Við kíkjum á eldgosið og förum til Grindavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Vantrauststillaga á hendur matvælaráðherra verður tekin fyrir á Alþingi í morgun. Heimir Már Pétursson verður í beinni frá þinginu og rýnir í stöðuna á lokametrum þingvetrarins.
Við sjáum einnig myndir frá nautaati á Spáni þar sem Íslendingur slasaðist alvarlega og ræðum við leigubílstjóra um eftirlit lögreglu. Tugir leigubílstjóra eiga von á kæru vegna ýmissa brota.
Þá kíkjum við á athöfn við leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í tilefni kvenréttindadagsins, heyrum allt um stóra jarðgangnadrauma í Færeyjum og verðum í beinni frá jaðarlistahátíðinni Reykjavík Fringe.
Í Sportpakkanum verður rætt við handboltaþjálfarann Guðmund Guðmundsson sem hefur framlengt samning sinn hjá danska félaginu Fredericia og í Íslandi í dag heyrum við í Sylvíu Briem sem veltir því fyrir sér hvort barneignir séu einungis ætlaðar þeim vel stæðu.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á Bylgjunni, Vísi og Stöð 2 klukkan 18:30