Bronze er talin með bestu leikmönnum heims um þessar mundir og hefur verið undanfarin ár. Hún spilaði með Barcelona frá 2022 til ársins í ár en hefur einnig spilað fyrir franska stórliðið Lyon ásamt Manchester City í heimalandinu.
Chelsea are set to sign #Lionesses defender Lucy Bronze on a free transfer.
— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) July 3, 2024
A five-time Champions League winner, with two different clubs, Bronze may have her eye on Clarence Seedorf's record 👀#BBCFootball #UWCL #CFCW pic.twitter.com/alQ8Yy100R
Ásamt því að verða Evrópumeistari með Englandi og fara alla leið í úrslit á heimsmeistaramótinu síðasta sumar þá hefur Bronze fimm sinnum sigrað Meistaradeild Evrópu.
Bronze yrði annar leikmaðurinn sem myndi ganga í raðir Chelsea frá Barcelona í sumar en hin tvítuga Júlia Bartel samdi við Chelsea fyrir ekki svo löngu síðan.
Melanie Leupolz has departed Chelsea after four seasons and completed a move to Real Madrid.
— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) July 3, 2024
It's been an honour, @Melanie_Leupolz. 💙
Það er ljóst að um mikinn feng yrði að ræða fyrir Chelsea sem er að undirbúa sig undir fyrsta tímabilið án þjálfarans Emmu Hayes í meira en áratug. Hin þýska Melanie Leupolz er farin til Real Madríd og þá má reikna með frekari breytingum.