Að þessu sinni hækka launin mun minna en efni eru talin standa til, þar sem hámark var sett á hækkunina.
Við fjöllum einnig um tilraunir til þess að hægja á hraunrennslinu í grennd við Grindavík en tilrauninni var hætt í morgun.
Að auki fylgjumst við með athöfn sem fram fór í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu við leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í tilefni af kvenréttindadeginum sem haldinn er hátíðlegur í dag.
Í íþróttapakka dagsins verður farið yfir leiki gærdagsins í Bestu deild karla en mikil dramatík var í leik Vals og Víkings.