Messi góður en Argentínumenn mjög ósáttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 07:30 Lionel Messi sprautar á sig vatni í leiknum í nótt. Hann var allt í öllu í sóknarleik argentínska landsliðsins. Getty/Hector Vivas Argentínumenn byrja vel í Suðurameríkukeppninni en þeir unnu 2-0 sigur á Kanada í opnunarleiknum í nótt. Julián Álvarez og Lautaro Martínez skoruðu mörkin fyrir argentínska liðið. Lionel Messi var í aðalhlutverki og lagði upp seinna markið. Messi átti einnig þátt í marki Álvarez en sending hans á Alexis Mac Allister á 49. mínútu sprengdi upp vörnina og Liverpool maðurinn átti síðan stoðsendinguna á Álvarez. Seinna markð kom síðan eftir stoðsendingu frá Messi á 88. mínútu. Messi sjálfur komst næst því að skora sjálfur á 65. mínútu þegar bjargað var á marklínu frá honum. Þá hitti hann ekki markið þegar hann komst einn á móti markverðinum á 79. mínútu. Todo lo que nos dejó este vibrante partido inaugural de la CONMEBOL Copa América USA 2024™️ 📹 pic.twitter.com/FYZ5d4P2Qf— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 21, 2024 Messi setti þarna leikjamet því þetta var hans 35. leikur í Copa América sem sló met Sílemannsins Sergio Livingstone frá 1941 til 1953. Þetta var einnig átjánda stoðsending hans í Copa América sem er einnig met. Eftir leikinn vildu Argentínumenn þó mest tala um aðstæðurnar sem þeim var boðið upp á í þessum leik. Leikurinn var spilaður á Mercedes-Benz Stadium í Atlanta, einum flottasta leikvanginum í NFL-deildinni. Vandamálið var þó ekki leikvangurinn heldur leikvöllurinn. „Ástand vallarins var hræðilegt. Mjög ósléttur. Við verðum að laga þetta því annars mun Copa América alltaf sýnast vera á lægra stigi en Evrópumótið,“ sagði Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins. Atlanta Falcons spilar á gervigrasi en breytt var um undirlag fyrir keppnina og náttúrulegt gras lagt yfir gervigrasið. Bandaríkjamenn voru samt ekkert að flýta sér að skipta um undirlag því grasið var lagt fyrir aðeins tveimur dögum síðan. „Þessi leikur var eins og sá á móti Sádí Arabíu á HM nema að annar þeirra var spilaður á góðum velli,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínumanna, og vísaði þar í tapleik Argentínumanna í fyrsta leik á HM 2022. „Sem betur fer unnum við því annars hefði þetta litið út eins og afsökun. Þeir vissu fyrir sjö mánuðum að við værum að fara að spila þennan leik á þessum tíma og þeir lögðu grasið fyrir aðeins tveimur dögum. Þetta er ekki afsökun en þetta er ekki góður leikvöllur. Hreinskilið þá er þessi völlur ekki boðlegur fyrir þessa leikmenn,“ sagði Scaloni. Argentína mætir einnig Síle og Perú í riðlinum. Næsti leikur er á móti Sílemönnum sem fer fram á öðrum BFL-leikvangi en að þessu sinni á MetLife Stadium í New Jersey. Copa América Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Julián Álvarez og Lautaro Martínez skoruðu mörkin fyrir argentínska liðið. Lionel Messi var í aðalhlutverki og lagði upp seinna markið. Messi átti einnig þátt í marki Álvarez en sending hans á Alexis Mac Allister á 49. mínútu sprengdi upp vörnina og Liverpool maðurinn átti síðan stoðsendinguna á Álvarez. Seinna markð kom síðan eftir stoðsendingu frá Messi á 88. mínútu. Messi sjálfur komst næst því að skora sjálfur á 65. mínútu þegar bjargað var á marklínu frá honum. Þá hitti hann ekki markið þegar hann komst einn á móti markverðinum á 79. mínútu. Todo lo que nos dejó este vibrante partido inaugural de la CONMEBOL Copa América USA 2024™️ 📹 pic.twitter.com/FYZ5d4P2Qf— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 21, 2024 Messi setti þarna leikjamet því þetta var hans 35. leikur í Copa América sem sló met Sílemannsins Sergio Livingstone frá 1941 til 1953. Þetta var einnig átjánda stoðsending hans í Copa América sem er einnig met. Eftir leikinn vildu Argentínumenn þó mest tala um aðstæðurnar sem þeim var boðið upp á í þessum leik. Leikurinn var spilaður á Mercedes-Benz Stadium í Atlanta, einum flottasta leikvanginum í NFL-deildinni. Vandamálið var þó ekki leikvangurinn heldur leikvöllurinn. „Ástand vallarins var hræðilegt. Mjög ósléttur. Við verðum að laga þetta því annars mun Copa América alltaf sýnast vera á lægra stigi en Evrópumótið,“ sagði Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins. Atlanta Falcons spilar á gervigrasi en breytt var um undirlag fyrir keppnina og náttúrulegt gras lagt yfir gervigrasið. Bandaríkjamenn voru samt ekkert að flýta sér að skipta um undirlag því grasið var lagt fyrir aðeins tveimur dögum síðan. „Þessi leikur var eins og sá á móti Sádí Arabíu á HM nema að annar þeirra var spilaður á góðum velli,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínumanna, og vísaði þar í tapleik Argentínumanna í fyrsta leik á HM 2022. „Sem betur fer unnum við því annars hefði þetta litið út eins og afsökun. Þeir vissu fyrir sjö mánuðum að við værum að fara að spila þennan leik á þessum tíma og þeir lögðu grasið fyrir aðeins tveimur dögum. Þetta er ekki afsökun en þetta er ekki góður leikvöllur. Hreinskilið þá er þessi völlur ekki boðlegur fyrir þessa leikmenn,“ sagði Scaloni. Argentína mætir einnig Síle og Perú í riðlinum. Næsti leikur er á móti Sílemönnum sem fer fram á öðrum BFL-leikvangi en að þessu sinni á MetLife Stadium í New Jersey.
Copa América Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti