Ráðherra ber mikla ábyrgð Magnús Guðmundsson skrifar 23. júní 2024 11:00 Það er mikil andstaða við sjókvíaeldi í Seyðisfirði. 75% íbúa eru andvíg því og það er staðfest í skoðanakönnun Múlaþings. VÁ – félag um vernd fjarðar hefur ítrekað bent á Farice-1 strenginn og helgunarsvæði hans í firðinum. Það má ekki ganga yfir þennan mikilvæga innvið. Farice-1 strengurinn er ekki einkmál Seyðfirðinga. Hann þjónar netöryggi þeirra ekkert öðruvísi en annarra landsmanna og frændum okkar Færeyinga. Strengurinn er Færeyingum mikilvægur fyrir fjarskiptasamband við umheiminn. Forstjóri Farice ehf sendi athugasemd strax 2020 til Skipulagsstofnunar um það að sjókvíar ættu ekki að vera í nánd við helgnarsvæði strengsins. Í frétt RÚV, Fjarskipti Færeyinga við umheiminn í húfi, https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-06-21-fjarskipti-faereyinga-vid-umheiminn-i-hufi-416115 er m.a. rætt við Þorvarð framkvæmdastjóra Farice ehf. Ráðherra og burðarþolsmat Sigurður Ingi var sjávarútvegsráðherra árin 2014 – 2016 þegar flestir firðirnir fóru í burðarþolsmat. Ég veit ekki af hverju ráðherra ákvað ekki þá strax að friða Seyðisfjörð út af Farice-1 strengnum og helgunarsvæði hans. Strengurinn þjónar netöryggi tveggja þjóða við umheiminn. Seyðisfjörður fór í burðarþolsmat og svört skýrsla Ríkisendurskoðanda, sem kom út í janúar 2023 staðfestir að burðarþolsmat í Seyðisfirði er gert á röngum forsendum. Það tekur ekki tillit til annarrar starfsemi í firðinum. Staðreyndir úr skýrslunni breyttu engu. Enn er verið að vinna að því að setja sjókvíaeldi í Seyðisfjörð. Stjórnsýslan lætur almannahagsmuni víkja fyrir einkahagsmunum Kaldvíkur. Skipulagsvinnan Fyrsta apríl 2019 var fyrsti fundur Strandsvæðaráðs Austfjarða og starfsmanna Skipulagsstofnunar, sem voru fengnir til að aðstoða svæðisráðið við skipulagsvinnuna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sat sem umhverfis- og auðlindaráðherra og fór með skipulagsmál. Ráðherra og skipulagsyfirvöld kveiktu ekki á perunni með strenginn, og áfram er Seyðisfjörður inni í skipulaginu á röngum forsendum. Árið 2021 Ríkisstjórnin fékk nægjanlegt fylgi til að halda samstarfinu áfram. Nýju ráðuneyti háskóla- iðnaðar- og nýsköpunar var bætt við. Ráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefur ekki brugðist við beiðni Farice ehf um endurskoðun fjarskiptalaga til að tryggja öryggi sæstrengja. Ráðherra fjarskiptamála og þrír ráðherrar í Þjóðaröryggisráði, forsætisráðherra, utanríksráðherra og dómsmálaráðherra hafa engar áhyggjur af hugsanlegum skemmdum á strengnum, vegna manngerðrar ógnar. Ráðherrar koma hins vegar reglulega í fjölmiðla með miklar áhyggjur af netöryggi vegna ógna af hryðjuverkum og stríðsátökum. Eftir stólaskipti og uppstokkun ráðuneyta varð Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og fer með skipulags-, samgöngu og sveitarstjórnarmál. Þarna var komið tækifæri fyrir ráðherrann að leiðrétta mistökin, sem hann gerði sem sjávarútvegsráðherra þegar hann setti Seyðisfjörð í burðarþolsmat. Nei – áfram gakk, við ætlum ekki að virða almannahagsmuni og verja innviðina. Strandsvæðaskipulagsvinnunni lauk í desember 2022 án þess að tekin væri endanleg afstaða til Farice-1 og helgunarsvæðis hans, þrátt fyrir að fyrir lægju nægar og nauðsynlegar upplýsingar um að sjókvíaeldi komist ekki fyrir í Seyðisfirði vegna strengsins. Leyfisveitendum er ætlað að leita umsagnar Farice ehf. Það hefur verið gert og niðurstaða Farice ehf er á sama