Þá kemur Kristján Loftsson einn stærsti eigandi Hvals hf. í beina útsendingu til að ræða ákvörðun matvælaráðherra að veita fyrirtækinu hvalveiðileyfi til eins árs. VG, flokkur ráðherra, segist vilja banna veiðarnar með lögum en núverandi löggjöf geri það ómögulegt að veita ekki leyfi.
Þá verður fjallað um stöðu mála í Úkraínu í kvöldfréttunum en Vladimír Pútín Rússlandsforseti lagði í dag fram tillögur að vopnahléi.
Og við kíkjum á Dannebrog, sem liggur nú við bryggju í Reykjavík. Áhöfnin naut sólarinnar í borginni í dag og er að hlaða batteríin áður en siglt verður til Grænlands.