, il est immense.Félicitations à tous les Français qui se sont mobilisés pour que ce beau pays qu’est la France ne se retrouve pas gouverné par l’extrême droite. 🙏🏾🇫🇷— Jules Kounde (@jkeey4) July 7, 2024 Bandalag vinstriflokka í Frakklandi náði aftur á móti að fá fleiri sæti í seinni umferð Þingkosninganna. „Þetta er mikill léttir eftir allar áhyggjur síðustu vikna. Hamingjuóskir til fólksins í Frakklandi sem tókst að taka höndum saman og sá til þess að landinu verður ekki stjórnað að hægri öfgaöflum,“ skrifaði Jules Koundé á X. @thuram „Sigur fólksins,“ skrifaði Aurélien Tchouaméni á X. Hugmyndafræði Frönsku þjóðfylkingarinnar einkennist af þjóðernishyggju, gagnrýni á Evrópusambandið og andstöðu við komu innflytjenda til Frakklands. Mjög margir leikmenn franska liðsns eru innflytjendur eða komnir af innflytjendum. Fyrirliðinn Kylian Mbappé blandaði sér í kosningabaráttuna oftar en einu sinni með því að kalla eftir stuðningi gegn hægri öfgaflokkum á fjölmiðlafundum franska landsliðsins. „Hamingjuóskir til allra sem brugðust við þessari ógn sem sveimaði yfir okkar fallega landi. Lengi lifi fjölbreytnin, lengi lífi lýðveldið, lengi lifi Frakkland“ skrifaði Marcus Thuram á Instagram. EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum á morgun og leikmenn franska liðsins fengu góðar fréttir í aðdraganda leiksins. Frönsku leikmennirnir höfðu nefnilega blandað sér í þingkosningarnar í Frakklandi með því að tala um að þeir vildu alls ekki að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin myndi vinna þar sigur. Aukin kosningarþátttaka bendir til þess að frönsku landsliðsmönnunum hafi tekist að virkja unga fólkið því kjörsókn hefur ekki verið meira frá árinu 1981. Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið mjög hátt í skoðanakönnunum og það var hætta á því að hægri öfgamenn tækju völdin í Frakklandi. Le soulagement est à la hauteur de l’inquiétude de ces dernières semaines, il est immense.Félicitations à tous les Français qui se sont mobilisés pour que ce beau pays qu’est la France ne se retrouve pas gouverné par l’extrême droite. 🙏🏾🇫🇷— Jules Kounde (@jkeey4) July 7, 2024 Bandalag vinstriflokka í Frakklandi náði aftur á móti að fá fleiri sæti í seinni umferð Þingkosninganna. „Þetta er mikill léttir eftir allar áhyggjur síðustu vikna. Hamingjuóskir til fólksins í Frakklandi sem tókst að taka höndum saman og sá til þess að landinu verður ekki stjórnað að hægri öfgaöflum,“ skrifaði Jules Koundé á X. @thuram „Sigur fólksins,“ skrifaði Aurélien Tchouaméni á X. Hugmyndafræði Frönsku þjóðfylkingarinnar einkennist af þjóðernishyggju, gagnrýni á Evrópusambandið og andstöðu við komu innflytjenda til Frakklands. Mjög margir leikmenn franska liðsns eru innflytjendur eða komnir af innflytjendum. Fyrirliðinn Kylian Mbappé blandaði sér í kosningabaráttuna oftar en einu sinni með því að kalla eftir stuðningi gegn hægri öfgaflokkum á fjölmiðlafundum franska landsliðsins. „Hamingjuóskir til allra sem brugðust við þessari ógn sem sveimaði yfir okkar fallega landi. Lengi lifi fjölbreytnin, lengi lífi lýðveldið, lengi lifi Frakkland“ skrifaði Marcus Thuram á Instagram.
EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti