Samhljóða ákærur leiddu til þungra dóma Árni Sæberg skrifar 26. júní 2024 14:31 Pétur Jökull, til vinstri, og meintir samverkamenn hans, til hægri. Vísir Ákæra á hendur Pétri Jökli Jónassyni, sem ákærður er fyrir þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða, er samhljóða ákærum á hendur þeim fjórum sem þegar hafa hlotið þunga refsidóma í málinu. Landsréttur taldi því engin efni til að vísa ákærunni frá. Landsréttur sneri í gær við frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldins á hendur Pétri Jökli. Það var gert á þeim grundvelli að nákvæma verknaðarlýsingu skorti í ákærunni. Landsréttur hefur nú birt úrskurð sinn í málinu. Þar segir að ákæra á hendur Pétri Jökli hafi hljóðað svo: Með ákæru héraðssaksóknara 16. maí 2024 var höfðað mál á hendur varnaraðila fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots, með því að hafa ásamt fjórum nafngreindum mönnum, „sem þegar hafa hlotið dóm fyrir sinn þátt í málinu, sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 342/2023, staðið að innflutningi á 99,25 kg (með 81%-90% styrkleika) af kókaíni hingað til lands frá Brasilíu með viðkomu í Rotterdam í Hollandi. Efnin voru falin í sjö trjádrumbum sem komið var fyrir í gámi með númerinu [...], en efnin voru haldlögð af hollenskum yfirvöldum þann 30. júní 2022 og var gerviefnum komið fyrir í trjádrumbunum. Gámurinn kom hingað til lands aðfaranótt 25. júlí 2022 og var afgreiddur af tollsvæði þann 2. ágúst 2022 og fluttur þaðan að [...] í Reykjavík. Þann 4. ágúst 2022 voru trjádrumbarnir fjarlægðir úr gámnum og fluttir að [...]í Hafnarfirði, þar sem hin ætluðu fíkniefni voru fjarlægð úr trjádrumbunum. Þar var þeim pakkað og hluti þeirra fluttur áleiðis í bifreiðinni [...], til ótilgreinds aðila hér á landi, til að hægt yrði að koma efnunum í sölu og dreifingu, en lögregla lagði hald á hluta af ætluðum fíkniefnum í bifreiðinni þar sem henni hafði verið lagt í bifreiðastæði við [...]í Mosfellsbæ.“ Er háttsemi ákærða í ákæru talin varða við 173. gr. a., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 Héraðsdómur hafi vísað ákærunni frá án kröfu, ex officio, vegna áðurnefnds skorts á verknaðarlýsingu. Ákæran þarf að vera skýr Í úrskurðinum segir að samkvæmt nefndum lið laga um meðferð sakamála skuli greina svo glöggt sem verða má hver sú háttsemi er sem ákært er út af, hvar og hvenær brotið er talið framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu og heimfærslu þess til laga og stjórnvaldsfyrirmæla ef því er að skipta. Í því felist að verknaðarlýsing í ákæru verður að vera það greinargóð og skýr að ákærði geti ráðið af henni hvaða refsiverða háttsemi honum er gefin að sök og hvaða lagaákvæði hann er talinn hafa brotið svo að honum sé fært að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum gegn þeim. Þá verði ákæra að vera svo skýr að þessu leyti að dómara sé fært að gera sér grein fyrir því um hvað ákærði sé sakaður og hvernig telja megi þá háttsemi refsiverða. Ákæra verði að leggja fullnægjandi grundvöll að máli þannig að fella megi dóm á það samkvæmt því sem í henni segir, enda verði ákærði ekki dæmdur fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir Allt að níu ára fangelsi Þá segir að verknaðarlýsing í ákæru á hendur Pétri Jökli sé nánast samhljóða þeirri sem fjórir menn hlutu dóm fyrir í Landsrétti í nóvember síðastliðnum. Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri, hlaut níu ára fangelsisdóm. Birgir Halldórsson, 27 ára, hlaut sex og hálfs árs fangelsi, Jóhannes Páll Durr, 28 ára, hlaut fimm ára fangelsisdóm og hinn þrítugi Daði Björnsson hlaut fimm ára fangelsisdóm. Hefði mátt vera nákvæmari Um sé að ræða almenna lýsingu á hinu ætlaða broti sem ákærðu hafi framið í félagi, án þess að þætti hvers og eins sé lýst sérstaklega. „Er tekið undir það mat héraðsdóms að verknaðarlýsingin hefði verið gleggri ef svo hefði verið og á það jafnt við umbáðar ákærurnar sem um ræðir.“ Á hinn bóginn sé til þess að líta að í ákæru á hendur Pétri Jökli komi fram að honum sé gefin að sök tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots með því að hafa í félagi við aðra staðið að innflutningi mikils magns fíkniefna í sölu-og dreifingarskyni. Einnig sé þar rakið hvaðan efnið muni hafa verið sent, hvar og hvenær lagt var hald á það, hvenær sending með svokölluðu gerviefni barst hingað til lands og lýst ferðum þess eftir það uns lögregla greip þar inn í. Þá sé tilgreint hvaða refsiákvæði háttsemin er talin varða við. Ekki hægt að líta fram hjá örlögum hinna Að framangreindu virtu verði litið svo á að því sé nægjanlega lýst í ákæru fyrir hvaða háttsemi Pétur Jökull er ákærður og að hún sé ekki haldin annmörkum sem séu til þess fallnir að koma niður á möguleikum hans til að halda uppi vörnum í málinu. „Í því sambandi er heldur ekki unnt að líta fram hjá því að ætlaðir samverkamenn ákærða voru sakfelldir samkvæmt ákæru á hendur þeim, sem hafði að geyma sambærilega verknaðarlýsingu.“ Því verði hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Dómsmál Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir frávísun Landsréttur úrskurðaði Pétur Jökul Jónasson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða, í áframhaldandi gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag. Daginn áður vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur ákæru á hendur honum frá dómi. 26. júní 2024 08:09 Máli Péturs Jökuls vísað frá Máli Péturs Jökuls Jónassonar, sakbornings í stóra kókaínmálinu, hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðssaksóknari hefur kært þá niðurstöðu til Landsréttar. 20. júní 2024 11:09 Aðild Péturs Jökuls óskýr að sögn dómara Pétur Jökull Jónasson var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum innflutningi á kókaíni til Íslands í síðasta mánuði. Við þingfestingu málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gagnrýndi dómari saksóknara fyrir að hafa ekki lagt fram nákvæma verknaðarlýsingu með ákæruskjalinu yfir Pétri Jökli eins og tíðkast í málum sem slíkum. 4. júní 2024 18:20 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Landsréttur sneri í gær við frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldins á hendur Pétri Jökli. Það var gert á þeim grundvelli að nákvæma verknaðarlýsingu skorti í ákærunni. Landsréttur hefur nú birt úrskurð sinn í málinu. Þar segir að ákæra á hendur Pétri Jökli hafi hljóðað svo: Með ákæru héraðssaksóknara 16. maí 2024 var höfðað mál á hendur varnaraðila fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots, með því að hafa ásamt fjórum nafngreindum mönnum, „sem þegar hafa hlotið dóm fyrir sinn þátt í málinu, sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 342/2023, staðið að innflutningi á 99,25 kg (með 81%-90% styrkleika) af kókaíni hingað til lands frá Brasilíu með viðkomu í Rotterdam í Hollandi. Efnin voru falin í sjö trjádrumbum sem komið var fyrir í gámi með númerinu [...], en efnin voru haldlögð af hollenskum yfirvöldum þann 30. júní 2022 og var gerviefnum komið fyrir í trjádrumbunum. Gámurinn kom hingað til lands aðfaranótt 25. júlí 2022 og var afgreiddur af tollsvæði þann 2. ágúst 2022 og fluttur þaðan að [...] í Reykjavík. Þann 4. ágúst 2022 voru trjádrumbarnir fjarlægðir úr gámnum og fluttir að [...]í Hafnarfirði, þar sem hin ætluðu fíkniefni voru fjarlægð úr trjádrumbunum. Þar var þeim pakkað og hluti þeirra fluttur áleiðis í bifreiðinni [...], til ótilgreinds aðila hér á landi, til að hægt yrði að koma efnunum í sölu og dreifingu, en lögregla lagði hald á hluta af ætluðum fíkniefnum í bifreiðinni þar sem henni hafði verið lagt í bifreiðastæði við [...]í Mosfellsbæ.“ Er háttsemi ákærða í ákæru talin varða við 173. gr. a., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 Héraðsdómur hafi vísað ákærunni frá án kröfu, ex officio, vegna áðurnefnds skorts á verknaðarlýsingu. Ákæran þarf að vera skýr Í úrskurðinum segir að samkvæmt nefndum lið laga um meðferð sakamála skuli greina svo glöggt sem verða má hver sú háttsemi er sem ákært er út af, hvar og hvenær brotið er talið framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu og heimfærslu þess til laga og stjórnvaldsfyrirmæla ef því er að skipta. Í því felist að verknaðarlýsing í ákæru verður að vera það greinargóð og skýr að ákærði geti ráðið af henni hvaða refsiverða háttsemi honum er gefin að sök og hvaða lagaákvæði hann er talinn hafa brotið svo að honum sé fært að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum gegn þeim. Þá verði ákæra að vera svo skýr að þessu leyti að dómara sé fært að gera sér grein fyrir því um hvað ákærði sé sakaður og hvernig telja megi þá háttsemi refsiverða. Ákæra verði að leggja fullnægjandi grundvöll að máli þannig að fella megi dóm á það samkvæmt því sem í henni segir, enda verði ákærði ekki dæmdur fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir Allt að níu ára fangelsi Þá segir að verknaðarlýsing í ákæru á hendur Pétri Jökli sé nánast samhljóða þeirri sem fjórir menn hlutu dóm fyrir í Landsrétti í nóvember síðastliðnum. Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri, hlaut níu ára fangelsisdóm. Birgir Halldórsson, 27 ára, hlaut sex og hálfs árs fangelsi, Jóhannes Páll Durr, 28 ára, hlaut fimm ára fangelsisdóm og hinn þrítugi Daði Björnsson hlaut fimm ára fangelsisdóm. Hefði mátt vera nákvæmari Um sé að ræða almenna lýsingu á hinu ætlaða broti sem ákærðu hafi framið í félagi, án þess að þætti hvers og eins sé lýst sérstaklega. „Er tekið undir það mat héraðsdóms að verknaðarlýsingin hefði verið gleggri ef svo hefði verið og á það jafnt við umbáðar ákærurnar sem um ræðir.“ Á hinn bóginn sé til þess að líta að í ákæru á hendur Pétri Jökli komi fram að honum sé gefin að sök tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots með því að hafa í félagi við aðra staðið að innflutningi mikils magns fíkniefna í sölu-og dreifingarskyni. Einnig sé þar rakið hvaðan efnið muni hafa verið sent, hvar og hvenær lagt var hald á það, hvenær sending með svokölluðu gerviefni barst hingað til lands og lýst ferðum þess eftir það uns lögregla greip þar inn í. Þá sé tilgreint hvaða refsiákvæði háttsemin er talin varða við. Ekki hægt að líta fram hjá örlögum hinna Að framangreindu virtu verði litið svo á að því sé nægjanlega lýst í ákæru fyrir hvaða háttsemi Pétur Jökull er ákærður og að hún sé ekki haldin annmörkum sem séu til þess fallnir að koma niður á möguleikum hans til að halda uppi vörnum í málinu. „Í því sambandi er heldur ekki unnt að líta fram hjá því að ætlaðir samverkamenn ákærða voru sakfelldir samkvæmt ákæru á hendur þeim, sem hafði að geyma sambærilega verknaðarlýsingu.“ Því verði hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Með ákæru héraðssaksóknara 16. maí 2024 var höfðað mál á hendur varnaraðila fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots, með því að hafa ásamt fjórum nafngreindum mönnum, „sem þegar hafa hlotið dóm fyrir sinn þátt í málinu, sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 342/2023, staðið að innflutningi á 99,25 kg (með 81%-90% styrkleika) af kókaíni hingað til lands frá Brasilíu með viðkomu í Rotterdam í Hollandi. Efnin voru falin í sjö trjádrumbum sem komið var fyrir í gámi með númerinu [...], en efnin voru haldlögð af hollenskum yfirvöldum þann 30. júní 2022 og var gerviefnum komið fyrir í trjádrumbunum. Gámurinn kom hingað til lands aðfaranótt 25. júlí 2022 og var afgreiddur af tollsvæði þann 2. ágúst 2022 og fluttur þaðan að [...] í Reykjavík. Þann 4. ágúst 2022 voru trjádrumbarnir fjarlægðir úr gámnum og fluttir að [...]í Hafnarfirði, þar sem hin ætluðu fíkniefni voru fjarlægð úr trjádrumbunum. Þar var þeim pakkað og hluti þeirra fluttur áleiðis í bifreiðinni [...], til ótilgreinds aðila hér á landi, til að hægt yrði að koma efnunum í sölu og dreifingu, en lögregla lagði hald á hluta af ætluðum fíkniefnum í bifreiðinni þar sem henni hafði verið lagt í bifreiðastæði við [...]í Mosfellsbæ.“ Er háttsemi ákærða í ákæru talin varða við 173. gr. a., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940
Dómsmál Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir frávísun Landsréttur úrskurðaði Pétur Jökul Jónasson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða, í áframhaldandi gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag. Daginn áður vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur ákæru á hendur honum frá dómi. 26. júní 2024 08:09 Máli Péturs Jökuls vísað frá Máli Péturs Jökuls Jónassonar, sakbornings í stóra kókaínmálinu, hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðssaksóknari hefur kært þá niðurstöðu til Landsréttar. 20. júní 2024 11:09 Aðild Péturs Jökuls óskýr að sögn dómara Pétur Jökull Jónasson var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum innflutningi á kókaíni til Íslands í síðasta mánuði. Við þingfestingu málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gagnrýndi dómari saksóknara fyrir að hafa ekki lagt fram nákvæma verknaðarlýsingu með ákæruskjalinu yfir Pétri Jökli eins og tíðkast í málum sem slíkum. 4. júní 2024 18:20 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir frávísun Landsréttur úrskurðaði Pétur Jökul Jónasson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða, í áframhaldandi gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag. Daginn áður vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur ákæru á hendur honum frá dómi. 26. júní 2024 08:09
Máli Péturs Jökuls vísað frá Máli Péturs Jökuls Jónassonar, sakbornings í stóra kókaínmálinu, hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðssaksóknari hefur kært þá niðurstöðu til Landsréttar. 20. júní 2024 11:09
Aðild Péturs Jökuls óskýr að sögn dómara Pétur Jökull Jónasson var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum innflutningi á kókaíni til Íslands í síðasta mánuði. Við þingfestingu málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gagnrýndi dómari saksóknara fyrir að hafa ekki lagt fram nákvæma verknaðarlýsingu með ákæruskjalinu yfir Pétri Jökli eins og tíðkast í málum sem slíkum. 4. júní 2024 18:20