veg og áður. Sjókvíaeldi á ekki heima í nálægð við helgunarsvæði sæstrengsins. Sigurður Ingi innviðaráðherra samþykkti strandsvæðaskipulagið í mars 2023. Þá var kominn í ráðgjafarteymi ráðherrans skipulagsfræðingur, sem er annar af starfsmönnum Skipulagsstofnunar, sem mest vann skipulagið fyrir svæðisráð og innviðaráðherra. Þarna er vanhæfni starfsmannsins augljóst, hann metur eigin verk. Hvergi hefur skipulagsvinnan verið skilin eftir jafn illa unnin og ófrágengin eins og gert var í Seyðisfirði. Eins og áður kemur fram voru svæðisráð og Skipulagsstofnun fengin til að vinna strandsvæðaskipulag skv. skipulagslögum, og áttu að sjálfsögðu að klára verkið en ekki að skilja þrjú mikilvægustu atriðin eftir þ.a. Farice, ofanflóð og siglingaáhættumat. Fyrst svæðisráð og Skipulagsstofnun treystu sér ekki til að fullklára verkið átti innviðaráðherra ekki að samþykkja skipulagið. Kaldvík var aldrei aðili að vinnslu strandsvæðaskipulagsins en nú er úrvinnsla ofanflóðamats og áhættumats siglinga komin í þeirra hendur. Fyrirtækið mun aldrei bera ábyrgð á þessum áhættumötum ef eitthvað kemur uppá. Ráðherra og Skipulagsstofnun bera ábyrgð á skipulaginu og að fylgja því eftir. Þetta eru gjörsamlega óboðleg vinnubrögð hjá stjórnsýslunni. Sjö ráðuneyti koma að sjókvíaeldi í Seyðisfirði ef af því verður. Megi stjórnsýslunni ganga betur en hingað til að samhæfa vinnu stofnana til að gæta almannahagsmuna og taka þá alfarið fram fyrir hagsmuni gróðafyrirtækja. Það á og þarf að skila góðu búi og byggilegu landi til komandi kynslóða. Allir vilja hafa netöryggið í lagi hvar í flokki sem þeir standa og hvar í heiminum þeir búa. Ráðherrar ber mikla ábyrgð. Höfundur er félagsmaður í VÁ – félags um vernd fjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er mikil andstaða við sjókvíaeldi í Seyðisfirði. 75% íbúa eru andvíg því og það er staðfest í skoðanakönnun Múlaþings. VÁ – félag um vernd fjarðar hefur ítrekað bent á Farice-1 strenginn og helgunarsvæði hans í firðinum. Það má ekki ganga yfir þennan mikilvæga innvið. Farice-1 strengurinn er ekki einkmál Seyðfirðinga. Hann þjónar netöryggi þeirra ekkert öðruvísi en annarra landsmanna og frændum okkar Færeyinga. Strengurinn er Færeyingum mikilvægur fyrir fjarskiptasamband við umheiminn. Forstjóri Farice ehf sendi athugasemd strax 2020 til Skipulagsstofnunar um það að sjókvíar ættu ekki að vera í nánd við helgnarsvæði strengsins. Í frétt RÚV, Fjarskipti Færeyinga við umheiminn í húfi, https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-06-21-fjarskipti-faereyinga-vid-umheiminn-i-hufi-416115 er m.a. rætt við Þorvarð framkvæmdastjóra Farice ehf. Ráðherra og burðarþolsmat Sigurður Ingi var sjávarútvegsráðherra árin 2014 – 2016 þegar flestir firðirnir fóru í burðarþolsmat. Ég veit ekki af hverju ráðherra ákvað ekki þá strax að friða Seyðisfjörð út af Farice-1 strengnum og helgunarsvæði hans. Strengurinn þjónar netöryggi tveggja þjóða við umheiminn. Seyðisfjörður fór í burðarþolsmat og svört skýrsla Ríkisendurskoðanda, sem kom út í janúar 2023 staðfestir að burðarþolsmat í Seyðisfirði er gert á röngum forsendum. Það tekur ekki tillit til annarrar starfsemi í firðinum. Staðreyndir úr skýrslunni breyttu engu. Enn er verið að vinna að því að setja sjókvíaeldi í Seyðisfjörð. Stjórnsýslan lætur almannahagsmuni víkja fyrir einkahagsmunum Kaldvíkur. Skipulagsvinnan Fyrsta apríl 2019 var fyrsti fundur Strandsvæðaráðs Austfjarða og starfsmanna Skipulagsstofnunar, sem