Skoðanakannanir framkvæmdar síðustu daga bentu til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna.
Útgönguspár benda til þess að sú spá geti ræst. Á eftir Frönsku þjóðfylkingunni kemur Bandalag vinstri flokka með rúm 28 prósent og þar á eftir kemur miðjuflokkur Emmanuel Macron sitjandi Frakklandsforseta með rúm tuttugu prósent.
Þá er Repúblikanaflokkurinn með rúm tíu prósent.

Rætt verður við Torfa Tulinius, prófessor og sérfræðing í málefnum Frakklands, í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 innan skamms.