Semja við Bellingham Formúlu 1 heimsins Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2024 11:31 Oliver Bearman verður ökuþór í Formúlu 1 frá og með næsta tímabili. Hann er sagður Jude Bellingham Formúlu 1 heimsins. Vísir/Getty Breski ökuþórinn Oliver Bearman hefur skrifað undir nokkurra ára samning við Formúlu 1 lið Haas og mun hann vera einn af aðalökumönnum liðsins frá og með næsta tímabili. Bearman þykir eitt mesta efni mótorsportheimsins um þessar mundir. Bretinn er aðeins nítján ára gamall og kemur úr ökumanns akademíu Ferrari. Hann vakti gríðarlega athygli fyrr á yfirstandandi tímabili er hann þurfti að leysa Spánverjann Carlos Sainz af hólmi í Sádi-Arabíu kappakstrinum með mjög skömmum fyrirvara. Á hinni krefjandi braut sem boðið er upp á í Sádi-Arabíu í Formúlu 1 mótaröðinni endaði Bearman í sjöunda sæti sem skilaði sér í sex stigum, bæði fyrir hann og Ferrari. Bearman þekkir umhverfið hjá Haas vel en liðið er vel tengt Ferrari og hefur Bretinn fengið að spreyta sig á æfingum Haas á yfirstandandi tímabili samhlíða því að keppa í Formúlu 2 mótaröðinni. Ljóst þykir að Bearman gæti látið til sín taka í Formúlu 1 í framtíðinni og ætti það ekki að koma á óvart ef hann endar á einhverjum tímapunkti aftur hjá Ferrari sem einn af aðalökumönnum liðsins. „Hann er Jude Bellingham Formúlu 1 heimsins,“ segir Craig Slater, einn af Formúlu 1 sérfræðingum Sky Sports en Bellingham er, þrátt fyrir að vera ungur að árum, skærasta stjarna enskrar knattspyrnu og leikmaður Real Madrid. „Hann (Bearman) varð nítján ára í maí síðastliðnum og er yngsti Bretinn til þess að keppa í Formúlu 1 því að hann var aðeins átján ára gamall er hann keppti í fyrsta sinn í mótaröðinni fyrir Ferrari í Sádi-Arabíu fyrr á árinu.“ Framtíðin sé mjög björt fyrir Bretann unga. „Maður býst við því að metnaður hans snúi að því að hann vilji snúa ftur til Ferrari á einhverjum tímapunkti, keppast um sigur og heimsmeistaratitla.“ Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bretinn er aðeins nítján ára gamall og kemur úr ökumanns akademíu Ferrari. Hann vakti gríðarlega athygli fyrr á yfirstandandi tímabili er hann þurfti að leysa Spánverjann Carlos Sainz af hólmi í Sádi-Arabíu kappakstrinum með mjög skömmum fyrirvara. Á hinni krefjandi braut sem boðið er upp á í Sádi-Arabíu í Formúlu 1 mótaröðinni endaði Bearman í sjöunda sæti sem skilaði sér í sex stigum, bæði fyrir hann og Ferrari. Bearman þekkir umhverfið hjá Haas vel en liðið er vel tengt Ferrari og hefur Bretinn fengið að spreyta sig á æfingum Haas á yfirstandandi tímabili samhlíða því að keppa í Formúlu 2 mótaröðinni. Ljóst þykir að Bearman gæti látið til sín taka í Formúlu 1 í framtíðinni og ætti það ekki að koma á óvart ef hann endar á einhverjum tímapunkti aftur hjá Ferrari sem einn af aðalökumönnum liðsins. „Hann er Jude Bellingham Formúlu 1 heimsins,“ segir Craig Slater, einn af Formúlu 1 sérfræðingum Sky Sports en Bellingham er, þrátt fyrir að vera ungur að árum, skærasta stjarna enskrar knattspyrnu og leikmaður Real Madrid. „Hann (Bearman) varð nítján ára í maí síðastliðnum og er yngsti Bretinn til þess að keppa í Formúlu 1 því að hann var aðeins átján ára gamall er hann keppti í fyrsta sinn í mótaröðinni fyrir Ferrari í Sádi-Arabíu fyrr á árinu.“ Framtíðin sé mjög björt fyrir Bretann unga. „Maður býst við því að metnaður hans snúi að því að hann vilji snúa ftur til Ferrari á einhverjum tímapunkti, keppast um sigur og heimsmeistaratitla.“
Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti