Semja við Bellingham Formúlu 1 heimsins Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2024 11:31 Oliver Bearman verður ökuþór í Formúlu 1 frá og með næsta tímabili. Hann er sagður Jude Bellingham Formúlu 1 heimsins. Vísir/Getty Breski ökuþórinn Oliver Bearman hefur skrifað undir nokkurra ára samning við Formúlu 1 lið Haas og mun hann vera einn af aðalökumönnum liðsins frá og með næsta tímabili. Bearman þykir eitt mesta efni mótorsportheimsins um þessar mundir. Bretinn er aðeins nítján ára gamall og kemur úr ökumanns akademíu Ferrari. Hann vakti gríðarlega athygli fyrr á yfirstandandi tímabili er hann þurfti að leysa Spánverjann Carlos Sainz af hólmi í Sádi-Arabíu kappakstrinum með mjög skömmum fyrirvara. Á hinni krefjandi braut sem boðið er upp á í Sádi-Arabíu í Formúlu 1 mótaröðinni endaði Bearman í sjöunda sæti sem skilaði sér í sex stigum, bæði fyrir hann og Ferrari. Bearman þekkir umhverfið hjá Haas vel en liðið er vel tengt Ferrari og hefur Bretinn fengið að spreyta sig á æfingum Haas á yfirstandandi tímabili samhlíða því að keppa í Formúlu 2 mótaröðinni. Ljóst þykir að Bearman gæti látið til sín taka í Formúlu 1 í framtíðinni og ætti það ekki að koma á óvart ef hann endar á einhverjum tímapunkti aftur hjá Ferrari sem einn af aðalökumönnum liðsins. „Hann er Jude Bellingham Formúlu 1 heimsins,“ segir Craig Slater, einn af Formúlu 1 sérfræðingum Sky Sports en Bellingham er, þrátt fyrir að vera ungur að árum, skærasta stjarna enskrar knattspyrnu og leikmaður Real Madrid. „Hann (Bearman) varð nítján ára í maí síðastliðnum og er yngsti Bretinn til þess að keppa í Formúlu 1 því að hann var aðeins átján ára gamall er hann keppti í fyrsta sinn í mótaröðinni fyrir Ferrari í Sádi-Arabíu fyrr á árinu.“ Framtíðin sé mjög björt fyrir Bretann unga. „Maður býst við því að metnaður hans snúi að því að hann vilji snúa ftur til Ferrari á einhverjum tímapunkti, keppast um sigur og heimsmeistaratitla.“ Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Bretinn er aðeins nítján ára gamall og kemur úr ökumanns akademíu Ferrari. Hann vakti gríðarlega athygli fyrr á yfirstandandi tímabili er hann þurfti að leysa Spánverjann Carlos Sainz af hólmi í Sádi-Arabíu kappakstrinum með mjög skömmum fyrirvara. Á hinni krefjandi braut sem boðið er upp á í Sádi-Arabíu í Formúlu 1 mótaröðinni endaði Bearman í sjöunda sæti sem skilaði sér í sex stigum, bæði fyrir hann og Ferrari. Bearman þekkir umhverfið hjá Haas vel en liðið er vel tengt Ferrari og hefur Bretinn fengið að spreyta sig á æfingum Haas á yfirstandandi tímabili samhlíða því að keppa í Formúlu 2 mótaröðinni. Ljóst þykir að Bearman gæti látið til sín taka í Formúlu 1 í framtíðinni og ætti það ekki að koma á óvart ef hann endar á einhverjum tímapunkti aftur hjá Ferrari sem einn af aðalökumönnum liðsins. „Hann er Jude Bellingham Formúlu 1 heimsins,“ segir Craig Slater, einn af Formúlu 1 sérfræðingum Sky Sports en Bellingham er, þrátt fyrir að vera ungur að árum, skærasta stjarna enskrar knattspyrnu og leikmaður Real Madrid. „Hann (Bearman) varð nítján ára í maí síðastliðnum og er yngsti Bretinn til þess að keppa í Formúlu 1 því að hann var aðeins átján ára gamall er hann keppti í fyrsta sinn í mótaröðinni fyrir Ferrari í Sádi-Arabíu fyrr á árinu.“ Framtíðin sé mjög björt fyrir Bretann unga. „Maður býst við því að metnaður hans snúi að því að hann vilji snúa ftur til Ferrari á einhverjum tímapunkti, keppast um sigur og heimsmeistaratitla.“
Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti