„Ég sakna vina minna úr Grindavík“ Jón Þór Stefánsson skrifar 20. júní 2024 10:35 Frá aðventufögnuði Grindvíkinga á Ásvöllum í desember. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm „Hvenær getum við komist heim til Grindavíkur?“ er haft eftir ónefndu gríndvísku barni í nýrri skýrslu umboðsmanns barna. „Ég sakna vina minna úr Grindavík,“ segir annað barn. Skýrsla umboðsmanns byggir á niðurstöðum frá fundi hans með grindvískum börnum sem fram fór í Laugardalshöll þann sjöunda mars síðastliðinn. Meira en þrjú hundruð börn á grunn- og framhaldsskólaaldri mættu á fundinn og sögðu frá reynslu sinni af þeim hremmingum sem Grindvíkingar hafa mátt ganga í gegnum síðustu misseri. Samkvæmt umboðsmanni kom í ljós á fundinum að áhrif atburðanna hafi verið margvísleg á líf grindvískra barna. Ástandið hafi haft mikla óvissu í för með sér fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Mörg þeirra upplifi sáran söknuð. Fram kemur að börnin beri blendnar tilfinningar um að byrja í nýjum skólum. Börnin sakni grunnskólans í Grindavík, skólafélaga og starfsfólk. Einnig tóku börnin fram að vel hefði verið tekið á móti þeim í nýjum skólum. „Ég sakna skólans sem er í Grindavík,“ er haft eftir grindvísku barni. „Gekk illa að ég mátti kannski ekki vera í sama skóla og vinkonur mínar,“ segir annað barn. Grindavíkurskóli stendur auður.Vísir/Vilhelm Börnin sögðu að þeim finnist að þeim eigi að standa til boða að vera saman í svokölluðum safnskóla með öðrum grindvíkingum. Í apríl var greint frá því að slíkir skólar yrðu lagðir a fog að grindvísk börn myndu sækja skóla næst sínu heimili. Umboðsmaður segir að í kjölfarið hafi sér borist erindi frá börnum sem lýstu miklum vonbrigðum yfir þessu. „Ég vil hafa safnskóla að eilífu,“ sagði barn á fundinum. Í skýrslunni segir að rót hafi orðið á félagslífi barnanna. Þeim gangi verr að halda vinatengslum og söknuður eftir vinum er mikill. Þá hafi mörg born lýst einmannaleika eftir skóla þar sem þau geti ekki hitt vini sína líkt og áður. „Engir vinir,“ sagði eitt barn.„Ég hitti vini mína aldrei eftir skóla því þau búa svo langt í burtu,“ sagði annað. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Skýrsla umboðsmanns byggir á niðurstöðum frá fundi hans með grindvískum börnum sem fram fór í Laugardalshöll þann sjöunda mars síðastliðinn. Meira en þrjú hundruð börn á grunn- og framhaldsskólaaldri mættu á fundinn og sögðu frá reynslu sinni af þeim hremmingum sem Grindvíkingar hafa mátt ganga í gegnum síðustu misseri. Samkvæmt umboðsmanni kom í ljós á fundinum að áhrif atburðanna hafi verið margvísleg á líf grindvískra barna. Ástandið hafi haft mikla óvissu í för með sér fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Mörg þeirra upplifi sáran söknuð. Fram kemur að börnin beri blendnar tilfinningar um að byrja í nýjum skólum. Börnin sakni grunnskólans í Grindavík, skólafélaga og starfsfólk. Einnig tóku börnin fram að vel hefði verið tekið á móti þeim í nýjum skólum. „Ég sakna skólans sem er í Grindavík,“ er haft eftir grindvísku barni. „Gekk illa að ég mátti kannski ekki vera í sama skóla og vinkonur mínar,“ segir annað barn. Grindavíkurskóli stendur auður.Vísir/Vilhelm Börnin sögðu að þeim finnist að þeim eigi að standa til boða að vera saman í svokölluðum safnskóla með öðrum grindvíkingum. Í apríl var greint frá því að slíkir skólar yrðu lagðir a fog að grindvísk börn myndu sækja skóla næst sínu heimili. Umboðsmaður segir að í kjölfarið hafi sér borist erindi frá börnum sem lýstu miklum vonbrigðum yfir þessu. „Ég vil hafa safnskóla að eilífu,“ sagði barn á fundinum. Í skýrslunni segir að rót hafi orðið á félagslífi barnanna. Þeim gangi verr að halda vinatengslum og söknuður eftir vinum er mikill. Þá hafi mörg born lýst einmannaleika eftir skóla þar sem þau geti ekki hitt vini sína líkt og áður. „Engir vinir,“ sagði eitt barn.„Ég hitti vini mína aldrei eftir skóla því þau búa svo langt í burtu,“ sagði annað.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira