Segir hermennina hafa traðkað á skotsárum sínum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2024 21:29 Ísraelsher hefur verið sakaður um að nota Palestínumanninn Mujahid Abadi sem skjöld, þegar hermenn festu hann framan á bíl á laugardaginn. AP Maðurinn sem Ísraelsher festi framan á jeppa hersins í Jenín á Vesturbakkanum á laugardaginn segist hafa verið fyrir framan heimili frænda síns þegar hann varð fyrir skothríð Ísraelshers. Nokkrar klukkustundir hafi liðið þar til hermenn fundu hann liggjandi í jörðinni, og hann segir þá hafa sparkað í skotsár sín og síðar fest hann framan á jeppa hersins. Ísraelski herinn staðfesti á sunnudaginn að hermenn hans hefðu brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í borginni. Herinn sagði að atvikið yrði rannsakað. Hinn 24 ára gamli Mojahid Abadi segir frá atburðarásinni í samtali við bandaríska miðilinn Associated Press. Blaðamaður miðilsins ræddi við hann meðan hann lá á sjúkrahúsi í Palestínu. Hann segist hafa verið inni á heimili frænda síns þegar hann hafi heyrt læti að utan. Hann hafi kíkt út til að athuga hvort herinn væri kominn í hverfið. „Þegar ég reyndi að fara aftur inn var skyndilega skotið í áttina til mín. Frændi minn sem var þarna nálægt var líka skotinn,“ segir Abadi í samtali við AP. Hann segir frá því að hafa verið skotinn í handlegginn, og stokkið bak við bíl fjölskyldunnar í felur. Þá hafi hann verið skotinn í fótlegginn. Abadi segist hafa hringt í föður sinn, sem reyndi eins og hann gat að halda honum vakandi, án árangurs. Jeppanum ekið fram hjá tveimur sjúkrabílum Í tilkynningu frá Ísraelsher vegna atviksins kom fram að maðurinn sem þeir festu við húddið hafi verið grunaður um hryðjuverk og þess vegna hafi hann verið handtekinn. Það stemmir þó ekki við frásögn Abadi, en herinn hefur dregið þann grun til baka. Á myndbandi sem fór í dreifingu sést Abadi bundinn við húdd jeppa Ísraelshers. Myndbandið fór í mikla dreifingu og er herinn sakaður um að hafa notað Abadi sem skjöld. Nokkrum klukkustundum eftir að Abadi var skotinn rankaði hann við sér við hermenn að sparka í skotsárin hans og höfuð. Hann var síðan festur upp á jeppa í eigu hersins. AP hefur eftir Ísraelsher að þeir hafi sett manninn á húddið til að koma honum undir læknishendur. Talsmaður palestínska Rauða krossins segir sjúkraflutningamönnum hafa verið meinaður aðgangur að jeppanum. Í myndefni sem tekið var upp meðan á atvikinu stóð sést að jeppanum var ekið fram hjá tveimur slökkviliðsbílum áður en hermennirnir komu Abadi undir læknishendur. Sem fyrr segir segist Ísraelsher rannsaka atvikið, og að það endurspegli ekki gildi hersins. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Ísraelski herinn staðfesti á sunnudaginn að hermenn hans hefðu brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í borginni. Herinn sagði að atvikið yrði rannsakað. Hinn 24 ára gamli Mojahid Abadi segir frá atburðarásinni í samtali við bandaríska miðilinn Associated Press. Blaðamaður miðilsins ræddi við hann meðan hann lá á sjúkrahúsi í Palestínu. Hann segist hafa verið inni á heimili frænda síns þegar hann hafi heyrt læti að utan. Hann hafi kíkt út til að athuga hvort herinn væri kominn í hverfið. „Þegar ég reyndi að fara aftur inn var skyndilega skotið í áttina til mín. Frændi minn sem var þarna nálægt var líka skotinn,“ segir Abadi í samtali við AP. Hann segir frá því að hafa verið skotinn í handlegginn, og stokkið bak við bíl fjölskyldunnar í felur. Þá hafi hann verið skotinn í fótlegginn. Abadi segist hafa hringt í föður sinn, sem reyndi eins og hann gat að halda honum vakandi, án árangurs. Jeppanum ekið fram hjá tveimur sjúkrabílum Í tilkynningu frá Ísraelsher vegna atviksins kom fram að maðurinn sem þeir festu við húddið hafi verið grunaður um hryðjuverk og þess vegna hafi hann verið handtekinn. Það stemmir þó ekki við frásögn Abadi, en herinn hefur dregið þann grun til baka. Á myndbandi sem fór í dreifingu sést Abadi bundinn við húdd jeppa Ísraelshers. Myndbandið fór í mikla dreifingu og er herinn sakaður um að hafa notað Abadi sem skjöld. Nokkrum klukkustundum eftir að Abadi var skotinn rankaði hann við sér við hermenn að sparka í skotsárin hans og höfuð. Hann var síðan festur upp á jeppa í eigu hersins. AP hefur eftir Ísraelsher að þeir hafi sett manninn á húddið til að koma honum undir læknishendur. Talsmaður palestínska Rauða krossins segir sjúkraflutningamönnum hafa verið meinaður aðgangur að jeppanum. Í myndefni sem tekið var upp meðan á atvikinu stóð sést að jeppanum var ekið fram hjá tveimur slökkviliðsbílum áður en hermennirnir komu Abadi undir læknishendur. Sem fyrr segir segist Ísraelsher rannsaka atvikið, og að það endurspegli ekki gildi hersins.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira