Vonast til að geta stöðvað flæði yfir varnargarð fyrir lok dags Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 12:08 Myndin er tekin klukkan 10 í morgun og sést vel hversu vel hefur gengið að stöðva annan tauminn frá í gær. Mynd/Ari Guðmundsson Enn er glóð í gíg eldgossins við Sundhnúk. Hraunflæðið er nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarðana við orkuverið í Svartsengi en síðustu daga hefur runnið nokkuð stöðugt yfir varnargarðinn á nokkrum stöðum. „Það tókst í nótt að kæla annan af tveimur meginstraumunum sem eru enn að renna yfir varnargarðinn. Í morgun var annar straumurinn nánast hættur. Þannig það er einn eftir,“ segir Ari Guðmundsson sviðstjóri hjá verkfræðistofunni Verkís. Hann segir að í nótt hafi einnig verið unnið að því að safna fyllingarefni upp á garðinn. „Til þess að í dag eigum við von á því að ýta því ofan í hinn tauminn. Það er von okkar að fyrir lok dags getum við stoppað það yfirflæði sem hefur verið yfir garðinn.“ Myndin er tekin klukkan 22 í gær af hrauninu sem rennur yfir varnargarðinn.Mynd/Ari Guðmundsson Fyrir innan varnargarðinn er einnig búið að koma fyrir minni varnargarði til að stöðva það hraun sem þegar var þangað komið. Ari segir að hraunið sé komið að honum, en ekki honum öllum. „Það er raunverulega bara svo við missum hraunstrauminn ekki neðar inn á svæðið.“ Ari segir enn nokkra fjarlægð í orkuverið og enga hættu eins og er. Hraunflæðið sé enn nokkuð lítið. „Það er auðvitað töluvert hraun í kerfinu og það er þrýstingur á hraunstraumnum niður eftir. Það hefur áhrif á þetta að það er að renna, eða hefur tilhneigingu til að renna, yfir garðinn,“ segir Ari. Léttir á álagi að hraun renni út á fleiri stöðum Hann segir hraunið renna út á fleiri stöðum, eins og norðan megin við garðinn og það hjálpi til við að létta álagið. Ari segir menn orðna nokkuð vana að vinna í návígi við hraunið en það sé alltaf gætt að fyllst öryggi. „Þetta er auðvitað reynsla sem safnast upp í hópnum sem við erum að nýta.“ Hraunið rennur stöðugt.Mynd/Ari Guðmundsson Fram undan í dag er að halda áfram hraunkælingu og reyna að stöðva tauminn sem enn rennur yfir. „Við erum enn þá að kæla. Þó þetta sé nánast alveg stopp annar taumurinn viljum við tryggja örugglega að hann fari ekki af stað aftur. Við kælum enn og meira þetta svæði í dag.“ Hann segir erfiðara að koma kælibúnaði að hinum taumnum. „Þess vegna ætlum við að safna fyllingarefni þar og eigum von á því í dag að við verðumkomin með nægt fyllingarefni upp að til þess að geta ýtt ofan í strauminn og stíflað hann með þeim hætti.“ Slökkvilið dælir vatni á hraunið.Mynd/Ari Guðmundsson Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. 22. júní 2024 08:02 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
„Það tókst í nótt að kæla annan af tveimur meginstraumunum sem eru enn að renna yfir varnargarðinn. Í morgun var annar straumurinn nánast hættur. Þannig það er einn eftir,“ segir Ari Guðmundsson sviðstjóri hjá verkfræðistofunni Verkís. Hann segir að í nótt hafi einnig verið unnið að því að safna fyllingarefni upp á garðinn. „Til þess að í dag eigum við von á því að ýta því ofan í hinn tauminn. Það er von okkar að fyrir lok dags getum við stoppað það yfirflæði sem hefur verið yfir garðinn.“ Myndin er tekin klukkan 22 í gær af hrauninu sem rennur yfir varnargarðinn.Mynd/Ari Guðmundsson Fyrir innan varnargarðinn er einnig búið að koma fyrir minni varnargarði til að stöðva það hraun sem þegar var þangað komið. Ari segir að hraunið sé komið að honum, en ekki honum öllum. „Það er raunverulega bara svo við missum hraunstrauminn ekki neðar inn á svæðið.“ Ari segir enn nokkra fjarlægð í orkuverið og enga hættu eins og er. Hraunflæðið sé enn nokkuð lítið. „Það er auðvitað töluvert hraun í kerfinu og það er þrýstingur á hraunstraumnum niður eftir. Það hefur áhrif á þetta að það er að renna, eða hefur tilhneigingu til að renna, yfir garðinn,“ segir Ari. Léttir á álagi að hraun renni út á fleiri stöðum Hann segir hraunið renna út á fleiri stöðum, eins og norðan megin við garðinn og það hjálpi til við að létta álagið. Ari segir menn orðna nokkuð vana að vinna í návígi við hraunið en það sé alltaf gætt að fyllst öryggi. „Þetta er auðvitað reynsla sem safnast upp í hópnum sem við erum að nýta.“ Hraunið rennur stöðugt.Mynd/Ari Guðmundsson Fram undan í dag er að halda áfram hraunkælingu og reyna að stöðva tauminn sem enn rennur yfir. „Við erum enn þá að kæla. Þó þetta sé nánast alveg stopp annar taumurinn viljum við tryggja örugglega að hann fari ekki af stað aftur. Við kælum enn og meira þetta svæði í dag.“ Hann segir erfiðara að koma kælibúnaði að hinum taumnum. „Þess vegna ætlum við að safna fyllingarefni þar og eigum von á því í dag að við verðumkomin með nægt fyllingarefni upp að til þess að geta ýtt ofan í strauminn og stíflað hann með þeim hætti.“ Slökkvilið dælir vatni á hraunið.Mynd/Ari Guðmundsson
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. 22. júní 2024 08:02 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. 22. júní 2024 08:02