Elín Klara valin í lið mótsins á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2024 17:01 Elín Klara Þorkelsdóttir stóð sig frábærlega á heimsmeistaramótinu hjá 20 ára landsliðum þar sem Ísland náði sögulegum árangri. @hsi_iceland Íslenska handboltakonan Elín Klara Þorkelsdóttir var valin í liði mótsins á heimsmeistaramóti tuttugu ára landsliða sem lauk í Norður Makedóníu í gær. Íslensku stelpurnar urðu í sjöunda sæti sem er besti árangur Íslands á þessu móti. Elín Klara er þarna að ná einstökum árangri en það er mikið afrek hjá henni að komast í úrvalslið mótsins þrátt fyrir að spila með landsliði sem spilar ekki um verðlaun á mótinu. Elín Klara varð tólfti markahæsti leikmaður mótsins með 40 mörk í átta leikjum en hún nýtti 67 prósent skota sinna. 29 af 40 mörkum hennar komu eftir gegnumbrot. Hún fiskaði líka sjö leikmenn af velli í tvær mínútur. The #NorthMacedonia2024 All-star Team ⭐ MVP: Lylou Borg 🇫🇷 GK: Klára Zaj 🇭🇺LW: Matilde Marie Vestergaard 🇩🇰LB: Lea Faragó 🇭🇺CB: Elín Klara Thorkelsdóttir 🇮🇸RB: Alieke Van Maurik 🇳🇱 RW: Manon Errard 🇫🇷 LP: Lilou Pintat 🇫🇷 Top scorer: Jelena Vukčević🇲🇪 — 74 goals pic.twitter.com/9bCSEGYXm3— International Handball Federation (@ihfhandball) June 30, 2024 Elín varð einnig í ellefta sæti yfir flestar stoðsendingar en hún fékk skráðar á sig 23 stoðsendingar. Hún kom því með beinum hætti að 63 mörkum íslenska liðsins á mótinu eða 7,9 mörkum í leik. Elín var í úrvalsliðinu sem leikstjórnandi en aðrar í liðinu voru ungverski markvörðurinn Klára Zaj, danski vinstri hornamaðurinn Matilde Vestergaard, ungverska vinstri skyttan Lea Faragó, hollenska hægri skyttan Alieke van Maurik, franski hægri hornamaðurinn og franski línumaðurinn Lilou Pintat. Hin franska Lylou Borg var valin mikilvægasti leikmaður mótsins en sú markahæsta var Jelena Vukcevic frá Svartfjallalandi með 74 mörk. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira
Elín Klara er þarna að ná einstökum árangri en það er mikið afrek hjá henni að komast í úrvalslið mótsins þrátt fyrir að spila með landsliði sem spilar ekki um verðlaun á mótinu. Elín Klara varð tólfti markahæsti leikmaður mótsins með 40 mörk í átta leikjum en hún nýtti 67 prósent skota sinna. 29 af 40 mörkum hennar komu eftir gegnumbrot. Hún fiskaði líka sjö leikmenn af velli í tvær mínútur. The #NorthMacedonia2024 All-star Team ⭐ MVP: Lylou Borg 🇫🇷 GK: Klára Zaj 🇭🇺LW: Matilde Marie Vestergaard 🇩🇰LB: Lea Faragó 🇭🇺CB: Elín Klara Thorkelsdóttir 🇮🇸RB: Alieke Van Maurik 🇳🇱 RW: Manon Errard 🇫🇷 LP: Lilou Pintat 🇫🇷 Top scorer: Jelena Vukčević🇲🇪 — 74 goals pic.twitter.com/9bCSEGYXm3— International Handball Federation (@ihfhandball) June 30, 2024 Elín varð einnig í ellefta sæti yfir flestar stoðsendingar en hún fékk skráðar á sig 23 stoðsendingar. Hún kom því með beinum hætti að 63 mörkum íslenska liðsins á mótinu eða 7,9 mörkum í leik. Elín var í úrvalsliðinu sem leikstjórnandi en aðrar í liðinu voru ungverski markvörðurinn Klára Zaj, danski vinstri hornamaðurinn Matilde Vestergaard, ungverska vinstri skyttan Lea Faragó, hollenska hægri skyttan Alieke van Maurik, franski hægri hornamaðurinn og franski línumaðurinn Lilou Pintat. Hin franska Lylou Borg var valin mikilvægasti leikmaður mótsins en sú markahæsta var Jelena Vukcevic frá Svartfjallalandi með 74 mörk. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland)
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira