Líf og dauði leikur á hnífsegg Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. júlí 2024 11:37 Frumleg og örlítið furðuleg hugmynd hlaut fyrstu verðlaun í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða árið 2009 – að þróa og framleiða lækningavörur úr fiskroði. Verðlaunin voru 3 milljónir króna og 40 ráðgjafatímar hjá Atvinnuþróunarfélagið Vestfjarða. Það er óhætt að segja að hugmyndinni hafi vaxið fiskur um hrygg síðan þá, því upphafsmaðurinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson hefur byggt um eitt öflugasta fyrirtæki landsins, stuðlað að lækningu tugþúsunda manna sem margir höfðu misst vonina, og skapað gríðarleg verðmæti fyrir íslenska þjóðarbúið. Hróður Kerecis hefur borist víða og nýjasta rósin í hnappagat félagsins er tilnefning til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna sem verða afhent á Möltu á þriðjudaginn kemur. Almenningur getur tekið þátt í kjörinu með þátttöku í netkosningu og ég hvet alla Íslendinga til að leggja sitt af mörkum á https://bit.ly/epoaward. Verðlaunum af þessari stærðargráðu fylgir mikill sýnileiki, sem stuðlar að hraðari dreifingu á lækningarvörum frá Kerecis um heiminn og að fleiri sjúklingar fái notið þeirra. Það leiðir til aukinna umsvifa hér heima, fjölgunar starfa og meiri verðmætasköpunar fyrir land og þjóð. Um svipað leyti og Kerecis vann Nýsköpunarkeppni Vestfjarða lagði Tækniþróunarsjóður félaginu til stuðning upp á eina milljón króna. Samkvæmt stofnandanum Guðmundi Fertram skiptu þessir fjármunir sköpum og án þeirra er óvíst að félagið hefði komist á legg. Sagan af Kerecis sýnir glöggt hvernig líf og dauði leikur á hnífsegg. Ef stuðningur í formi smáaura hefði ekki komið til, hefði samfélagið orðið af tugmilljarða tekjum, nýjum störfum og heimurinn misst af lækningavöru sem bætir líf og líðan fólks. Nýsköpunarstuðningur við athafnafólk með góðar hugmyndir er ekki sóun á opinberu fé heldur gerir það frumkvöðlum mögulegt að taka áhættur með hugmyndirnar sínar og borga samfélaginu margfalt tilbaka. Hagkerfið okkar þarf á því að halda að hér séu fleiri stoðir, aukin útflutningsverðmæti munu tryggja okkur fleiri tækifæri og aukin lífsgæði. Viðurkenningar og sýnileiki íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi skiptir okkur því öll miklu máli. Þess vegna tek ég þátt í netkosningunni og kýs rétt á https://bit.ly/epoaward. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Frumleg og örlítið furðuleg hugmynd hlaut fyrstu verðlaun í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða árið 2009 – að þróa og framleiða lækningavörur úr fiskroði. Verðlaunin voru 3 milljónir króna og 40 ráðgjafatímar hjá Atvinnuþróunarfélagið Vestfjarða. Það er óhætt að segja að hugmyndinni hafi vaxið fiskur um hrygg síðan þá, því upphafsmaðurinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson hefur byggt um eitt öflugasta fyrirtæki landsins, stuðlað að lækningu tugþúsunda manna sem margir höfðu misst vonina, og skapað gríðarleg verðmæti fyrir íslenska þjóðarbúið. Hróður Kerecis hefur borist víða og nýjasta rósin í hnappagat félagsins er tilnefning til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna sem verða afhent á Möltu á þriðjudaginn kemur. Almenningur getur tekið þátt í kjörinu með þátttöku í netkosningu og ég hvet alla Íslendinga til að leggja sitt af mörkum á https://bit.ly/epoaward. Verðlaunum af þessari stærðargráðu fylgir mikill sýnileiki, sem stuðlar að hraðari dreifingu á lækningarvörum frá Kerecis um heiminn og að fleiri sjúklingar fái notið þeirra. Það leiðir til aukinna umsvifa hér heima, fjölgunar starfa og meiri verðmætasköpunar fyrir land og þjóð. Um svipað leyti og Kerecis vann Nýsköpunarkeppni Vestfjarða lagði Tækniþróunarsjóður félaginu til stuðning upp á eina milljón króna. Samkvæmt stofnandanum Guðmundi Fertram skiptu þessir fjármunir sköpum og án þeirra er óvíst að félagið hefði komist á legg. Sagan af Kerecis sýnir glöggt hvernig líf og dauði leikur á hnífsegg. Ef stuðningur í formi smáaura hefði ekki komið til, hefði samfélagið orðið af tugmilljarða tekjum, nýjum störfum og heimurinn misst af lækningavöru sem bætir líf og líðan fólks. Nýsköpunarstuðningur við athafnafólk með góðar hugmyndir er ekki sóun á opinberu fé heldur gerir það frumkvöðlum mögulegt að taka áhættur með hugmyndirnar sínar og borga samfélaginu margfalt tilbaka. Hagkerfið okkar þarf á því að halda að hér séu fleiri stoðir, aukin útflutningsverðmæti munu tryggja okkur fleiri tækifæri og aukin lífsgæði. Viðurkenningar og sýnileiki íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi skiptir okkur því öll miklu máli. Þess vegna tek ég þátt í netkosningunni og kýs rétt á https://bit.ly/epoaward. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun