Kia styður rafíþróttir á Íslandi Atli Már Guðfinsson skrifar 8. júlí 2024 11:01 Frá vinstri : 2. Sæti Fannar og Grímur 1. Sæti Alexander og Bragi Atli Már Guðfinnsson Kia og Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) skrifuðu í dag undir samstarfssamning á sviði rafíþrótta á Íslandi. Kia mun styðja Rafíþróttasamband Íslands með áherslu á mótamál og þá sérstaklega ungmennamót en aðilarnir héldu nýverið í samstarfi við Arena Gaming í Kópavogi, Kia - Íslandsmeistaramót Grunnskólanema í Rafíþróttum en þar tóku þátt 130 börn af öllu landinu. Rafíþróttasamband Íslands er samband rafíþrótta- og íþróttafélaga á Íslandi, Sambandið hefur frá 2018 verið stærsti mótshaldari Íslands á sviði rafíþrótta. „Það er virkilega virkilega ánægjulegt að sjá þennan stuðning Kia við íslenskar rafíþróttir. Ungmennastarfið er grasrót og grunnur árangurs í rafíþróttum og mikilvægt að fjölga mótum þar sem ungir og efnilegir rafíþróttamenn geta látið ljós sitt skína,“ segir Jökull Jóhannsson framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands. „Rafíþróttir eru sífellt vaxandi og RÍSÍ sinnir mikilvægu hlutverki í að hlúa að ungum iðkendum. Kia er því stoltur stuðningsaðili við þetta flotta starf sem er bæði mikilvægt og mótandi fyrir komandi kynslóð rafíþróttamanna á Íslandi,” segir Egill Örn Gunnarsson, vörumerkjastjóri Kia á Íslandi. Kia hefur á síðustu árum tekið þátt í miklum vexti rafíþrótta á heimsvísu, en Kia var m.a. fyrsta vörumerkið sem skrifaði undir styrktarsamning við Evrópumeistaramótið í League of Legends eftir að það var sett á laggirnar árið 2018. Jökull Jóhannsson, formaður RÍSÍ og Helgi Ragnar Gunnarsson, aðstoðarsölustjóri Kia á Íslandi við undirritun samningsins. Rafíþróttir Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1
Rafíþróttasamband Íslands er samband rafíþrótta- og íþróttafélaga á Íslandi, Sambandið hefur frá 2018 verið stærsti mótshaldari Íslands á sviði rafíþrótta. „Það er virkilega virkilega ánægjulegt að sjá þennan stuðning Kia við íslenskar rafíþróttir. Ungmennastarfið er grasrót og grunnur árangurs í rafíþróttum og mikilvægt að fjölga mótum þar sem ungir og efnilegir rafíþróttamenn geta látið ljós sitt skína,“ segir Jökull Jóhannsson framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands. „Rafíþróttir eru sífellt vaxandi og RÍSÍ sinnir mikilvægu hlutverki í að hlúa að ungum iðkendum. Kia er því stoltur stuðningsaðili við þetta flotta starf sem er bæði mikilvægt og mótandi fyrir komandi kynslóð rafíþróttamanna á Íslandi,” segir Egill Örn Gunnarsson, vörumerkjastjóri Kia á Íslandi. Kia hefur á síðustu árum tekið þátt í miklum vexti rafíþrótta á heimsvísu, en Kia var m.a. fyrsta vörumerkið sem skrifaði undir styrktarsamning við Evrópumeistaramótið í League of Legends eftir að það var sett á laggirnar árið 2018. Jökull Jóhannsson, formaður RÍSÍ og Helgi Ragnar Gunnarsson, aðstoðarsölustjóri Kia á Íslandi við undirritun samningsins.
Rafíþróttir Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1