voru fengnir til að aðstoða svæðisráðið við skipulagsvinnuna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sat sem umhverfis- og auðlindaráðherra og fór með skipulagsmál. Ráðherra og skipulagsyfirvöld kveiktu ekki á perunni með strenginn, og áfram er Seyðisfjörður inni í skipulaginu á röngum forsendum. Árið 2021 Ríkisstjórnin fékk nægjanlegt fylgi til að halda samstarfinu áfram. Nýju ráðuneyti háskóla- iðnaðar- og nýsköpunar var bætt við. Ráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefur ekki brugðist við beiðni Farice ehf um endurskoðun fjarskiptalaga til að tryggja öryggi sæstrengja. Ráðherra fjarskiptamála og þrír ráðherrar í Þjóðaröryggisráði, forsætisráðherra, utanríksráðherra og dómsmálaráðherra hafa engar áhyggjur af hugsanlegum skemmdum á strengnum, vegna manngerðrar ógnar. Ráðherrar koma hins vegar reglulega í fjölmiðla með miklar áhyggjur af netöryggi vegna ógna af hryðjuverkum og stríðsátökum. Eftir stólaskipti og uppstokkun ráðuneyta varð Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og fer með skipulags-, samgöngu og sveitarstjórnarmál. Þarna var komið tækifæri fyrir ráðherrann að leiðrétta mistökin, sem hann gerði sem sjávarútvegsráðherra þegar hann setti Seyðisfjörð í burðarþolsmat. Nei – áfram gakk, við ætlum ekki að virða almannahagsmuni og verja innviðina. Strandsvæðaskipulagsvinnunni lauk í desember 2022 án þess að tekin væri endanleg afstaða til Farice-1 og helgunarsvæðis hans, þrátt fyrir að fyrir lægju nægar og nauðsynlegar upplýsingar um að sjókvíaeldi komist ekki fyrir í Seyðisfirði vegna strengsins. Leyfisveitendum er ætlað að leita umsagnar Farice ehf. Það hefur verið gert og niðurstaða Farice ehf er á sama veg og áður. Sjókvíaeldi á ekki heima í nálægð við helgunarsvæði sæstrengsins. Sigurður Ingi innviðaráðherra samþykkti strandsvæðaskipulagið í mars 2023. Þá var kominn í ráðgjafarteymi ráðherrans skipulagsfræðingur, sem er annar af starfsmönnum Skipulagsstofnunar, sem mest vann skipulagið fyrir svæðisráð og innviðaráðherra. Þarna er vanhæfni starfsmannsins augljóst, hann metur eigin verk. Hvergi hefur skipulagsvinnan verið skilin eftir jafn illa unnin og ófrágengin eins og gert var í Seyðisfirði. Eins og áður kemur fram voru svæðisráð og Skipulagsstofnun fengin til að vinna strandsvæðaskipulag skv. skipulagslögum, og áttu að sjálfsögðu að klára verkið en ekki að skilja þrjú mikilvægustu atriðin eftir þ.a. Farice, ofanflóð og siglingaáhættumat. Fyrst svæðisráð og Skipulagsstofnun treystu sér ekki til að fullklára verkið átti innviðaráðherra ekki að samþykkja skipulagið. Kaldvík var aldrei aðili að vinnslu strandsvæðaskipulagsins en nú er úrvinnsla ofanflóðamats og áhættumats siglinga komin í þeirra hendur. Fyrirtækið mun aldrei bera ábyrgð á þessum áhættumötum ef eitthvað kemur uppá. Ráðherra og Skipulagsstofnun bera ábyrgð á skipulaginu og að fylgja því eftir. Þetta eru gjörsamlega óboðleg vinnubrögð hjá stjórnsýslunni. Sjö ráðuneyti koma að sjókvíaeldi í Seyðisfirði ef af því verður. Megi stjórnsýslunni ganga betur en hingað til að samhæfa vinnu stofnana til að gæta almannahagsmuna og taka þá alfarið fram fyrir hagsmuni gróðafyrirtækja. Það á og þarf að skila góðu búi og byggilegu landi til komandi kynslóða. Allir vilja hafa netöryggið í lagi hvar í flokki sem þeir standa og hvar í heiminum þeir búa. Ráðherrar ber mikla ábyrgð. Höfundur er félagsmaður í VÁ – félags um vernd fjarðar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun