N1-mót og Dyrfjallahlaup í skítaveðri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 22:45 Þau Þórdís og Hemmi vonuðust eftir norðlenska blíðviðrinu sem aldrei kom á N1 mótinu. Staðan var ekki mikið skárri í Loðmundafirði, sem þáttakendur í Dyrfjallahlaupinu fóru um. vísir Ein stærsta ferðahelgi landsins stendur nú yfir. Landsmenn flykkjast um landið á fótboltamót, tónlistarhátíðir og langhlaup. Þessa helgina ætlar veðrið hins vegar að setja strik í reikninginn, að minnsta kosti á Norður- og Norðausturlandi. „Við erum á degi fjögur hér fyrir norðan. Það sást í bláan himinn í sirka sex mínútur í gærkvöldi, af þessum fjórum dögum,“ segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, í samtali við Vísi um ástandið á Akureyri þar sem N1-mótið fór fram þessa helgina. „Veðurspáin hefur líka verið of bjartsýn. Það var gert ráð fyrir frekar lítilli rigningu, en svo hefur bara verið hellidemba. Ljósi punkturinn er sennilega sá að það var mikil stemning að fara í jólahúsið hérna fyrir norðan í þremur gráðum.“ Svona var veðrið á mótinu alla þá fjóra daga sem það fór fram á Akureyri.vísir Hún viðurkennir að veðrið hafi haft áhrif á stemninguna, þó að bærinn sé smekkfullur og mótið gengið vel. „En það er bara frekar lágskýjað yfir fólki, vegna þess hversu blautt það er búið að vera. Þetta eru mínir fyrstu fjórir dagar í sumarfríi. Svo erum við að keyra heim á morgun og þá á þetta víst að breytast, með sól fyrir norðan og slæmu veðri fyrir sunnan. Það hefði verið að gaman að fá smjörþefinn af þessu norðlenska blíðvirði,“ „Þetta er samt búið að vera frábært. Og þessir leikir margir þeir mest spennandi sem ég hef horft á, á ævinni. Miklu meira spennandi en EM“ segir Þórdís. Bongó í fyrra en frost í ár Á Borgarfirði eystri var Dyrfjallahlaupið svokallaða haldið þessa helgina sömuleiðis. Rakel María Hjaltadóttir hafði beðið eftir hlaupinu með mikilli eftirvæntingu, eftir vel heppnað hlaup í blíðskaparveðri á síðasta ári. Í ár tók „skítakuldi“ á móti hlaupurum. „Ég var bara komin með hélaðar augabrúnir,“ segir Rakel María í samtali við Vísi. „Það var viðbjóðslega kalt.“ Í Dyrfjallahlaupinu er boðið upp á 11,7 kílómetraleið um Brúnavík, 24 kílómetra Víknaslóðaleið og 50 kílómetra „ultra“-hlaup. Rakel María fór alla fimmtíu kílómetrana. Á leið upp Kækjuskörð var mikill snjór en veðrið skánaði þó á köflum. Rakel María ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther fyrir hlaup.aðsend „Þetta var samt bara sturlað, þetta er eitt allra fallegasta hlaup á Íslandi. Það versta var að í fyrra sá maður útsýnið og þessa stórbrotnu náttúru sem maður fékk ekki alveg að njóta í dag. Við trúðum því ekki hvað það væri kalt í júlí á Íslandi. Þetta er alls ekki í lagi. Við vorum að frjósa núna á meðan við vorum í tuttugu stigum og logni í fyrra.“ Svona voru aðstæður í Loðmundarfirði. „Gæslan var upp á tíu. Það var björgunarsveitarfólk alls staðar. Mjög vel passað upp á okkur af því það var svo mikill kuldi. Hættulegar aðstæður sennilega á köflum,“ segir Rakel María sem sýndi fylgjendum sínum á Instagram frá ferðinni. Sólin lét sjá sig á köflum.aðsend Veður Hlaup Sumarmótin Akureyri Íþróttir barna Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Við erum á degi fjögur hér fyrir norðan. Það sást í bláan himinn í sirka sex mínútur í gærkvöldi, af þessum fjórum dögum,“ segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, í samtali við Vísi um ástandið á Akureyri þar sem N1-mótið fór fram þessa helgina. „Veðurspáin hefur líka verið of bjartsýn. Það var gert ráð fyrir frekar lítilli rigningu, en svo hefur bara verið hellidemba. Ljósi punkturinn er sennilega sá að það var mikil stemning að fara í jólahúsið hérna fyrir norðan í þremur gráðum.“ Svona var veðrið á mótinu alla þá fjóra daga sem það fór fram á Akureyri.vísir Hún viðurkennir að veðrið hafi haft áhrif á stemninguna, þó að bærinn sé smekkfullur og mótið gengið vel. „En það er bara frekar lágskýjað yfir fólki, vegna þess hversu blautt það er búið að vera. Þetta eru mínir fyrstu fjórir dagar í sumarfríi. Svo erum við að keyra heim á morgun og þá á þetta víst að breytast, með sól fyrir norðan og slæmu veðri fyrir sunnan. Það hefði verið að gaman að fá smjörþefinn af þessu norðlenska blíðvirði,“ „Þetta er samt búið að vera frábært. Og þessir leikir margir þeir mest spennandi sem ég hef horft á, á ævinni. Miklu meira spennandi en EM“ segir Þórdís. Bongó í fyrra en frost í ár Á Borgarfirði eystri var Dyrfjallahlaupið svokallaða haldið þessa helgina sömuleiðis. Rakel María Hjaltadóttir hafði beðið eftir hlaupinu með mikilli eftirvæntingu, eftir vel heppnað hlaup í blíðskaparveðri á síðasta ári. Í ár tók „skítakuldi“ á móti hlaupurum. „Ég var bara komin með hélaðar augabrúnir,“ segir Rakel María í samtali við Vísi. „Það var viðbjóðslega kalt.“ Í Dyrfjallahlaupinu er boðið upp á 11,7 kílómetraleið um Brúnavík, 24 kílómetra Víknaslóðaleið og 50 kílómetra „ultra“-hlaup. Rakel María fór alla fimmtíu kílómetrana. Á leið upp Kækjuskörð var mikill snjór en veðrið skánaði þó á köflum. Rakel María ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther fyrir hlaup.aðsend „Þetta var samt bara sturlað, þetta er eitt allra fallegasta hlaup á Íslandi. Það versta var að í fyrra sá maður útsýnið og þessa stórbrotnu náttúru sem maður fékk ekki alveg að njóta í dag. Við trúðum því ekki hvað það væri kalt í júlí á Íslandi. Þetta er alls ekki í lagi. Við vorum að frjósa núna á meðan við vorum í tuttugu stigum og logni í fyrra.“ Svona voru aðstæður í Loðmundarfirði. „Gæslan var upp á tíu. Það var björgunarsveitarfólk alls staðar. Mjög vel passað upp á okkur af því það var svo mikill kuldi. Hættulegar aðstæður sennilega á köflum,“ segir Rakel María sem sýndi fylgjendum sínum á Instagram frá ferðinni. Sólin lét sjá sig á köflum.aðsend
Veður Hlaup Sumarmótin Akureyri Íþróttir barna Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira