Yfirgáfu skarkalann í borginni og gerðust ferðaþjónustubændur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2024 20:00 Hjónin Þórlaug og Grétar á Móum í Hvalfjarðarsveit eru hæstánægð með lífið í sveitinni. Vísir/Bjarni Hjón sem áður bjuggu í Reykjavík sjá ekki eftir þeirri ákvörðun að gerast ferðaþjónustubændur í sveitinni. Um þessar mundir eru þau að byggja fleiri smáhýsi fyrir gesti sína. Hjónin Þórlaug og Grétar á Móum í Hvalfjarðarsveit voru í óða önn ásamt vinnufólki þegar fréttastofu bar að garði á dögunum. „Það er verið að byggja hérna fjögur hús í viðbót viðþað sem var fyrir. Það voru hérna sjö hús, bætum við fjórum í sumar og þremur næsta sumar, bara bjartsýnn,“ segir Grétar. Sem stendur er pláss fyrir um þrjátíu í gistingu, en sá fjöldi mun ríflega tvöfaldast þegar öll nýju húsin eru klár, en þau koma í einingum frá Eistlandi. „Þetta eru bjálkahús sem ég set saman sjálfur með aðstoðarmenn með mér, fljótsett upp. Við sátum við eldhúsborðiðég og konan og rissuðum þetta á blað og sendum þetta út og fengum teikningar til baka upp á nýtinguna áþeim og þau koma bara mjög vel út, nýtast bara mjög vel að innan,“ segir Grétar. Þórlaug sækir vinnu í Reykjavík en hjónin sjá ekki eftir því að flýja úr borginni fyrir um sex árum. „Maðurinn minn er ættaður hérna frá Reyn og vildi endilega komast úr skarkalanum í bænum og mér fannst þetta bara svolítið sniðugt, bara að keyra í vinnuna á hverjum degi. En ég hafði enga trúáþví að einhver vildi gista 40 mínútur frá Reykjavík. En það var ekki rétt hjá mér, það er greinilegt aðþað er full þörf áþessu öllu saman og ég elska að vera hérna,“ segir Þórlaug og Grétar tekur undir. „Mjög gott að komast úr skarkalanum, þetta er allt annað líf,“ segir Grétar. Auk þess að vera í ferðaþjónustu eru bæði hundur og hænur á bænum sem sjá heimilinu fyrir eggjum. Þau sjá vel fyrir sér að lifa alfarið af ferðaþjónustunni. „Við gætum alveg gert það og það er opið hérna allt árið um kring en ég er í fullri vinnu í Reykjavík, bara í sumarfríi núna. Við erum með auka starfsmann sem hjálpar til en þetta er örugglega bara framtíðin hjá manni. Hvalfjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Það er verið að byggja hérna fjögur hús í viðbót viðþað sem var fyrir. Það voru hérna sjö hús, bætum við fjórum í sumar og þremur næsta sumar, bara bjartsýnn,“ segir Grétar. Sem stendur er pláss fyrir um þrjátíu í gistingu, en sá fjöldi mun ríflega tvöfaldast þegar öll nýju húsin eru klár, en þau koma í einingum frá Eistlandi. „Þetta eru bjálkahús sem ég set saman sjálfur með aðstoðarmenn með mér, fljótsett upp. Við sátum við eldhúsborðiðég og konan og rissuðum þetta á blað og sendum þetta út og fengum teikningar til baka upp á nýtinguna áþeim og þau koma bara mjög vel út, nýtast bara mjög vel að innan,“ segir Grétar. Þórlaug sækir vinnu í Reykjavík en hjónin sjá ekki eftir því að flýja úr borginni fyrir um sex árum. „Maðurinn minn er ættaður hérna frá Reyn og vildi endilega komast úr skarkalanum í bænum og mér fannst þetta bara svolítið sniðugt, bara að keyra í vinnuna á hverjum degi. En ég hafði enga trúáþví að einhver vildi gista 40 mínútur frá Reykjavík. En það var ekki rétt hjá mér, það er greinilegt aðþað er full þörf áþessu öllu saman og ég elska að vera hérna,“ segir Þórlaug og Grétar tekur undir. „Mjög gott að komast úr skarkalanum, þetta er allt annað líf,“ segir Grétar. Auk þess að vera í ferðaþjónustu eru bæði hundur og hænur á bænum sem sjá heimilinu fyrir eggjum. Þau sjá vel fyrir sér að lifa alfarið af ferðaþjónustunni. „Við gætum alveg gert það og það er opið hérna allt árið um kring en ég er í fullri vinnu í Reykjavík, bara í sumarfríi núna. Við erum með auka starfsmann sem hjálpar til en þetta er örugglega bara framtíðin hjá manni.
Hvalfjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira