Ungur maður tekinn af lífi fyrir að hlusta á K-pop í Norður-Kóreu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2024 20:07 Kim Jong Un er einræðisherra Norður-Kóreu. AP/Gavriil Grigorov Tuttugu og tveggja ára gamall maður var tekinn af lífi í Norður Kóreu á opinberum vettvangi, fyrir að hafa hlustað á 70 lög frá Suður-Kóreu, horft á þrjár myndir þaðan og að hafa dreift þeim. Þetta var árið 2022. Breski miðillinn Independent greindi frá þessu í gær. Þar segir að þetta hafi verið meðal þess sem kom fram í mannréttindaskýrslu um Norður-Kóreu sem ráðuneyti í Suður-Kóreu birti á fimmtudaginn. Í skýrslunni birtist meðal annars vitnisburður 649 Norður-Kóreumanna sem hafa flúið landið. Vilja sporna gegn „illkynja“ vestrænum áhrifum Skýrslan varpar ljósi á harðar aðgerðir sem Norður-Kóresk yfirvöld hafa ráðist í til að sporna gegn vestrænum áhrifum. Bann við K-poppi er mikilvægur liður í þeirri vegferð, en ný lög sem samþykkt voru þar í landi árið 2020 hertu enn frekar bannið við þessari afþreyingu frá Suður-Kóreu, en áhrif tónlistarinnar á fólk eru sögð „illkynja.“ Hér er Suður-Kóreska K-pop hljómsveitin RIIZE. Yfirvöldum í Norður-Kóreu hugnast illa tískan og hugmyndirnar sem hljómsveitir í þessum stíl boða.AP/Ahn Young-joon Svokallað K-pop er ákveðin tegund popptónlistar, eða jafnvel afþreyingarefni í víðum skilningi frá Suður-Kóreu sem hefur náð miklum vinsældum um heim allan. Unga fólkið hrifið af Suður-Kóreu Í skýrslunni er haft eftir rúmlega tvítugri konu sem flúði Norður-Kóreu, að ungt fólk í Norðrinu sé mjög hrifið af menningu Suðursins. „Unga fólkið reynir að fylgjast með, og herma eftir menningunni í Suður-Kóreu. Þau elska allt sem kemur þaðan,“ segir hún. Þegar unga fólkið horfir á dramaþætti frá Suður-Kóreu, hugsi þau með sér, „af hverju þarf ég að lifa eins og við lifum hér?“ Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Breski miðillinn Independent greindi frá þessu í gær. Þar segir að þetta hafi verið meðal þess sem kom fram í mannréttindaskýrslu um Norður-Kóreu sem ráðuneyti í Suður-Kóreu birti á fimmtudaginn. Í skýrslunni birtist meðal annars vitnisburður 649 Norður-Kóreumanna sem hafa flúið landið. Vilja sporna gegn „illkynja“ vestrænum áhrifum Skýrslan varpar ljósi á harðar aðgerðir sem Norður-Kóresk yfirvöld hafa ráðist í til að sporna gegn vestrænum áhrifum. Bann við K-poppi er mikilvægur liður í þeirri vegferð, en ný lög sem samþykkt voru þar í landi árið 2020 hertu enn frekar bannið við þessari afþreyingu frá Suður-Kóreu, en áhrif tónlistarinnar á fólk eru sögð „illkynja.“ Hér er Suður-Kóreska K-pop hljómsveitin RIIZE. Yfirvöldum í Norður-Kóreu hugnast illa tískan og hugmyndirnar sem hljómsveitir í þessum stíl boða.AP/Ahn Young-joon Svokallað K-pop er ákveðin tegund popptónlistar, eða jafnvel afþreyingarefni í víðum skilningi frá Suður-Kóreu sem hefur náð miklum vinsældum um heim allan. Unga fólkið hrifið af Suður-Kóreu Í skýrslunni er haft eftir rúmlega tvítugri konu sem flúði Norður-Kóreu, að ungt fólk í Norðrinu sé mjög hrifið af menningu Suðursins. „Unga fólkið reynir að fylgjast með, og herma eftir menningunni í Suður-Kóreu. Þau elska allt sem kemur þaðan,“ segir hún. Þegar unga fólkið horfir á dramaþætti frá Suður-Kóreu, hugsi þau með sér, „af hverju þarf ég að lifa eins og við lifum hér?“
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51