Ásta Eir: Ég er allavegana ekkert að pæla í því Þorsteinn Hjálmsson skrifar 7. júlí 2024 20:37 Ásta Eir Árnadóttir og stöllur unnu öruggan sigur í kvöld. Vísir/Vilhelm „Ég er bara mjög ánægð með okkur,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir öruggan 0-4 sigur á FH í Kaplakrika í Bestu deild kvenna. „Mér fannst hún eiginlega bara frábær. Mér fannst við kannski svolítið lengi af stað í fyrri hálfleik, en svo var gott að ná inn markinu um miðjan fyrri hálfleikinn og mér fannst við eiginlega mjög góðar í seinni hálfleik. Eftir þessa leikjatörn þá var þetta besti hálfleikurinn sem við höfum spilað af þessum síðustu sex leikjum á tveimur vikum,“ sagði Ásta Eir aðspurð út í frammistöðu liðsins í kvöld. FH-ingar spiluðu vel í fyrri hálfleik. Ásta Eir segist sér hafa þó alltaf liðið þannig að hennar lið næði inn fyrsta marki leiksins. „Mér leið allavega þannig. Mér fannst við líka vera að takast vel á við það sem þær voru að reyna að gera. Þær voru að reyna að overload-afram á við og mikið í löngum boltum og mér fannst við leysa það bara mjög vel, sérstaklega þegar leið á leikinn.“ Breiðablik hefur aðeins fengið fjögur mörk á sig í Bestu deildinni í sumar og haldið níu sinnum hreinu. Hvað veldur að liðinu gengur svona vel að verjast sóknum andstæðinganna? „Ef maður er bara með sjálfstraust, og við erum allar með gott sjálfstraust inn á vellinum. Því fleiri leikir em þú spilar og færð ekki á þig mörg mörk, þá einhvern veginn eykst bara sjálfstraustið. Ég er allavegana ekkert að pæla í því að við séum að fara að fá á okkur mark, það er enginn að pæla í því. Frekar erum við að spá í að skora hinu megin sko. Bara hrós á alla í liðinu í dag með mjög góða vinnslu og varnarleik,“ sagði Ásta Eir. Kaplakrikavöllur hefur verið einn umtalaðasti völlur landsins upp á síðkastið og þá aðallega vegna þeirra skiptu skoðana um ástand hans. Ásta Eir hrósaði vellinum, þegar hún var aðspurð. „Ég ætla bara að nýta tækifærið og hrósa vellinum. Hann var bara mjög góður fannst mér. Auðvitað skoppar boltinn stundum skringilega, eins og sást kannski á sumum augnablikum, en af þessum grasvöllum sem við höfum verið að spila á undanfarið þá er þessi bara mjög góður. Ég skil ekkert hvað fólk er eitthvað að væla,“ sagði Ásta Eir að lokum. Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 0-4 | Stórsigur skaut Blikum aftur á toppinn Breiðablik vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið heimsótti FH í síðasta leik 12. umferðar Bestu-deildar kvenna í kvöld. Með sigrinum endurheimtu Blikar toppsæti deildarinnar eftir að Valskonur höfðu stolið því um stund. 7. júlí 2024 17:15 Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira
„Mér fannst hún eiginlega bara frábær. Mér fannst við kannski svolítið lengi af stað í fyrri hálfleik, en svo var gott að ná inn markinu um miðjan fyrri hálfleikinn og mér fannst við eiginlega mjög góðar í seinni hálfleik. Eftir þessa leikjatörn þá var þetta besti hálfleikurinn sem við höfum spilað af þessum síðustu sex leikjum á tveimur vikum,“ sagði Ásta Eir aðspurð út í frammistöðu liðsins í kvöld. FH-ingar spiluðu vel í fyrri hálfleik. Ásta Eir segist sér hafa þó alltaf liðið þannig að hennar lið næði inn fyrsta marki leiksins. „Mér leið allavega þannig. Mér fannst við líka vera að takast vel á við það sem þær voru að reyna að gera. Þær voru að reyna að overload-afram á við og mikið í löngum boltum og mér fannst við leysa það bara mjög vel, sérstaklega þegar leið á leikinn.“ Breiðablik hefur aðeins fengið fjögur mörk á sig í Bestu deildinni í sumar og haldið níu sinnum hreinu. Hvað veldur að liðinu gengur svona vel að verjast sóknum andstæðinganna? „Ef maður er bara með sjálfstraust, og við erum allar með gott sjálfstraust inn á vellinum. Því fleiri leikir em þú spilar og færð ekki á þig mörg mörk, þá einhvern veginn eykst bara sjálfstraustið. Ég er allavegana ekkert að pæla í því að við séum að fara að fá á okkur mark, það er enginn að pæla í því. Frekar erum við að spá í að skora hinu megin sko. Bara hrós á alla í liðinu í dag með mjög góða vinnslu og varnarleik,“ sagði Ásta Eir. Kaplakrikavöllur hefur verið einn umtalaðasti völlur landsins upp á síðkastið og þá aðallega vegna þeirra skiptu skoðana um ástand hans. Ásta Eir hrósaði vellinum, þegar hún var aðspurð. „Ég ætla bara að nýta tækifærið og hrósa vellinum. Hann var bara mjög góður fannst mér. Auðvitað skoppar boltinn stundum skringilega, eins og sást kannski á sumum augnablikum, en af þessum grasvöllum sem við höfum verið að spila á undanfarið þá er þessi bara mjög góður. Ég skil ekkert hvað fólk er eitthvað að væla,“ sagði Ásta Eir að lokum.
Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 0-4 | Stórsigur skaut Blikum aftur á toppinn Breiðablik vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið heimsótti FH í síðasta leik 12. umferðar Bestu-deildar kvenna í kvöld. Með sigrinum endurheimtu Blikar toppsæti deildarinnar eftir að Valskonur höfðu stolið því um stund. 7. júlí 2024 17:15 Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira
Leik lokið: FH - Breiðablik 0-4 | Stórsigur skaut Blikum aftur á toppinn Breiðablik vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið heimsótti FH í síðasta leik 12. umferðar Bestu-deildar kvenna í kvöld. Með sigrinum endurheimtu Blikar toppsæti deildarinnar eftir að Valskonur höfðu stolið því um stund. 7. júlí 2024 17:15