„Finnst mega vernda leikmenn meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júlí 2024 20:58 Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, segir að dómarar megi gera meira til að vernda leikmenn. Vísir/Diego Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur í Bestu-deild kvenna, segir erfitt að kyngja 1-0 tapi síns liðs gegn Stjörnunni í kvöld. „Mjög erfitt. En svona er fótboltinn. Það er hægt að skapa öll heimsins færi eins og við gerðum í kvöld, en ef maður nýtir þau ekki þá mun það bíta þig í rassinn,“ sagði Glenn í viðtali eftir leik. „Eins og ég sá þetta vorum við eina liðið á vellinum að skapa öll þessi færi og það er erfitt að kyngja þessu.“ Hann segir leikmenn hafa skort ró til að klára færin. „Okkur vantaði að vera rólegar í færunum. Mér fannst við vera að koma okkur í góð færi og í góðar stöður þar sem við vorum að nýta okkur það þegar varnarmenn Stjörnunnar voru komnir úr stöðum. En þegar við vorum komin í þessar stöður þurftum við að vera rólegri til að klára færin.“ Keflavíkurliðið kom boltanum þó einu sinni í netið, en markið var dæmt af vegna þess að Erin Mcleod, markvörður Stjörnunnar, var með hönd á boltanum þegar Saorla Miller hrifsaði hann af henni. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sá ég þetta ekki nógu vel. Ég sá þegar Erin varði, en ég sá ekki almennilega hvað gerðist eftir það. Ég þarf að skoða það betur.“ Kallar eftir vernd Hann nýtti þó einnig tækifærið og sendi dómarateymi leiksins smá pillu. „En ég verð að segja að það var brotið mjög oft á okkar lykilleikmönnum. Gróf brot sem fengu að viðgangast. Einn sóknarmaðurinn okkar sem var að búa til vandræði fyrir Stjörnuna er stokkbólgin á öðrum ökklanum og við gátum varla notað hana í seinni hálfleik. Þannig ef við horfum á leikinn út frá því finnst mér mega vernda leikmenn meira.“ „Leikmenn vita hvaða leikmenn eru hættulegir í liðunum sem þeir eru að spila á móti. Einn leikmaður brýtur hérna og annar þarna þannig þetta er kannski ekki alltaf sami leikmaðurinn sem er að brjóta af sér. En ef það er alltaf verið að brjóta á sama leikmanninum þá verður að koma sá tímapunktur að dómarinn fari að veifa spjöldum.“ Keflavík mætir Fylki í botnbaráttuslag í næstu umferð og Glenn var ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess leiks. „Það er bara leikur sem við verðum að vinna,“ sagði Glenn að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
„Mjög erfitt. En svona er fótboltinn. Það er hægt að skapa öll heimsins færi eins og við gerðum í kvöld, en ef maður nýtir þau ekki þá mun það bíta þig í rassinn,“ sagði Glenn í viðtali eftir leik. „Eins og ég sá þetta vorum við eina liðið á vellinum að skapa öll þessi færi og það er erfitt að kyngja þessu.“ Hann segir leikmenn hafa skort ró til að klára færin. „Okkur vantaði að vera rólegar í færunum. Mér fannst við vera að koma okkur í góð færi og í góðar stöður þar sem við vorum að nýta okkur það þegar varnarmenn Stjörnunnar voru komnir úr stöðum. En þegar við vorum komin í þessar stöður þurftum við að vera rólegri til að klára færin.“ Keflavíkurliðið kom boltanum þó einu sinni í netið, en markið var dæmt af vegna þess að Erin Mcleod, markvörður Stjörnunnar, var með hönd á boltanum þegar Saorla Miller hrifsaði hann af henni. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sá ég þetta ekki nógu vel. Ég sá þegar Erin varði, en ég sá ekki almennilega hvað gerðist eftir það. Ég þarf að skoða það betur.“ Kallar eftir vernd Hann nýtti þó einnig tækifærið og sendi dómarateymi leiksins smá pillu. „En ég verð að segja að það var brotið mjög oft á okkar lykilleikmönnum. Gróf brot sem fengu að viðgangast. Einn sóknarmaðurinn okkar sem var að búa til vandræði fyrir Stjörnuna er stokkbólgin á öðrum ökklanum og við gátum varla notað hana í seinni hálfleik. Þannig ef við horfum á leikinn út frá því finnst mér mega vernda leikmenn meira.“ „Leikmenn vita hvaða leikmenn eru hættulegir í liðunum sem þeir eru að spila á móti. Einn leikmaður brýtur hérna og annar þarna þannig þetta er kannski ekki alltaf sami leikmaðurinn sem er að brjóta af sér. En ef það er alltaf verið að brjóta á sama leikmanninum þá verður að koma sá tímapunktur að dómarinn fari að veifa spjöldum.“ Keflavík mætir Fylki í botnbaráttuslag í næstu umferð og Glenn var ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess leiks. „Það er bara leikur sem við verðum að vinna,“ sagði Glenn að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira