Úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir frávísun Árni Sæberg skrifar 26. júní 2024 08:09 Landsréttur vill halda Pétri Jökli í haldi. Vísir Landsréttur úrskurðaði Pétur Jökul Jónasson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða, í áframhaldandi gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag. Daginn áður vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur ákæru á hendur honum frá dómi. Greint var frá því á fimmtudag síðustu vikur að ákæru á hendur Pétri Jökli hefði verið vísað frá vegna óskýrleika í ákæru. Áður hafði dómari í málinu hirt ákæruvaldið fyrir að leggja ekki fram nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls í ákæru. Héraðssaksóknari kærði þá niðurstöðu héraðsdóms umsvifalaust til Landsréttar. Framlenging á þriðjudegi, frávísun á fimmtudegi og staðfesting á föstudegi Pétur Jökull var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánudagsins 15. júlí í héraðsdómi þann 18. júní síðastliðinn. Hann skaut því til Landsréttar daginn eftir. Á meðan Landsréttur var með málið til meðferðar var ákæru á hendur Pétri Jökli sem fyrr segir vísað frá. Landsréttur kvað upp úrskurð í málinu föstudaginn 21. júní, daginn eftir að ákærunni var vísað frá. Í úrskurðinum, sem var birtur í gær, segir að Héraðssaksóknari hafi skotið frávísuninni til Landsréttar og það mál bíði enn úrlausnar réttarins. Með fyrri úrskurðum Landsréttar í máli Péturs Jökuls hafi því verið slegið föstu að fullnægt væri skilyrðum til þess að hann sætti gæsluvarðhaldi með vísan til ákvæðis laga um meðferð sakamála, sem kveður á um að þótt skilyrðum sömu laga um rökstuddan grun sé ekki uppfyllt, megi úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað tíu ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Í málinu sé ekkert komið fram sem haggi fyrri niðurstöðum Landsréttar. Málið enn til meðferðar Þá segir í úrskurðinum að ákvæði áðurnefndra laga, um að ekki megi úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess, standi ekki í vegi fyrir því að Pétur Jökull sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Mál hafi verið höfðað á hendur honum sem sé enn til meðferðar fyrir dómstólum. Með vísan til þessarra athugasemda en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar var hann staðfestur. Þó segir í úrskurðinum að í ljósi aðstæðna athugist að samkvæmt nefndri grein sakamálalaga skuli sá sem krafist hefur gæsluvarðhalds láta sakborning lausan jafnskjótt og ástæður til gæslu eru ekki lengur fyrir hendi. Huldumaðurinn virðist með óljósa aðild Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru dæmdir í málinu í fyrra en lögreglan taldi ljóst að fimmti maðurinn væri viðriðinn málið og taldi að Pétur Jökull væri sá maður. Lýst var eftir Pétri á vef Interpol í byrjun árs. Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu í kjölfarið, sjálfviljugur. Við komuna til landsins var hann handtekinn og færður í varðhald. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Greint var frá því á fimmtudag síðustu vikur að ákæru á hendur Pétri Jökli hefði verið vísað frá vegna óskýrleika í ákæru. Áður hafði dómari í málinu hirt ákæruvaldið fyrir að leggja ekki fram nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls í ákæru. Héraðssaksóknari kærði þá niðurstöðu héraðsdóms umsvifalaust til Landsréttar. Framlenging á þriðjudegi, frávísun á fimmtudegi og staðfesting á föstudegi Pétur Jökull var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánudagsins 15. júlí í héraðsdómi þann 18. júní síðastliðinn. Hann skaut því til Landsréttar daginn eftir. Á meðan Landsréttur var með málið til meðferðar var ákæru á hendur Pétri Jökli sem fyrr segir vísað frá. Landsréttur kvað upp úrskurð í málinu föstudaginn 21. júní, daginn eftir að ákærunni var vísað frá. Í úrskurðinum, sem var birtur í gær, segir að Héraðssaksóknari hafi skotið frávísuninni til Landsréttar og það mál bíði enn úrlausnar réttarins. Með fyrri úrskurðum Landsréttar í máli Péturs Jökuls hafi því verið slegið föstu að fullnægt væri skilyrðum til þess að hann sætti gæsluvarðhaldi með vísan til ákvæðis laga um meðferð sakamála, sem kveður á um að þótt skilyrðum sömu laga um rökstuddan grun sé ekki uppfyllt, megi úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað tíu ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Í málinu sé ekkert komið fram sem haggi fyrri niðurstöðum Landsréttar. Málið enn til meðferðar Þá segir í úrskurðinum að ákvæði áðurnefndra laga, um að ekki megi úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess, standi ekki í vegi fyrir því að Pétur Jökull sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Mál hafi verið höfðað á hendur honum sem sé enn til meðferðar fyrir dómstólum. Með vísan til þessarra athugasemda en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar var hann staðfestur. Þó segir í úrskurðinum að í ljósi aðstæðna athugist að samkvæmt nefndri grein sakamálalaga skuli sá sem krafist hefur gæsluvarðhalds láta sakborning lausan jafnskjótt og ástæður til gæslu eru ekki lengur fyrir hendi. Huldumaðurinn virðist með óljósa aðild Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru dæmdir í málinu í fyrra en lögreglan taldi ljóst að fimmti maðurinn væri viðriðinn málið og taldi að Pétur Jökull væri sá maður. Lýst var eftir Pétri á vef Interpol í byrjun árs. Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu í kjölfarið, sjálfviljugur. Við komuna til landsins var hann handtekinn og færður í varðhald.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira