Kæra fólskulegt brot í Kaplakrika: „Einbeittur brotavilji“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 20:31 Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, fékk að finna fyrir því í leik FH og Tindastóls á Kaplakrikavelli í gærkvöldi. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fólskulegt brot sem átti sér stað í leik FH og Tindastóls, en fór fram hjá dómarateyminu, í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöldi hefur verið kært til Knattspyrnusambands Íslands. Þetta staðfestir Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi. Ljótt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik í umræddum leik í Bestu deild kvenna í gær þegar að Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, varð fyrir fólskulegu olnbogaskoti Breukelen Woodard, leikmanns FH. Atvikið fór fram hjá dómarateymi leiksins en Bryndís lá óvíg eftir í dágóða stund áður en dómari leiksins áttaði sig á stöðunni. „Þetta er ekki óviljaverk. Þetta er viljaverk,“ segir Adam, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi í kvöld. „Hún beitir líkamanum meira að segja þannig, þegar að hún gefur höggið, á þá leið til að ná krafti í þetta. Það vill þannig til að Bryndís er okkar lang aftasti maður á vellinum þegar að þetta gerist og það misstu allir af þessu. Dómarinn stöðvar leikinn loksins þegar að það er öskrað á hann að það væri leikmaður liggjandi á jörðinni. Dómarateymi sem hélt engri línu í leiknum.“ Klippa: Fólskulegt brot í Kaplakrika: „Ógeðslega ljótt að sjá“ Kæra inn á borði KSÍ Sökum þess að atvikið fór fram hjá öllum í dómarateymi leiksins var engin aukaspyrna dæmd og ekkert spjald fór á loft. Knattspyrnudeild Tindastóls ætlar hins vegar ekki að sitja hjá aðgerðalaus í þessu máli. „Við lögðum inn kæru til KSÍ í dag. Svipað atvik átti sér stað hér á Sauðárkróksvelli á síðasta tímabili. Þar sem að akkúrat leikmaður FH gaf leikmanni Tindastóls olnbogaskot. Svona brot viljum við ekki sjá inn á vellinum. Það er eitt að skalla saman eða slæma hendi óvart í andlit. Í þessu atviki er boltinn í loftinu á leiðinni út af vellinum töluvert frá þessu atviki. Þetta er bara einbeittur brotavilji. Þær voru búnar að vera kljást fyrr í leiknum og leikmaður FH var bara orðin pirruð á því hvernig Bryndís var búin að halda aftur af henni. Það sést langar leiðir á þessu myndbroti að þetta er ljótt brot. Bryndís er úr sveitinni og kallar ekki allt ömmu sína og stóð þetta af sér.“ „Ógeðslega ljótt að sjá“ Atvikið sem og umræðurnar í Bestu mörkunum, uppgjörsþætti Bestu deildar kvenna, má sjá hér fyrir ofan en þar sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður þáttarins að ljótt væri að sjá þetta. „Þetta er bara fáránlegt,“ sagði Helena í Bestu mörkunum. „Þarna er aðstoðardómarinn bara í fínni stöðu til að sjá þetta og þetta var rætt í lýsingu leiksins. Opin augu takk fyrir. Þetta er bara ógeðslega ljótt að sjá. “ Bryndís Rut, fyrirliði Tindastóls, mætti svo sjálf í viðtal eftir leik þar sem að hún tjáði sig um atvikið. „Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum. Besta deild kvenna FH Tindastóll Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Ljótt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik í umræddum leik í Bestu deild kvenna í gær þegar að Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, varð fyrir fólskulegu olnbogaskoti Breukelen Woodard, leikmanns FH. Atvikið fór fram hjá dómarateymi leiksins en Bryndís lá óvíg eftir í dágóða stund áður en dómari leiksins áttaði sig á stöðunni. „Þetta er ekki óviljaverk. Þetta er viljaverk,“ segir Adam, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi í kvöld. „Hún beitir líkamanum meira að segja þannig, þegar að hún gefur höggið, á þá leið til að ná krafti í þetta. Það vill þannig til að Bryndís er okkar lang aftasti maður á vellinum þegar að þetta gerist og það misstu allir af þessu. Dómarinn stöðvar leikinn loksins þegar að það er öskrað á hann að það væri leikmaður liggjandi á jörðinni. Dómarateymi sem hélt engri línu í leiknum.“ Klippa: Fólskulegt brot í Kaplakrika: „Ógeðslega ljótt að sjá“ Kæra inn á borði KSÍ Sökum þess að atvikið fór fram hjá öllum í dómarateymi leiksins var engin aukaspyrna dæmd og ekkert spjald fór á loft. Knattspyrnudeild Tindastóls ætlar hins vegar ekki að sitja hjá aðgerðalaus í þessu máli. „Við lögðum inn kæru til KSÍ í dag. Svipað atvik átti sér stað hér á Sauðárkróksvelli á síðasta tímabili. Þar sem að akkúrat leikmaður FH gaf leikmanni Tindastóls olnbogaskot. Svona brot viljum við ekki sjá inn á vellinum. Það er eitt að skalla saman eða slæma hendi óvart í andlit. Í þessu atviki er boltinn í loftinu á leiðinni út af vellinum töluvert frá þessu atviki. Þetta er bara einbeittur brotavilji. Þær voru búnar að vera kljást fyrr í leiknum og leikmaður FH var bara orðin pirruð á því hvernig Bryndís var búin að halda aftur af henni. Það sést langar leiðir á þessu myndbroti að þetta er ljótt brot. Bryndís er úr sveitinni og kallar ekki allt ömmu sína og stóð þetta af sér.“ „Ógeðslega ljótt að sjá“ Atvikið sem og umræðurnar í Bestu mörkunum, uppgjörsþætti Bestu deildar kvenna, má sjá hér fyrir ofan en þar sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður þáttarins að ljótt væri að sjá þetta. „Þetta er bara fáránlegt,“ sagði Helena í Bestu mörkunum. „Þarna er aðstoðardómarinn bara í fínni stöðu til að sjá þetta og þetta var rætt í lýsingu leiksins. Opin augu takk fyrir. Þetta er bara ógeðslega ljótt að sjá. “ Bryndís Rut, fyrirliði Tindastóls, mætti svo sjálf í viðtal eftir leik þar sem að hún tjáði sig um atvikið. „Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum.
Besta deild kvenna FH Tindastóll Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti