Þá verður rætt við íbúa í Laugardal, sem telur að veiðihundar í hverfinu hafi drepið köttinn hennar. Hún segir íbúa í hverfinu lafhrædda við hundana og langþreytta á lausagöngu þeirra.
Þak úr plastpoka, loftlaus vindsæng og notaðar sprautunálar sýna fram á dapurlegar aðstæður heimilislausra í Reykjavík. Deildarstjóri í málaflokknum segir engan þurfa að gista utandyra.
Við verðum í beinni frá miðborginni en enn bætist í hóp göngugatna í sumar. Markmiðið er að bæta aðgengi og umferðaröryggi gangandi vegfarenda.
Að lokum verður litið við á Reykjavíkurflugvelli, þar sem sögufrægur þristur lenti í morgun eftir að hafa tekið þátt í athöfnum í Evrópu, þar sem minnst var innrásarinnar í Normandí.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.