Ronaldo hlustaði ekki á meðan aðrir vildu Ancelotti eða Zidane Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2024 09:30 Ronaldo hafði lítinn áhuga á því sem Ten Hag hafði að segja. Matthew Ashton/Getty Images Það hefur mikið gengið á hjá Manchester United síðan Erik Ten Hag tók við liðinu sumarið 2022. Hann verður áfram með liðið eftir en eftir slaka spilamennsku í bæði deild og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð skoðaði félagið þjálfaramarkaðinn áður en það ákvað að halda Hollendingnum. The Athletic greinir nú frá því sem fram hefur gengið á hjá félaginu undanfarin misseri en Ten Hag hefur þurft að glíma við ótrúlega hluti bæði innan vallar sem utan. Það var snemma ljóst að Cristiano Ronaldo og leikstíll Ten Hag áttu ekki skap saman en upphaflega vildi sá hollenski spila af mikilli ákefð og pressa hátt, eitthvað sem leikmannahópur Man United var ófær um. Ten Hag var tilbúinn að gefa Ronaldo smá slaka og í stað þess að biðja hann um þrjú pressuhlaup, sem hann myndi biðja yngri leikmenn um, þá var þeim fækkað niður í tvö. Sem dæmi ef Ronaldo myndi pressa varnarmann þá ætti hann að pressa næstu sendingu eftir á og svo skila sér niður í stöðu ef það bæri ekki árangur. Þrátt fyrir að þjálfarateymið færi yfir þetta með Ronaldo og hafi ítrekað beðið Portúgalann um þetta þá sýndi hann engan vilja til þess á æfingum né í leikjum samkvæmt heimildum The Athletic. Á endanum var Ronaldo svo gefinn til Sádi-Arabíu þar sem hann nýtur sín í botn og skorar og skorar án þess þó að vinna þá titla sem skipta máli. ■ Ten Hag's principles, tensions with Casemiro & Varane■ Vegas night out & complaints of “bad cop, bad cop”■ Transfer letdowns & wait for doctor■ Brailsford and Rashford's one-on-oneInside the #MUFC season that put Erik ten Hag under review📝 @lauriewhitwell— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 14, 2024 Þá voru Casemiro og Raphael Varane ekki hrifnir af leikstíl eða æfingaálagi Ten Hag. Nefndu þeir Zinedine Zidane og Carlo Ancelotti, tvo af þeim mönnum sem þjálfuðu þá hjá Real Madríd, sem dæmi um þjálfara sem gæfu leikmönnum meira frjálsræði innan vallar sem utan. Ofan á þetta hefur Ten Hag þurft að glíma við Jadon Sancho sem fór í fýlu eftir að gagnrýna þjálfarann opinberlega, kynferðisofbeldismál Mason Greenwood og þar fram eftir götunum. Með nýju eignarhaldi virðist þó vera að rofa til og það verður forvitnilegt að sjá hvað Man United gerir á leikmannamarkaðnum í sumar. Liðið hefur nú þegar boðið í Jarrad Branthwaite, miðvörð Everton, og er orðað við Matthijs de Ligt, miðvörð Bayern München og fyrrum lærisvein Ten Hag hjá Ajax. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
Hann verður áfram með liðið eftir en eftir slaka spilamennsku í bæði deild og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð skoðaði félagið þjálfaramarkaðinn áður en það ákvað að halda Hollendingnum. The Athletic greinir nú frá því sem fram hefur gengið á hjá félaginu undanfarin misseri en Ten Hag hefur þurft að glíma við ótrúlega hluti bæði innan vallar sem utan. Það var snemma ljóst að Cristiano Ronaldo og leikstíll Ten Hag áttu ekki skap saman en upphaflega vildi sá hollenski spila af mikilli ákefð og pressa hátt, eitthvað sem leikmannahópur Man United var ófær um. Ten Hag var tilbúinn að gefa Ronaldo smá slaka og í stað þess að biðja hann um þrjú pressuhlaup, sem hann myndi biðja yngri leikmenn um, þá var þeim fækkað niður í tvö. Sem dæmi ef Ronaldo myndi pressa varnarmann þá ætti hann að pressa næstu sendingu eftir á og svo skila sér niður í stöðu ef það bæri ekki árangur. Þrátt fyrir að þjálfarateymið færi yfir þetta með Ronaldo og hafi ítrekað beðið Portúgalann um þetta þá sýndi hann engan vilja til þess á æfingum né í leikjum samkvæmt heimildum The Athletic. Á endanum var Ronaldo svo gefinn til Sádi-Arabíu þar sem hann nýtur sín í botn og skorar og skorar án þess þó að vinna þá titla sem skipta máli. ■ Ten Hag's principles, tensions with Casemiro & Varane■ Vegas night out & complaints of “bad cop, bad cop”■ Transfer letdowns & wait for doctor■ Brailsford and Rashford's one-on-oneInside the #MUFC season that put Erik ten Hag under review📝 @lauriewhitwell— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 14, 2024 Þá voru Casemiro og Raphael Varane ekki hrifnir af leikstíl eða æfingaálagi Ten Hag. Nefndu þeir Zinedine Zidane og Carlo Ancelotti, tvo af þeim mönnum sem þjálfuðu þá hjá Real Madríd, sem dæmi um þjálfara sem gæfu leikmönnum meira frjálsræði innan vallar sem utan. Ofan á þetta hefur Ten Hag þurft að glíma við Jadon Sancho sem fór í fýlu eftir að gagnrýna þjálfarann opinberlega, kynferðisofbeldismál Mason Greenwood og þar fram eftir götunum. Með nýju eignarhaldi virðist þó vera að rofa til og það verður forvitnilegt að sjá hvað Man United gerir á leikmannamarkaðnum í sumar. Liðið hefur nú þegar boðið í Jarrad Branthwaite, miðvörð Everton, og er orðað við Matthijs de Ligt, miðvörð Bayern München og fyrrum lærisvein Ten Hag hjá Ajax.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti