Mun ekki leyfa kaup og sölur á uppsprengdu verði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2024 13:00 Nýjasti leikmaður Everton, ykkur er fyrirgefið ef þið hafið aldrei séð kauða. Tony McArdle/Getty Images Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa gefið skýrt til kynna að deildin mun ekki leyfa liðum deildarinnar að beygja fjárhagsregluverk hennar með því að selja unga og uppalda leikmenn á uppsprengdu verði. Breska ríkisútvarpið, BBC, birti frétt þess efnis að nokkur lið deildarinnar hefðu svo gott sem skipt á ungum og uppöldum leikmönnum. Skiptin fóru hins vegar þannig fram að liðin borguðu uppsprengt verð en um er að ræða leikmenn sem hafa lítið sem ekkert áorkað á knattspyrnuvellinum. Clubs warned not to breach Premier League ‘good faith’ rules over ‘PSR loophole’ dealshttps://t.co/HDypknTMlF— Martyn Ziegler (@martynziegler) June 24, 2024 Ástæðan er sú að uppaldir leikmenn skila meira í kassann þegar kemur að PSR-reglum deildarinnar en þær skera úr um hvað lið deildarinnar mega vera mikið í mínus yfir þriggja ára tímabil. Var reglunum ætlað að hjálpa þeim liðum sem ekki ættu ótæmanlegar hirslur en það virðist ekki vera raunin. Þar sem uppaldir leikmenn flokkast sem „hreinn gróði“ þá telja þeir allt að þrisvar sinnum meira í bókhaldi félaganna. Ef uppalinn leikmaður er seldur fyrir 5 milljónir má félagið kaupa fyrir 15 milljónir án þess að brjóta téðar fjármálareglur. Þetta virðast lið deildarinnar nú vera að nýta sér í gríð og erg. Everton er eitt þeirra félaga sem nefnt er í greininni en félagið keypti hinn tvítuga Tim Iroegbunam á níu milljónir punda, rúmlega einn og hálfan milljarð íslenskra króna, frá Aston Villa. Hinn 21 árs gamli Lewis Dobbin fór í hina áttina fyrir sömu upphæð. Þá var Villa nálægt því að selja táninginn Omari Kellyman til Chelsea á 19 milljónir punda, rúma 3,3 milljarða íslenskra króna. Aston Villa is pleased to announce the signing of Lewis Dobbin from Everton. 🤝— Aston Villa (@AVFCOfficial) June 23, 2024 Skömmu eftir að Villa hafði selt Iroegbunam var tilkynnt að félagið væri að festa kaup á Ian Maatsen, vinstri bakverði Chelsea sem spilaði með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð. Kaupverðið 37,5 milljónir punda, rúmlega 6,6 milljarða íslenskra króna. Á svipuðum tíma var Everton sagt vera að íhuga að kaupa táninginn Yankuba Minteh frá Newcastle United en síðarnefnda liðið var á sama tíma sagt vilja kaupa framherjann Dominic Calvert-Lewin. Í frétt BBC kemur fram að eitt lið deildarinnar hafi miklar áhyggjur af þessu og hafi lagt inn kvörtun. Á sama tíma hefur The Times greint frá að deildin muni ekki leyfa liðum að komast upp með þetta. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Breska ríkisútvarpið, BBC, birti frétt þess efnis að nokkur lið deildarinnar hefðu svo gott sem skipt á ungum og uppöldum leikmönnum. Skiptin fóru hins vegar þannig fram að liðin borguðu uppsprengt verð en um er að ræða leikmenn sem hafa lítið sem ekkert áorkað á knattspyrnuvellinum. Clubs warned not to breach Premier League ‘good faith’ rules over ‘PSR loophole’ dealshttps://t.co/HDypknTMlF— Martyn Ziegler (@martynziegler) June 24, 2024 Ástæðan er sú að uppaldir leikmenn skila meira í kassann þegar kemur að PSR-reglum deildarinnar en þær skera úr um hvað lið deildarinnar mega vera mikið í mínus yfir þriggja ára tímabil. Var reglunum ætlað að hjálpa þeim liðum sem ekki ættu ótæmanlegar hirslur en það virðist ekki vera raunin. Þar sem uppaldir leikmenn flokkast sem „hreinn gróði“ þá telja þeir allt að þrisvar sinnum meira í bókhaldi félaganna. Ef uppalinn leikmaður er seldur fyrir 5 milljónir má félagið kaupa fyrir 15 milljónir án þess að brjóta téðar fjármálareglur. Þetta virðast lið deildarinnar nú vera að nýta sér í gríð og erg. Everton er eitt þeirra félaga sem nefnt er í greininni en félagið keypti hinn tvítuga Tim Iroegbunam á níu milljónir punda, rúmlega einn og hálfan milljarð íslenskra króna, frá Aston Villa. Hinn 21 árs gamli Lewis Dobbin fór í hina áttina fyrir sömu upphæð. Þá var Villa nálægt því að selja táninginn Omari Kellyman til Chelsea á 19 milljónir punda, rúma 3,3 milljarða íslenskra króna. Aston Villa is pleased to announce the signing of Lewis Dobbin from Everton. 🤝— Aston Villa (@AVFCOfficial) June 23, 2024 Skömmu eftir að Villa hafði selt Iroegbunam var tilkynnt að félagið væri að festa kaup á Ian Maatsen, vinstri bakverði Chelsea sem spilaði með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð. Kaupverðið 37,5 milljónir punda, rúmlega 6,6 milljarða íslenskra króna. Á svipuðum tíma var Everton sagt vera að íhuga að kaupa táninginn Yankuba Minteh frá Newcastle United en síðarnefnda liðið var á sama tíma sagt vilja kaupa framherjann Dominic Calvert-Lewin. Í frétt BBC kemur fram að eitt lið deildarinnar hafi miklar áhyggjur af þessu og hafi lagt inn kvörtun. Á sama tíma hefur The Times greint frá að deildin muni ekki leyfa liðum að komast upp með þetta.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira