Ætla ekki að greiða lausnargjald og loka fyrir erlenda umferð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júní 2024 06:46 Morgunblaðið og fylgitungl þess eru til húsa í Hádegismóum. Vísir/Egill Lokað hefur verið fyrir erlenda umferð um vef Morgunblaðsins vegna tölvuárásarinnar sem framin var um helgina. Aðstoðarritstjóri segir ekki koma til greina að greiða árásarmönnunum lausnargjald fyrir gögn sem þeir hafa í gíslingu. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Tölvuárásin var gerð síðdegis á sunnudag, og olli því að mbl.is, vefur Morgunblaðsins, lá niðri í nokkrar klukkustundir. Þá stöðvuðust útsendingar útvarpsstöðvarinnar K100, auk þess sem fleiri kerfi útgáfufélagsins Árvakurs lágu niðri. Ríkisútvarpið hefur eftir Guðmundi Arnari Sigmundssyni, forstöðumanni netöryggissveitarinnar Cert-is, að lokað hefði verið fyrir erlenda umferð um vefinn, sem væri algengt ráð til að verjast svokölluðum álagsárásum. Slíkar árásir ganga út á að búa til álag á vefsíður til þess að gera þær óvirkar. Þá er haft eftir Karli Blöndal, aðstoðarritstjóra Morgunblaðisins, að ekki komi til greina að greiða tölvuþrjótum á vegum rússneska hakkarahópsins Akira lausnargjald fyrir gögn í gíslingu. Hann hafi ekki viljað staðfesta hvort þrjótarnir hefðu haft uppi slíka kröfu. „Ég vil ekkert fara út í það. Það eina sem ég vil segja að þetta eru náttúrulega óþokkar og þrjótar,“ hefur RÚV eftir Karli. Fjölmiðlar Netöryggi Tölvuárásir Tengdar fréttir Ætla megi að gögn fórnarlamba rati til rússnesku leyniþjónustunnar Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. 24. júní 2024 20:01 „Árás á frjálsan fjölmiðil er atlaga að lýðræðinu“ Stjórn Blaðamannafélagsins vill að yfirvöld rannsaki netárásar á miðla Árvakurs í gær. Gera þurfi ráðstafanir til að verja mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla. 24. júní 2024 16:29 „Mikið þrekvirki“ að koma Morgunblaðinu út í morgun Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra. 24. júní 2024 12:48 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Tölvuárásin var gerð síðdegis á sunnudag, og olli því að mbl.is, vefur Morgunblaðsins, lá niðri í nokkrar klukkustundir. Þá stöðvuðust útsendingar útvarpsstöðvarinnar K100, auk þess sem fleiri kerfi útgáfufélagsins Árvakurs lágu niðri. Ríkisútvarpið hefur eftir Guðmundi Arnari Sigmundssyni, forstöðumanni netöryggissveitarinnar Cert-is, að lokað hefði verið fyrir erlenda umferð um vefinn, sem væri algengt ráð til að verjast svokölluðum álagsárásum. Slíkar árásir ganga út á að búa til álag á vefsíður til þess að gera þær óvirkar. Þá er haft eftir Karli Blöndal, aðstoðarritstjóra Morgunblaðisins, að ekki komi til greina að greiða tölvuþrjótum á vegum rússneska hakkarahópsins Akira lausnargjald fyrir gögn í gíslingu. Hann hafi ekki viljað staðfesta hvort þrjótarnir hefðu haft uppi slíka kröfu. „Ég vil ekkert fara út í það. Það eina sem ég vil segja að þetta eru náttúrulega óþokkar og þrjótar,“ hefur RÚV eftir Karli.
Fjölmiðlar Netöryggi Tölvuárásir Tengdar fréttir Ætla megi að gögn fórnarlamba rati til rússnesku leyniþjónustunnar Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. 24. júní 2024 20:01 „Árás á frjálsan fjölmiðil er atlaga að lýðræðinu“ Stjórn Blaðamannafélagsins vill að yfirvöld rannsaki netárásar á miðla Árvakurs í gær. Gera þurfi ráðstafanir til að verja mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla. 24. júní 2024 16:29 „Mikið þrekvirki“ að koma Morgunblaðinu út í morgun Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra. 24. júní 2024 12:48 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Ætla megi að gögn fórnarlamba rati til rússnesku leyniþjónustunnar Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. 24. júní 2024 20:01
„Árás á frjálsan fjölmiðil er atlaga að lýðræðinu“ Stjórn Blaðamannafélagsins vill að yfirvöld rannsaki netárásar á miðla Árvakurs í gær. Gera þurfi ráðstafanir til að verja mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla. 24. júní 2024 16:29
„Mikið þrekvirki“ að koma Morgunblaðinu út í morgun Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra. 24. júní 2024 12:48
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent